Hvað þarf til að stjórnmálamaður njóti ekki trausts????

 

Steingrímur J. Sigfússon seldi sálu sína fyrir völd.  

Þau völd byggðust á svikum í ICEsave deilunni, og samstarfi við verstu illþýði auðvaldsins, sem hefur farið ránshendur um allan heim, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Svikin og landráðin í ICEsave málin voru upp á 507 milljarða að lágmarki.

Samþingsmaður hans sagði í ræðu á Alþingi, að hún segði Nei við ICEsave og við lánin frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, vegna framtíðar landsins og barna okkar.  Þegar doktor í hagfræði ræðst svona að formanni flokks hennar, þá er ljóst að mjög alvarleg ógn blasir við.

Samt telja 37,6% þjóðarinnar þennan ógnvald traustan.  

Skyldi þetta vera sama fólkið og treysti útrásarvíkingunum fyrir þjóðarauðnum????

Hvað afglöp, hvaða helstefnu þurfa stjórnmálamenn að styðja til að verða rúnir öllu trausti hjá þjóðinni???

Nægði ekki að við vorum rænd einu sinni???

Til hvers að láta ræna sig aftur?????

Hvenær fáum við nóg???

Kveðja að austan.


mbl.is Flestir treysta Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Polli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur minnsta traustsins af stjórnmálaforingjum á Íslandi samkvæmt könnun MMR. Það þarf að hjálpa þessum kjánum hjá MMR að finna réttu símanúmerin!

Polli, 12.5.2010 kl. 16:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Polli.

Fyndinn.

Könnun MMR er rétt eins langt og hún nær.

Það sem hún segir, og þið sem styðjið rán og gripdeildir, ef þau eru framin af fólki með félagshyggju á tungu, skiljið ekki, er að hægri fólk gaf Bjarna og öðrum forystumönnum sínum rauða spjaldið.

Hægrisinnað fólk á Íslandi styður ekki rán.

Það er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.5.2010 kl. 17:42

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Sæll aftur Ómar! Þú skrifar "Samt telja 37,6% þjóðarinnar þennan ógnvald traustan."  Að hugsa sér !!!

Og svo hér: "Skyldi þetta vera sama fólkið og treysti útrásarvíkingunum fyrir þjóðarauðnum???? " Nei nei ! það "hyski" kemur svo í viðbót við hina, svo þá er ekki um auðugann garð að gresja þegar farið verður að smala í byltingu Ómar !

Ég átti í orðaskiftum við vinnufélaga minn mikinn SV mann (Sosialistisk Venstreparti) svona "equal" VG á Íslandi, og hann vildi meina að svo væri komið að það þyrfti alvarlega að fara að huga að því að svifta þá sem kysu FRP kosningarétti, (fremskrittspartiet) svona Frjálshyggu Líberalar, vegna þess að þeir væru of heimskir til að eiga kröfu á kosningarétt.

Hann var auðvitað að grínast í hita umræðunnar, vona að þú sért líka að grínast Ómar, en er ekki viss.??

Kv. að utan

KH

Kristján Hilmarsson, 12.5.2010 kl. 18:09

4 Smámynd: Jón Sveinsson

Já það vekur furðu að nokkur geti borið traust til þeirra sem hafa svikið öll loforð sem gefin voru fyrir kosningar og  kjósendum sýndur fingurinn trekk í trekk, Ekki það að ég geti treyst nokkrum hinna en allt er betra en stöðnun þjóðfélagsins sem er stefna V. G. OG SUMT FÓLK SKULI EKKI SJÁ SVONA RUGL ER MÉR HULIN RÁÐGÁTA.

Jón Sveinsson, 12.5.2010 kl. 18:11

5 Smámynd: Polli

Fréttir dagsins eru tilefni til að minna á predikun dagsins:

Fel Drottni Oddssyni vegu þína og treystu honum, hann mun vel fyrir sjá.

Polli, 12.5.2010 kl. 18:25

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Nei, Kristján, ég er ekki að grínast, þó megi deila um framsetninguna, hvort hún sé til að ergja viðkvæmar VG sálir eða bein tjáning á skoðunum mínum.

En í kjarna þá er málið einfalt, þeir sem styðja ICEAGS, eru í óvinabókum mínum.  Vona að þinn VG vinur gangi ekki af trúnni þó flokkurinn hans gerði það fyrir völd.  Annað hvort hefur þú grunnskoðanir eða ekki eins og Jón benti á.

Og þannig séð er það betra, að tvennu illu að styðja ICEAGS af lífshugsjón ultrahægrimannsins, en að vera maður með félagshyggju á tungu en framkvæmir stefnu alls þess sem hann fyrirlítur hjá frjálshyggjumönnum, bara vegna þess að þá fær hann stundarvöld.  Svikarar eru jú það versta, af því versta.

Og Polli, drottinn Oddsson sveik ekki í ICEsave.  Hvað sem annars verður um hann sagt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.5.2010 kl. 18:34

7 Smámynd: Polli

Spilltir Íslendingar ættu að stofna stjórnmálaflokk. Hann yrði ótrúlega stór og líklegur til afreka í næstu kosningum.

Polli, 12.5.2010 kl. 19:10

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ríkisstjórnin verndar reikinsaðferðir sem meinast verðtryggja umsaminn Gjöld veðbandaláns frá útgáfudegi til loka uppgreiðslu. Hinsvegar sýna skekkjulausar reiknisaðferðir að lántakinn greiðir alltof of mikið miðað það sem um var samið.

1000.000.000.000 kr sjóður getur grætt [og falið sem tap vegna verðbólgu] 10.000.000.000 á 1% skekkju, 1.000.000.000 kr á 0,1% skekkju, 100.000.000. á 0,01% á ári. 30 sinnum meira á 30 árum.  

Þess vegna eru ekki notnaðar reikniaðferir sem eru einfaldar og hárréttar stærðfræðilega. Lántakin gæti uppgvötvað starx að hann væri að borga of mikið.

 Sjá:http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Svart á hvítu.

Júlíus Björnsson, 12.5.2010 kl. 19:27

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm Polli, sá flokkur fengi allavega 37,6% fylgi.

Ómar Geirsson, 12.5.2010 kl. 20:24

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Takk Ómar ! ekkert að grínast, bara stríða viðkvæmum VG sálum, það er leyfilegt, það sem ekki gengur af þeim dauðum, bara herðir þær,(styrkir þá í trúnni).

Polli ! sammála, hann yrði stærsti flokkurinn "ever" erum við ekki öll svindlarar, bara spurningin um "stærðina" á svindlinu.

Góðar Stundir og baráttu, félagar.

Kv. að utan

KH

Kristján Hilmarsson, 12.5.2010 kl. 21:35

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Kristján, ég er stríðinn en Jón Gnarr er í gríninu. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.5.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 4343
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3769
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband