15.5.2010 | 15:12
Fellur fyrsta orkufyrirtækið í hendur ræningja????
Er það gott eða slæmt???
Eru Magma menn ræningjar????
Fyrri spurningunni hafa flokkshollir Sjálfstæðismenn svarað eftir flokkslínum, ef útlendur maður kemur og segist vilja eignast íslenska eign þá stendur það í frjálshyggjubiblíu flokksins, á blaðsíðu hundrað og eitthvað að það sé gott. Þetta gæti jú hugsanlega verið afkomandi Hróa Hattar og hann ætli að láta fátæka landsmenn njóta.
Svipað gerðist á Snæfellsnesi þegar útlendum ævintýramanni var afhent vatnsauðlindir fyrir eitt súkkulaðistykki auk einhvers skuldabréfs til óralangs tíma.
Aðrir hafa sagt að ræningjar séu ræningjar, þó þeir tali ensku með hreim.
Seinni spurningin er öllu flóknari.
En reynum samt að átta okkur á nokkrum grunnstaðreyndum málsins.
Sá armur Magma sem kemur til Íslands, hann rúmast í einu umslagi í einni skúffu einhvers staðar í pósthúsi í Svíþjóð. Ljóst er að alvöru fyrirtæki þarf meira pláss, jafnvel eitt skrifborð og leigu á húsnæði undir það, þó hugsanlega mætti samnýta með öðrum.
Ef maður gerir kröfu um eitt skrifborð þá stenst Magma ekki prófið.
Annað sem gott er að skoða er hvort tækniþekking fylgi með í kaupum, hvort hinn erlendi fjárfesti leggi eitthvað til málanna sem geri Orkuveitum Reyknesinga kleyft að reka sig betur, eða vinna orkuna á hagkvæmari hátt, eða hefja orkuvinnslu á svæðum sem ekki var hægt að vinna hana fyrir, til dæmis með djúpborunum.
Eina þekkta tækniþekking Magma manna er sú að þeir kunna að skrifa Energy skammlaust á tölvuskjá, en það kunnu menn fyrir í fyrirtækinu.
Staðan er því 2-0 fyrir ræningjaskilgreininguna.
Fjármagn, fjármagn, vantar ekki alltaf fjármagn????
Jú það vantar fjármagn en ekki kom það í fyrri viðskiptum Magma manna við Suðurnesjamenn??? Þar var lagður fram einn penni til að skrifa undir söluna, og er hann geymdur á skrifstofu bæjarstjóra Keflavíkur og nágrennis, en restin var keypt upp á skuld, svona líkt og Óli í Olís gerði á sínum tíma.
Og hver greiðir þá skuld???
A: Eigið fé frá Magma??
B: Almennir orkuneytendur á Suðurnesjum????
Þessu ætla ég ekki að svara, enda var fyrirsögn mín með spurningu.
En hafa menn ekkert lært af Hruninu 2008??
Bara spyr.
Kveðja að austan.
Magma vill kaup hlut Geysis Green í HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 2020
- Frá upphafi: 1412719
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1773
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki gleyma því að þetta eru ekki kaup, heldur rán um hábjartan dag í boði sjálfstæðis og framsóknarflokk sem reyna nú sem áður að stela öllu sem hægt er að stela frá þjóðinni.
Kaupverðið á þeim hluta sem er núþegar búið að afhenda var lán að 70% með veði í sænsku skúffufyrirtæki. Þannig að nei !! Framsókn eða sjálftökuflokkurinn hafa ekkert lært, þjófar hætta ekki að stela ( í besta falli ) fyrr en eftir að sakfelling hefur farið fram.
Enda þurfum við örugglega ekki að bíða lengi eftir að bankarnir fari allir í þrot aftur og þjónin fær svo reikninginn eins og síðast.
Árni Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 18:45
Blessaður Árni.
Ég myndi taka heilshugar undir allt sem þú segir, því mín skoðun er að þetta sé rán.
En samt, síðast þegar ég vissi þá voru báðir einkavinaflokkarnir utan ríkisstjórnar.
Aðrir eru því sekir um glæpinn, núna.
Kveðja að austan.
PS. lögðu þeir sem sagt meira fram en blýantinn sem Árni geymir?????
Ómar Geirsson, 15.5.2010 kl. 19:13
Já, kennum ekki fyrri stjórnarflokkum um ránið og svívirðinguna sem Icesave-óstjórnin er að fremja gegn okkur akkúrat núna og ekki það að ég ætli að verja neitt sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu. Heldur er það þannig að með því að vísa endalaust í fyrri stjórnarflokka, eins og ýmsum er tamt, er fólk að draga úr NÚVERANDI glæpum núverandi Icesave-stjórnar. Gott Ómar að þú stendur vörð um það.
Elle_, 15.5.2010 kl. 19:27
Takk Elle, reyni mitt besta.
Fattaði að besta ICEsave vörnin væri að djöflast í svikaflokkunum dagana fyrir kosningar.
Þess vegna þarf bloggð að lifa og það verður gaman síðustu dagana fyrir kosinganna. Þá fær púkinn í mér skotleyfi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.5.2010 kl. 19:50
Þeir ætla að selja allar mjólkurkýrnar okkar úr landi fyrir fáeinar krónur upp í skuldir sem þeir sjálfir eru valdir að !
Sjálfstæðismenn og Frammsókn. Þetta er arfleiðfð ykkar. Þið rústuðuð heilu landi og öllum framtíðarmöguleikum þegna þess í leiðinni.
Þetta verður niðurstaða sögubókana. Rannsóknarskýrslan hefur þegar tekið hluta af því fyrir. Meira mun koma í ljós og svo eru sömu spillingaröflinn að klára að nauðga landinu með orkusölunni.
Skammist ykkar.
Már (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 15:21
Blessaður Már.
Festist þú óvart í kvikmyndinni Groundhogd Day??
Það er eins og það sé ennþá 2006 hjá þér.
Hefur þú ekki frétt hverjir stjórna landinu í dag???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.5.2010 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.