"Þeir skyldu eftir sviðna jörð" og þú vilt siðan selja okkur í þrældóm.

 

Hvergi í heiminum fyrirfinnst verkalýðsfrömuður sem hefur aðeins eitt stefnumál, þrældóm umbjóðenda sinna.

Jú, kannski í Norður Kóreu, en þar er líka annar hver maður í hernum til að tryggja að þau viðrini séu ekki sett af.

Gylfi forseti mun hljóta þann dóm sögunnar að vera svartasti blettur vestrænnar verkalýðshreyfingar.  

Það er ekki vegna svikanna í ICEsave og þjónkun hans við málstað breskra stjórnvalda.  Það er ekki vegna þess að hann náði í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að níðast á landsmönnum.  

Það er vegna þess að á fyrstu dögunum eftir Hrun, þegar vinnumenn auðkýfinganna í stjórnkerfinu voru í sárum því húsbændur þeirra voru fallnir, þá var hljómgrunnur fyrir þjóðarsátt í landinu, þjóðarsátt sem byggðist á því að við værum öll á sama báti, og við myndum öll takast á við þann vanda sem við blasti.

Það var þá sem Gylfi forseti sveik almenning, hugsjónir verklýðshreyfingarinnar og draum okkar allra um réttlátt og mannsæmandi þjóðfélag.

Hann er maðurinn sem jarðaði hugmyndina um almenna leiðréttingu á skuldum fólks sökum forsendubrests verð og gengistryggingar.  Húsbændur hans voru auðmenn og fjármagnseigendur, ekki almennir félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar.  

Það var hægt að skapa sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar.  En því tækifæri var glutrað vegna hagsmunna þeirra sem" áttu" á kostnað hinna sem "skulda".  Og í stað þess að hjálpa þjóðinni þá kusu veiklundaðir stjórnmálamenn að hlýða ráðum manna eins og Gylfa forseta og Vilhjálms framkvæmdastóra og létu þá teyma sig í klær Óberma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hið fallna kerfi reyndist eiga nógu marga vinnumenn  í stjórnkerfinu og meðal verkalýðshreyfingarinnar til að það gæti strax hafið endurreisn á sínum forsendum.  Nema það verður ennþá illskeyttara og hættulegra en það var fyrir Hrun.

ICEsave og AGS sjá til þess að velferðarkerfi okkar hrynur innan frá.  Engin þjóð þolir að 60% af tekjum ríkissjóðs fari í vexti og afborganir.  

Slík stefna er bein ávísun á fátækt og örbirgð þess fólk sem Gylfi forseti þykist vinna fyrir. 

Og það er ótrúlegt að meðlimir verkalýðshreyfingarinnar skuli láta hann og leppa hans í forystusveitinni komast upp með að svívirða þennan hátíðardag verkafólks.  

Á svona degi eiga öll egg í búðum landsins að vera uppseld.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Gylfi: Bankaræningjar í sparifötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið djöfulli er þetta rétt hjá þér.

Kveðja.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 15:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Sigurður.

Og við erum fleiri sem erum sammála um það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband