Taktu þá af skarið kona, og segðu þig frá Leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

Það er til lítils að tala um afleiðingar ómennskunnar en ljá henni síðan stuðning sinn á Alþingi.

Það er ekkert réttlæti í því að fólk skuli búa við ógnarstjórn í dag.  Að náð og miskunn misvitra bankamanna sé sú eina miskunn sem fólki standi til boða í dag.

Og það eru engin efnahagsleg rök fyrir því að fólk sé rænt eignum sínum og lífsafkomu.

Einu rökin eru rök ómennskunnar, að almenningur eigi að borga tjón hinna siðspilltu fjármálamanna sem gerðu aðför að íslenskum efnahag til að reyna að bjarga sínu eigin skinni.

Verðtryggingin var hugsuð til að tryggja endurgreiðslu á raunvirði lána við eðlilegar aðstæður.  Ekki til að lán héldu verðgildi sínu eftir að efnahagslegar hamfarir gengu yfir landið.  

Og það er siðleysi og ómennska að viðhalda henni eftir atburði ársins 2008.  Hrunskýrslan sannar forsendubrest þeirra, og aðeins verstu ómerkingar reyna að réttlæta tilvist hennar eftir þann forsendubrest.

En þeir sem sjá glæpinn, en styðja samt gerendur hans, þeir eru jafnsekir.  

Jafnvel sekari, því þeir geta ekki afsakað sig með fávisku eins og flestir þingmenn stjórnarinnar reyna að gera.  

Þess vegna Lilja Mósesdóttir, átt þú að segja þig frá þessari ríkisstjórn.  Þú veist að þetta er rangt.

Þú átt þér engar málsbætur.

Kveðja að austan. 


mbl.is Erfitt fyrir réttindalítið fólk að verjast hrægömmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgeir

Hún þarf ekkert að segja sig frá.  Hún hefur alltaf staðið á sinni sannfæringu og kosið eftir henni.  Það eru aðrir sem ættu að hugsa sinn gang, bæði í núverandi og fyrverandi ríkistjórn. 

En það er nákvæmlega svona afstaða sem gerir það að verkum að fólk þorir ekki að láta í ljós skoðanir sínar.  Ef það er á annarri skoðun eða með aðra sannfæringu en flokkslínan þá er ýjað að því að þau eigi heima annarstaðar, eða eins og þú það krafið um að segja sig frá.  Jafnvel þó að hugmyndafræðilega sé það sammála þá þarf það ekki að vera sammála um einstök mál. Fólk á að geta verið í sama flokk með mismunandi skoðanir.

Það er svo rangt hjá þér að verðtryggingin hafi verð hugsuð til að tryggja endurgreiðslu á raunvirði lána.  Hún var neyðarúrræði og sett á sínum tíma á laun og lán til að tryggja hag beggja, einhverju fávitanum datt síðan í hug að samþykkja afnám á öðrum liðnum en ekki hinum.  Og það er ástæðan fyrir því að við erum í þessum skít, hvorki núverandi eða fyrverandi ríkisstjórnir hafa viljað hrófla við þessu, vegna einhverja annarlegra hagmuna sem ég kann ekki að útskýra. 

 Það er ekkert annað land í Evrópu með vertryggingu sem hlýtur að segja þér eitthvað um hvað hún er vitlaus.

Valgeir , 29.4.2010 kl. 12:29

2 identicon

Ómar hvernig væri nú að sýna smá sanngirni Lilju til handa, hún verðskuldar kredit fyrir að þora að tala hispurslaust og er það meira en segja má um marga aðra þingmenn.

Hún var kosin á þing og hefur staðið sig vel. Það eru aðrir sem sigla undir fölsku flaggi-þá þarf að afhjúpa !

Það sem er alvarlegt við þessa frétt er að ef satt reynist að bankastjórinn í umræddu máli hafi beint eða óbeint vélað jörðina undir ættingja sína, þá er það klárlega mjög alvarlegt brot á öllu jafnræði, siðferði og hugsanlega lögbrot.

Þetta þarf að upplýsa með hraði og hvet ég sýslumanninn duglega sem var í útsvari að skoða málið strax og hefja rannsókn á mögulegu lögbroti bankastjórans.

Hallgrímur Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 12:34

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Það vita allir hugsandi menn að ríkisstjórnin gat reddað þessu með lögum eða eins og sagt er einu pennastriki en það er of gott fyrir þá saklausu flest þau nauðungaruppboð eru Jóhönnu og Steingrími alfarið að kenna.

Slæmir voru bankaþjófarnir en Jóhanna og Steingrímur tífalt VERRI.

Jón Sveinsson, 29.4.2010 kl. 12:41

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Valgeir.

Hvað ert þú að mæta hérna og halda messu yfir mér um verðtrygginguna???

Það má víst endalaust deila um hvernig á að orða hluti í nokkrum setningum í örpistli, sérstaklega þegar týnd eru til rök til að leiða fram niðurstöðu.  En þú þarft mikinn vilja til að snúa þannig út úr orðum mínum á þann hátt að ég sé að blessa verðtrygginguna þegar ég var að benda á að forsendur hennar eru brostnar.  Vitir þú eitthvað betra orðalag en að verðtryggingin hafi verið hugsuð til að tryggja verðgildi lána á verðbólgu tímum, þá er þér guðvelkomið að tjá hana, en ég vil aðeins benda þér á að ég var ekki að semja skilgreiningu fyrir alfræðibók.

Og mikinn telur þú mátt minn ef þú heldur að ég hindri orðræðu á Alþingi og mér er fullkomlega heimilt að vega með orðum af því fólki sem styður mesta hrylling sem yfir þessa þjóð hefur dunið í 1.100 ár.

Ég þekki nefnilega muninn á réttu og röngu, og það kemur hugmyndafræði ekkert við.  

Núverandi stjórnarstefna er í grundvallaratriðum röng, bæði hagfræðilega, siðferðislega og félagslega.  

Þetta veit Lilja Mósesdóttir, hún hefur fært fyrir því mörg og mikil rök, og á einhverjum tímapunkti verður hún að horfast í augun á sinni ábyrgð.

Þú bendir ekki á að það sé ljótt að nauðga, en býður síðan gerendum upp húsaskjól með þeim orðum að það sé betra að fórnarlömbunum verði ekki kalt á meðan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 13:37

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hallgrímur.

Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eiga enga sanngirni lengur skilið. 

Sá atburður sem kveikti þessa umræðu er ekki einstakur, hann er kerfislægur.  Og það sem slíkt er algjört aukaatriði þó maðkur hafi hugsanlega fengið að fljóta með.

Kjarni málsins er sá að ef Hrunskuldirnar eru skildar eftir hjá einstaklingum og fyrirtækjum, og ef náð og klíka misvel innrættra bankamanna er látin ráða hverjir lifa eða deyja, að þá hrynur þetta þjóðfélag.

Það er ekki nóg að kjósa eftir sannfæringu sinni en viðhalda ógnarstjórninni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 13:42

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Ég er sammála þér.  Slæmt er að valda hörmungum, en tífalt verra er að vera sú mannleysa sem neitar þurfandi fólki um hjálp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 13:43

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Við setningu laganna um verðtryggingu 1979 var sett verðtrygging á lánasamninga OG launasamninga. Við afnám verðtryggingar á laun urðu til tveir gjaldmiðlar í landinu. Verðtryggða króna lánveitandans og óverðtryggða króna launamannsins og skuldarans. Þetta tíðkast hvergi annars staðar og hlýtur að teljast mannréttindabrot af hálfu ríkisvaldsins. Með lögum skal land byggja en ólögum eyða.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.4.2010 kl. 13:49

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ævar.

Það fjármálakerfi sem gat af sér verðtrygginguna, það eyddi sjálfu sér.  

Ekkert af markmiðum hennar hefur gengið eftir, annað en að gera almenning gjaldþrota.

Ef það er ekki ástæða að hugsa hlutina upp á nýtt núna, þá er aldrei ástæða til þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 13:55

9 Smámynd: Valgeir

Ég ætlaði mér ekki að messa yfir þér um rökin gegn verðtryggingunni, enda augljóst að þú ert henni mótfallinn, ég var einfaldlega að benda á hvernig hún var sett á á sínum tíma. 

En fremur bendi ég á að sá sem tók innlent verðtryggt lán árið 2004 skuldar í dag að jafnaði 47% meira en hann gerði þá. Þetta er ekkert nýtt og hefur verið hér á landi löngu fyrir hrun. 2008 er engin upphafs/endirs dagsettning.  Ég veit um einn sem var að klára lífeyrissjóðslánið sitt núna í fyrra og síðasta greiðslan var hærri en upphaflega lánið.

En burt séð frá heimskulegri verðtryggingu og getuleysi þessarar ríkisstjórnar.  Hvaða stjórn er í boði.  Annar hvor þessara aðila sem nú er við stjórnvölinn verður áfram í ríkisstjórn - ekki er ég að sjá að ástandið batni við að VG - fari frá.  Mögulega ef Samfylkingin fer frá en þá þurfum við að taka við Sjálfstæðismönnum með sinni heimsku og hjarðhegðun. 

Þetta er farið að snúast um lesser of two (63) evils.

Valgeir , 29.4.2010 kl. 14:21

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Valgeir, þetta snýst ekki um skásta kostinn af tveimur slæmum.

Sú hugsun er svo miðlæg út frá sjónarmiðum fjórflokksins.  Staðreyndin er bara sú að hann er búinn að klúðra sínu tækifæri á það afgerandi hátt, að ekki verður endurtekið.

En hann neitar að viðurkenna ábyrgð sína.  Og vörn hans fólst í heimboði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Og þar með rauf fjórflokkurinn griðinn við þjóðina.

Eitt er að koma landinu í algjört klúður, annað er að kviksetja það.  

Allir flokkar, allir stjórnmálamenn, sem gera Alþjóðagjaldeyrissjóðnum kleyft að skuldsetja þjóðina þannig að um 60% af ráðstöfunartekjum ríkissjóðs fari í vexti og afborganir, eru griðlausir.   Skiptir engu hvað þeir gerðu áður, jafnvel þó þeir tækju Móður Theresu fram í náungakærleika, þá réttlætir ekkert slíka helstefnu. 

Ekkert.

Hluti af þessari stefnu er síðan það sem kveikti þessa heitu umræðu dagsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggst gegn öllum almennum aðgerðum til að hjálpa fólki, og honum er gott sama þú innviðir þjóðfélaga séu rústir einar eftir "björgunaraðgerðir" hans.  Hans eina krafa er að fjármagnið fái sitt óháð afleiðingum þess, og ef hann nær tangarhaldi á þjóðum, þá fylgir í kjölfarið innreið alþjóðlegs fjármagns í sinni verstu mynd, almannaeigur seldar á spottprís (í erlendum gjaldeyri) og fjandsamleg yfirráð yfir auðlindum.

Þetta er svona stutt lýsing á kjarna andstöðu minnar við núverandi ríkisstjórn, og það fylgir þeirri andstöðu að ég vil ekkert í staðinn sem viðheldur núverandi stjórnarstefnu.

Ég vill nýja stefnu þar sem þessu þjóðfélagi er bjargað frá hörmungum skuldaþrældómsins og frá hörmungum borgarstyrjaldarinnar, því hér verða átök þegar krumlur sjóðsins hafa náð kverkataki á þjóðinni.  Menn gleyma því nefnilega að það hefur tekist að hindra það fram að þessu og því er ástandið miklu skárra en það annars yrði þegar blóðpeningarnir taka að streyma úr landi.

Hvernig fær maður nýja stefnu og ný viðhorf???

Jú, með því að styðja það fólk sem aðhyllist slíkt.  Skiptir engu máli hvað þeir hafa gert áður, þetta mega allt saman vera skáeygðir Liverpool aðdáendur mín vegna.  Því þú spyrð ekki á strandstað um fortíð þess sem ætlar að bjarga þér í land.  Þér að duga að vita að hann ætli að bjarga þér, án þess að undirliggji sú hvöt að setja þig í hlekki þegar á land er komið og selja  þig síðan á næsta þrælamarkaði.  En slíkt er eðli ómenna AGS.

Og hvað verðtrygginguna varðar þá er samanburður þinn algjörlega ómarktækur.  Vissulega hækkuðu lán, en almennt séð þá hækkuðu laun líka, þó mismikið væri á milli tímabila.  Haustið 2008 hrundi efnahagskerfi okkar.  Fólk varð fyrir tekjumissi, eignir þess féllu í verði, atvinnuleysi jókst ásamt því að allur tilkostnaður hækkaði um 30-60%.  Ekkert nýtt eða merkilegt, hefur víða gerst í efnahagskreppum.

Hér kom þessi efnahagskreppa í kjölfar mikillar eignabólu þannig að stór hluti heimila var mjög skuldsettur.  Það er heldur ekki einsdæmi.

Einsdæmið er að öll lán marfölduðust, mest vegna gengistryggingar en líka vegna verðtryggingarinnar.  Það er sú staðreynd sem gerir vandann óviðráðanlega fyrir svo marga.  Fyrir utan það að eignarhlutur fólks þurrkaðist upp við þessa hækkun lánanna.  

Slíkt heitir á mannamáli rán, og það er siðlaust að gera ekki neitt þegar  ljóst er og sannað í Hrunskýrslunni að mannleg breytni og aðgerðarleysi stjórnvalda er skýring þess að svona fór.

Þeir sem skilja þetta eru hæfir til að stjórna uppbyggingu hins Nýja Íslands.  

Núverandi stjórnvöld eru það ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband