Hverjir seldu skrattanum sálu sína????

 

Í dag er í tísku að veitast að stjórnmálamönnum, eins og þeir hafi skapað það þjóðfélag sem sprakk svo fram í okkur haustið 2008.

Og það er í tísku að koma glæpnum upp á séríslenska spillingu, eins og Hrunið hafi aðeins verið bundið við Ísland.

Samt er búið að slá af Grikkland, en Spánn, Portúgal og Írland eru handann við hornið.  

Bretar og Bandaríkjamenn náðu að bjarga sér í bili vegna þess að þar höfðu menn ennþá sjálfstætt peningavald, og viljugan löggjafa til að sópa vandanum undir teppið.

Samt lætur almenningur spila með sig og lætur varðhunda auðræðisins telja okkur í trú um að um séríslenskan vanda hafi verið að ræða.

Og ástæðan er augljós, það er verið að endurreisa sama auðránið undir pilsfaldi AGS, höfuðvígi þess kerfis sem rændi þjóð okkar.

 

Og skömmum stjórnmálamenn okkar eins og þeir hafi haldið úti sveitir vopnaðar vélbyssum til að neyða þjóðfélagið að dansa Hrunadansinn.

En var það svo????

Af hverju dönsuðu allir hagfræðingar með????

Black nefnir Tryggva Hrút og fólk hér á blogginu stekkur á hann sem bráð sem má rífa í sig.

Alltí lagi, ekki var hann sannspár.  En voru vélbyssur upp í háskóla sem neyddu hagfræðinga þar til að þegja yfir niðurstöðum Tryggva, hefðu menn þar gagnrýnt annars niðurstöðuna harkalega???

Allavega heyrðist ekki bofs þaðan.

En þetta heyrðist:  "Bankarnir hafa í höndum nýrra eiganda tekið stakkaskiptum á örfáum árum.  Íslensk bankaþjónusta er orðin að gróandi útflutningsatvinnuvegi"  og er skrifað af einni af hetjum byltingarinnar eins og DV kýs að kalla hann í Fréttablaðið 22. nóvember 2007.

Ég get ekki að því gert að mér finnst þetta ekki vera mjög gagnrýni orð á meinta svikamyllu.  En það er þetta með vélbyssur stjórnmálamanna sem neyddu manninn til að skrifa þennan texta, kannski trúir einhver þeirri skýringu.  

En þessi hetja byltingarinnar er aðal hugmyndafræðingur þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fái að endurreisa ræningjakerfið á kostnað almennings.  En kannski er líka vélbyssur þar að baki?

 

Annar hagfræðingur sat í nefnd, sem veitti Kaupþing Útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2005.  En sjálfsagt var Gylfi Magnússon, önnur að hetjum byltingarinnar, neyddur til þess af henni Dorit, það er jú tíska að skamma forsetann, þó ekki verði séð annað en hann hafi farið eftir almannarómi hagfræðingaelítu Íslands.

En Ólafur er skúrkur hjá DV, en Gylfi hetja.  Ólafur neitaði nefnilega að skuldsetja þjóðina í ICEsave, en það vildi Gylfi.  Hetjur eru sem sagt þeir sem vildu setja börn mín í lífstíðarskuldaþrældóm.  

 

Ég get ekki af því gert að mér þyki fleira hafa selt skrattanum sálu sína.  En ólíkt Tryggva Hrút, þá virðist ekki hafa raknað á milli þeirra og skrattans.  Tryggvi hefur þó haft manndóm að berjast gegn ICEsave og AGS, en hinir sem seldu, er ennþá á fullu að gera okkur illt.

Það er virðingarvert að reyna að bæta fyrir brot sín, en það er ómennska að þröngva óráðum AGS á þjóð sína.

Og fjölmiðlar sem styðja ómennskuna með ráðum og dáðum, það eru mestu sölumenn skrattans að mínum dómi.

Það eru þeir sem kæfa alvöru umræðu, það eru þeir sem dreifa lygaáróðri, þannig að fólk trúir að ómennin séu hetjur.

Jafnvel eftir að glamur skuldahlekkjanna er orðið ærandi.

 

Sama gerðist fyrir Hrun.  Það voru þeir sem gerðu auðræðinu kleyft að ræna þjóðina.  Stjórnmálmenn okkar voru afleiðing, ekki orsök.

Glæpurinn er þeirra sem lugu hugmyndafræðinni upp á okkur, og vörðu hana með ráðum og dáðum.

Það eru vinnumenn skrattans.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Black: Bankarnir sekir um glæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ómar, frá mínum bæjardyrum voru glæpirnir glæpamönnum að kenna og hvort sem þeir voru erlendir, innlendir, tengdir AGS + + +.  Kerfið var hinsvegar pólitíkusum að kenna.  Glæpamenn hefðu ekki getað gengið svona langt í öðruvísi lagakerfi.  Lagakerfi landsins er aumt og veikt og tekur ekki á glæpum.  Lítum á Canada, líka vestrænt ríki.  Ekki hefur þetta gerst þar eins og um gjörvalla Evrópu.  Og ég hef ekki enn platast af neinum Björgólfum Thorum sem þykjast vera fallnir og gjaldþrota og iðrast voðalega. 

Elle_, 2.5.2010 kl. 23:52

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sælt veri fólkið! Aðdáendur hetjanna brugðust ókvæða við hér á bloggnu eftir,nokkuð "hávært fagn"mitt,við ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Ég fékk smáhroll við svarið  ;verði ykkur að góðu;    Fannst eins og dulin hótun lægi í orðunum.          

Helga Kristjánsdóttir, 3.5.2010 kl. 03:24

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Elle og Helga.

Helga, þú hefur sagt eitthvað sem skiptir máli, fyrst þessir málsvarar "andskotans" komu með skömmum og látum.

Elle, nei glæpir eru sjaldnast glæpamönnum að kenna.  Og þú komst einmitt með dæmið þar um, Kanada.  Mér er ennþá minnistætt þegar Michael Moore réri á árabát (svona í minningunni) yfir Vatnið stóra, frá Detroit að mig minnir, og skoðaði ástandið í Kanadískri stórborg hinum meginn.  Þar læstu menn ekki húsum, og þar voru alvarlegir ofbeldisglæpir það sjaldgæfir, að löggan þar las aðallega um slíkt í bandarískum blöðum.  

Það er ákaflega einfalt, það er menning og þjóðfélagsgerð sem segir til um glæpi og glæpatíðni.  Útbúðu þjóðfélag, byggt á mannúð og mennsku, og glæpir þekkjast varla. Þetta er ein af staðreyndum sögunnar sem ekki er hægt að neita.

En Kanada var að bila gegn frjálshyggjunni, þarlendir gróðapungar voru byrjaðir að mola kerfið innanfrá, og þá eftir bandarísku fyrirmyndinni frá Wall Street.  Sama var byrjað í miklu mæli í Frakklandi, og í Þýskalandi, musteri íhaldsins, þar voru ungir lærisveinar Friedmans byrjaðir að bola burt hefðbundnum bankamönnum og íhaldssömum fyrirtækjastjórnendum.

Þetta var bara allt spurning um tíma, og sem betur fer var græðgin það hömlulaus í City og Wall Street, að það tók hana ekki nema örfá ár að fella þessi lönd.  Þess vegna var Hrunið 2008, og þess vegna slapp Kanada, hefðbundin tregða þess til að andhæfa gegn bandarískri heimsku, bjargaði landinu.

En þar sem ég er allur á djúpmiðum þessa daganna, þá skal ég taka undir orð þín um að þetta hafi ekki verið kerfinu að kenna, það blasir við að þetta eru vélarbrögð andskotans, og við erum stödd í miðjum gleðileik Dantes.

Var ekki þráðurinn annars um það, eða greip ég gæsina til að hnýta í Þorvald Gylfason.

Það er efinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 09:25

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Hverjir seldu skr.... ?

Blessaður Ómar ! Gott hjá þér þetta með að Black nefnir Tryggva og hans skort á ganrýni á sínum tíma og þar með stekkur "fólk" á hann eins og bráð, en svona er þetta bara og kannski er þetta viðtal við Black á "Silfrinu" og viðbrögð fólks við því, það sem ætti að vekja hjá okkur vissa svartsýni á að það sé hægt að fá "fjöldan" með í raunverulegar breytingar á því kerfi sem er búið að leiða og hefur áður leitt veröldina í efnahagskreppur og það sem verra er.

Því Black hafði svosem ekkert nýtt að fara með eiginlega, eins og við sem höfum nennt að fylgjast með og setja okkur inn í málin, en viðbrögðin sýna einmitt tvennt, "fjöldinn" nennir ekki að lesa undir fyrirsögnunum, né heldur er "minnið" sérstakleg langvinnt hjá flestum.

En það er auðvitað óþarfi að segja þér þetta Ómar, þetta veist þú manna best og kannt tæknina betur en margir aðrir að skrifa fyrirsögn, þannig að “maður” verður forvitinn, og í flestum tilfellum kemurðu svo boðskapnum fyrir í ekki lengra innleggi en að “flestir” nenna að lesa það og fá með sér innihaldið, ég er það “nýr” hér á bloggheimum að ég kann þetta ekki ennþá, en læri af þeim sem kunna þetta betur vonandi ;)

En eins og þú veist þá “banka” ég aldrei aðeins uppá með hrós hér hjá þér, er nefnilega svoldið hissa á þessu hérna með Kanada og USA og tekur svo M. Moore sem áreiðanlegan heimildarmann (hann er samfélagsrefsari betri en nokkur, en fer frjáslega með staðreyndir) þegar það er svo auðvelt að finna “facts” um svona hluti.

T.d. eru ofbeldisbrot venjulega lítill hluti af heildarafbrotum flestra landa svo munur þar á gerir oft ekki heildarmuninn svo stórann sem ofbeldisafbrotin gefa tilefni til, því til viðbótar má nefna að auðgunarbrot ýmisskonar eru faktísk fleiri hlutfallslega í Kanada en USA sbr. Hér undir, hvað sem það nú þýðir gagnvart siðferði í fjármálum, sem ég allavega held að sé á töluvert lægra plani “sunnan vatna” sbr. Í þínu innleggi varðandi Wall Street og City, veit ég ekki.

Historically, the violent crime rate in Canada is lower than that of the U.S. and this continues to be the case. For example, in 2000 the United States' rate for robberies was 65 percent higher, its rate for aggravated assault was more than double and its murder rate was triple that of Canada. However, the rate of some property crime types is lower in the U.S. than in Canada. For example, in 2006, the rates of vehicle theft were 22% higher in Canada than in the US.[7] Since violent crimes are a smaller fraction of all crimes, the difference between the two countries is less than the homicide rate might make it seem, and the overall rates are generally close (see Crime in the United States).

Þetta er svo tekið hjá Wikipedia HÉR

Og Ómar ekkert að “afsaka” það að “grípa gæsina” er það ekki það sem þetta snýst um, finna í því sem er daglegast og skiljanlegt fyrir okkur öll, punktana sem sanna okkar mál, og fá þá á blað ? ;)

Góðar Stundir fyrir austan

kv. að “utan”

Kristján

 

Kristján Hilmarsson, 3.5.2010 kl. 12:11

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Kristján.

Já, ég er góður, veit það vel.

Hvernig heldur þú að ég væri ef ég markaðssetti mig í blóðugum byltingum, í stað þess að draga fólk inn á blogg mitt og lesa pistla um Hvítu Rósina, en einn fer í loftið núna á eftir, og svo er það pásan, þar til ég nenni aftur.

Heyrðu þetta með eignarglæpina er mjög einföld skýring, smáþjófar frá Bandaríkjunum fara yfir landamærin og ná í það sem þeir geta komið í verð á heimaslóðum.  Þetta er svipað trend í tölfræðinni eins og varð hér á Íslandi með vasa og búðaþjófnað eftir að Schengen opnaði öll landamæri.

En hafðu ekki áhyggjur af fólki og byltingunni.  Hún kemur, miklu fyrr en varir.  En hvort hún verði á mínum nótum, er mér mjög til efs.  Flestum virðist hundleiðast tilhugsunin um barnabörn.

Moore er flottur, húmorinn hans er óborganlegur.  En áróður lýtur þeim lögmálum að fara aldrei alveg rétt með, þú gefur sjaldnast hinni hliðinni vægi eins og við Hriflungar gerum, en hér á ég oft ágætisspjall við jafnt hægri og vinstri menn, sem og stjórnleysingja, og samt fæli ég aldrei fólk frá.  Sínir að hjörtun eru eins og genin, þau sömu.  Póltík er bara vitleysa ef menn taka hana það alvarlega að þeir geti ekki drukkið staupaskál.

Ég var til dæmis alveg heillengi inn á síðu mikil hægrimanns, Gunnars Rögnvaldssonar, um og upp úr áramótunum 2008-2009, sótti mér þar fróðleik um ESB og evru, sem og skilnings á hugsun frjálsra hægri manna.  Það fór vel á með okkur.

Á sama tíma spjallaði ég mikið við þann mikla eðalkrata, Benedikt Sigurðsson, Norðlending og mikinn hugsuð.  Þá var ég að reyna að bjarga heiminum með skuldaleiðréttingu heimilanna.  Mistókst að vísu, en ekki varð ég verri af því að spjalla við Benedikt.

Svona er þetta Kristján, ekki láta ytra borðið villa þér sýn.  Við öll eigum miklu meira sameiginlegt en okkur flest grunar.  Neyð vill oft koma slíkri vitneskju, sem yfirleitt liggur grafin djúpt í undirmeðvitundinni, upp í huga okkar, og þannig ná menn oft að bjarga sér á þurrt, svona í óeiginlegri merkingu.

Spjall er til alls fyrst, og orðræðan sem á eftir kemur, er oft bæði upplýsandi og eins ánægjuleg.  Ég spjallaði til dæmis við einn góðan vinstri mann á annan mánuð eftir að ég stríddi honum dálítið á að hann væri auðmannsþjónn, og vísaði þá í stuðning hans við núverandi ríkisstjórn.  Við skildum staupsáttir, og ósárir og höfðum báðir gaman af.

En Kanada dæmið er dálítið sem Elle, glæpamannahengjari, notar til að útskýra að ekki hafi allar þjóðir fallið fyrir fólskuverkum Friedmans, og þar sem stúlkan sú er höggþung, þá fer ég alltaf eftir mottóinu, sókn er besta vörnin, er ekki eins mikið laminn á meðan.  En innslag hennar er út úr kú á þessum þræði, nema fyrir mig og hana, við erum ennþá að ræða mál sem við hófum að tala um út frá pistli mínum um Byltingu byltinganna.

Og í augnablikinu er ég með hendur í kross fyrir andlitinu, því höggin koma.  Ánægjan er mín því ég gaf færið.

En Kristján, það lesa heldur ekki margir löngu pistla mína.  Þess vegna hætti ég að boða byltingu mína, það er ekki hægt að útskýra hugsun hennar í frösum.  En frasar eru góðir til síns brúks.  

Til dæmis til að lemja á Óbemrum AGS og innlendum Leppum þeirra í VG.  Að ég tala ekki um vinnumenn breta í VG.  Með illu skalt þú illt út reka, og berja á frasasmiðum, með frösum.

En bloggið er dautt ef enginn nennir að tjá sig þannig að hugsun komist til skila.  Og þá er ekki magnið á lestrinum sem skiptir máli, heldur gæðin.  Að það íhugi og hugsi einhver þín orð.

Svo ekki missa móðinn meðan þér liggur eitthvað á hjarta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 14:18

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Blessaður aftur. 

Aldrei mun ég móðinn missa, meðan andann dreg, botn takk !!

Þú segir nokkuð um þetta og byltinguna og já líklega gætir þú fengið með þér einhverja einhversstaðar, en ekki á Íslandi onei, því þó við séum á öndverðum meiði varðandi siðgæðisvitund hins almenna Íslendings, þá veistu eins vel og ég að það að fá með sér svo marga sem þarf í byltingu á Fróni er útópía, því við erum svolítið svona "Livets Glade Gutter" eins og segir í þekktum slagara "Vestlandsfanden" hér í Noregi, og seinna í erindinu "tar pause fem minutter og vandrer videre" og ekki gleyma " á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint" og kóngar gera ekki byltingu, eða hvað?

Ert að fara í loftið?, vona að sé til skemmtunar, en sama hvað, þá óska ég þér þínum góðrar ferðar og gengis.

Heyrumst

KH

Kristján Hilmarsson, 3.5.2010 kl. 17:16

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Það er málið, ef þú hefur eitthvað að segja, þá segir þú það.  Síðan ráða aðstæður hve margir lesa eða taka mark á.  En sérfræðingarnir hafa engan einkarétt á að hafa skoðun á umhverfi okkar og þjóðmálum.

Nei, ég fór í loftið með Hvítu Rósina, vegna þess að mér er fúlasta alvara.  Það eru svona pistlar sem eru skemmtidagskráin hjá mér.  Þeir stjórnast allir af misvirkum púka.  Sérstaklega matreiddir til að stríða vinstrimönnum, sem ég hef ekki getað fyrirgefið svikin gagnvart ICEsave/AGS.  Ég nota þeirra orðfæri, fyrir ríkisstjórn, og tengi við þann raunveruleika sem við blasir.  Og ríf svo stólpakjaft þegar þeir mæta og væla yfir vondu íhaldi.

Að öllu jöfnu væri ég sammála þér þetta með fjöldann í byltingunni.  En ekki í dag.  Ekki eftir að ég fattaði að tími Hávamála væri upprunnin.

Það sem ég taldi útilokað að myndi gerast, það gerðist eftir Hrun.  Þjóðin stóð ekki saman í miðjum hamförum, sem er einföld uppskrift af borgarastyrjöld.

En ég hef ekki þann styrk til að kveðja menn til vopna.

En einhver mun hafa hann.

Það er mín bjargfasta vissa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 17:25

8 Smámynd: Elle_

Ómar, kannski verð ég að bæta við um Canada: Vissir þú að allir bankar þar í landi eru ríkisbankar?  Það kom mér sjálfri á óvart þegar ég var frædd um það af bankamanni þar í landi í júlí, 08.  Þar er líka reginmunur bankakerfis Bandaríkjanna og Canada.  Og Canada og Evrópulanda, allavega í heild.  Og í sambandi við glæpi í Bandaríkjunum vil ég nú líka minna fólk á að þar í landi eru milljónir ólöglegra innflytjenda.  Þeir hafa í stórum stíl komist inn í gegnum Mexico. 

Elle_, 3.5.2010 kl. 19:49

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Elle, það vissi ég ekki.

En Kanadamenn eru sérstakir, þeir eru hvorki bretar eða kanar, þetta er einhverskonar landnemamenning byggð á breskum rótum.  Merkilegt hvað velferðarkerfið þeirra er þróað og manneskjulegt. 

En þar fyrir utan þá læt ég alltaf opinbera þekkingu mína á Kanada miðast við myndina "Dudley, do the right thing"

Hvað þarf maður að vita meira???

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 21:08

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Þú gleymir frönsku áhrifunum þarna líka Ómar, en svo las ég Elle , að frumbyggjarnir (indíánar og ínúítar) væru aðeins rúmlega 3% innbyggjenda, en væru 20% af dæmdum og fangelsuðum?

Þetta með bankana var athyglisvert líka, virkar svo lengi sem stjórnvöld halda höfði, en í Evrópu er ekkert val, bankar skulu vera í einkaeign, allavega í ESB og/eða EES, er ekki Kanada í einhverju efnahagsbandalagi við USA og Mexíco ? og eru ekki svona "kröfur" þar?

Kveðja og Góða Nótt frá Norge ;)

Kristján Hilmarsson, 3.5.2010 kl. 21:33

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm, enda eru þeir ekki Kanadamen, að sögn, telja sig Quibeck búa ef ég man rétt.  Svo er hrærigrautur í Vancouver, Toronto og víða, en rætur hins týpical (Ólafsson) eru bresk menning, sem aðlagaðist þessu viðhorfi sem þurfti til að byggja upp harðbýlt land.

Þekki ekki mikið til,  en það sem ég hef lesið, og séð í myndum, er stórmerkilegt.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2010 kl. 22:04

12 Smámynd: Elle_

Jú, Kristján, Canada er í NAFTA með Bandríkjunum og Mexico. 

Elle_, 3.5.2010 kl. 23:34

13 Smámynd: Elle_

Og Ómar, það er mikil frönsk menning í Quebeck í Canada og mest töluð franska þar.  Líka enska þó.  Skil ekki skiptinguna þar. 

Elle_, 3.5.2010 kl. 23:38

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Elle, og  þeir eru jafn Kandadískir, og íbúar fenjasvæða Louisana eru Bandarískir, sama ríkisfang, en froskaætur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.5.2010 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 395
  • Sl. sólarhring: 749
  • Sl. viku: 6126
  • Frá upphafi: 1399294

Annað

  • Innlit í dag: 335
  • Innlit sl. viku: 5190
  • Gestir í dag: 309
  • IP-tölur í dag: 305

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband