29.4.2010 | 07:02
Andlit hins Nýja Íslands félagshyggjunnar.
Þessi mynd segir meir en þúsund orð.
Kveðja að austan.
Jörðin seld án auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli Steingrímur viti af þessu?
Páll Eyþór Jóhannsson, 29.4.2010 kl. 07:33
Drífa af hreinsunina í stjórnarandstöðunni og koma svo sterk inn og koma þessari vinstri vitleysu frá.
Óskar (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 08:04
Kommúnistastjórnir hafa alla tíð kúgað almenning og verið fólki landsins verstar. Viljum við fá stjórnarfar eins og er í Norður-Kóreu, Kína eða í gamla Sovét? Þetta er nú einmitt draumur Steingríms J yfirkommúnista Íslands.
Ólafur Tryggvason (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 08:20
Hvernig getur bankinn komist upp með svona vinnubrögð? Talandi um einkavinavæðingu - hvað annað er í gangi þarna? Einhverjum "vini" seld jörðin án þess að auglýsa? Þetta er til skammar fyrir bankann, til skammar fyrir stjórnvöld, og til ævarandi háðungar þeim Steingrími og Jóhönnu sem lofað hafa gegnsæi, heiðarleika og skjaldborg fyrir heimilin!
Ég finn mikið til með fjölskyldunni sem þarna var sett út á Guð og gaddinn.
Guðrún (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 08:46
ég vil vita hvaða banki þetta er
ef þetta er minn viðskipta banki er ég farinn þaðan
Magnús Ágústsson
maggi (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 08:53
Þessi banki heitir Íslandsbanki og er á Selfossi. Það vill nú svo skemmtilega til að sá sem fékk að kaupa jörðina er mikið skyldur bankastjóranum. Mamma kaupandans (Arnars Bjarna í Landstólpa)og kona bankastjórans eru systur. Eiga þessi viðskipti ekki heima í þessari rannsóknarskýrslu?? Þessi aðferð við söluna er ansi lík viðskiptaháttum bankanna árið 2007.
Petrína Þórunn (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 09:12
Þetta mál verður að kæra sem n.k. innherjasvik ef síðusta komment er sannleikanum samkvæmt!
Mæta þessum föntum af fullri hörku!
Kristján H Theódórsson, 29.4.2010 kl. 09:35
Ég vil að það verði safnað saman liði og bankastjóradj. borinn út á götu af sínu HEIMILI.
Benedikt (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:01
Ef þetta er rétt þá vil ég hvetja alla sem eru hjá þessari bankastofnun ekki bara á Selfossi til að hætta viðskiptum við þessa hrægammastofnun
Óli Jóhann Kristjánsson, 29.4.2010 kl. 10:05
Til hamingju.
Þið eruð íbúar Nýja-íslands þar sem S-Gjaldborgin fer fyrir öllu.
Vei ykkur er horfðuð á gamla súra komma lofa öllu fögru en kusuð þá samt.
Óskar Guðmundsson, 29.4.2010 kl. 10:18
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Heimafólk á að safnast saman og flæma þetta pakk út úr bæjarfélaginu og það með skemmdarstarfsemi, ef ekki vill betur til.
Að kæra innherfjasvik á Íslandi hefur engan tilgang. Það sita siðleysingjar og skyldmenni í hverjum stól.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:21
Það sem Petrína Þórunn segir er allt sannleikanum samkvæmt. Það veit ég frá fyrstu hendi.
Gunnar Runólfsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:23
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Ég ætla ekki að skipta mér að umræðunni um þessa ómennsku annað en að benda á að hvernig sem á því stendur, þá þróuðust mál eftir Hrun með þeim hætti að hugmyndafræði þeirra sem komu okkur í þessar aðstæður, er sú hugmyndafræði sem mótar endurreisn landsins.
Og er það það sem við viljum????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 10:36
Aðeins að leiðrétta þig Ómar, hugmyndafræðin kom okkur ekki í þessi vandamál heldur mennirnir sem stjórnuðu.
Óskar (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:42
Jú Óskar, hugmyndafræðin bar með sér feigðina strax í upphafi.
Það mátti allt ef af því hlaust gróði. Og núna er sama fólkið að rýja það fólk inn að skinni, sem það kom upphaflega í skítinn.
En ég ætla ekki að taka slaginn um þetta núna, við skulum leyfa hvorum öðrum að vera ósammála um þetta atriði.
Myndin sem fylgdi þessari frétt er alltof alvarleg og alltof átakanleg til að ég vilji leiða umræðuna yfir á hugmyndafræðilegt karp.
Það þarf að stöðva þessar hörmungar.
Það eitt skiptir máli í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 10:53
Ef þetta væri nú eitthvað nýtt Ómar, man eftir fleiri svona tilfellum á tímum verbólguóveðursins rétt eftir að verðtryggingin kom á 1980 til 1985 og margir misstu allt og sátu skuldugir eftir, en hverjir réðu völdum þá: 1980 til 1983 Ríkisstjórn G.Thoroddsens sjálfst.manna-Framsókn og (haldið ykkur) Alþýðubandalagið. svo frá 1983 til 1987 (þegar fór smámsaman að réttast úr kútnum) Ríkisstjórn Steingríms Hermanssonar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, svo stýrði Þorsteinn Pálsson stutt með Krötum og Framsókn og svo gekk þetta slag í slag eins og sjá má hér :http://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_r%C3%ADkisstj%C3%B3rnir_%C3%8Dslands
Nei þetta er ekkert nýtt og hefur eiginlega ekkert með hvorki félagshyggju né frjálshyggju að gera, og þetta kemur til með endurtaka sig þar til almenningur og fulltrúar hans í jafnt pólítík sem embættismannakerfi breytir grunnhugsun sinni um hvað eru raunveruleg lífsgildi.
Kristján Hilmarsson, 29.4.2010 kl. 12:27
Mæltu manna heilastur Ómar "stöðva þetta strax" bæði ríkiskassi og bankakerfið þolir það á meðan varanlegri lausna er leitað, datt í hug svona að gamni að nefna hver fékk "skítverkið" með að koma á verðtryggingar ófögnuðinum: minnihlutastjórn Benedikts Gröndals okt.1979 til feb.1980.
Kristján Hilmarsson, 29.4.2010 kl. 12:33
Er þetta nú allt saman rétt hjá ykkur ?? Veit ekki betur en að Gunnar hérna að ofan sé bróðir Sigurgeirs bónda. Hann ætti að vita betur en að hvetja til æsinga vegna þessa máls. Auðvitað er það sárt fyrir þetta fólk að missa búið en eigum við ekki sjá hvað kemur út úr því þegar málið er núna komið inn á Alþingi ??? Ég gæti sagt eins og Gunnar að ég get staðfest að þetta er ekki rétt frásögn af málinu !! En hefur það eitthvað upp á sig ? Ef brotið er á rétti þeirra hafa þau sinn rétt fyrir dómstólum.
Og Benedikt, yfirlýsing eins og þessi frá þér getur leitt til dómsmáls gegn þér en ég efast um vegna gáfnafars hjá þér að þú áttir þig á því ?Þú veist að að er auðvelt að kæra þig, finna þig og draga þig til ábyrgðar fyrir þessa setningu.
Slakið á !!!
Þórir Grétar Björnsson, 29.4.2010 kl. 12:43
Vel mælt Kristján Hilmarsson.
Óskar (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 12:55
Ert þú Þórir Grétar Björnsson að meina að jörðin hafi verið auglýst til sölu og að fréttin sé uppspuni?
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 13:09
Blessaður Kristján.
"Viltu í nefið vinur, viltu í nefið vinur minn". Var það ekki einhvern veginn svona sem Valgeir söng um þessa gjörð, sem er hvorki gömul eða ný.
Auðvita er engin sanngirni að klína þessu á félagshyggju, sem er mæt hyggja.
En ómennska þjóðfélagsins í dag er í boði hennar, og sök hennar er miklu alvarlegri vegna þess að hugmyndafræðilegur bakgrunnur þessa fólks er sprottinn upp úr hreyfingu sem barðist gegn þessu aldagömlu óréttlæti kerfisins að bera fólk út á guð og gaddinn.
Og vissulega þarf nýja grunnhugsun til að fyrirbyggja að svona hlutir gerist. Þegar ég er ekki að höggva hausa af stuðningsmönnum kerfisins, þá tala ég um nýja hugsun. Svona orðaði ég þá sýn sem myndi koma okkur heilum í gegnum boðaföllin í pistli mínum fyrir ári síðan.
Held að fólk ætti að íhuga þá hugsun sem ég reyndi að orða og gera þá kröfu til leiðtoga okkar að þeir hugsi hlutina upp á nýtt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 13:09
Óskar víst.
Og Þórir, það er óþarfi að mæta inn á þetta blogg með hótanir í garð annarra sem hér skrifa. Ég lít á þessi orð Benedikts sem tjáningu á mikilli gremju yfir öllu því óréttlæti sem þjóðin þarf að þola af hálfu þeirra sem rændu okkur.
Ef ég teldi að hann væri að skipuleggja útburð á blogginu mínu, þá bæði ég hann vinsamlegast að hætta því.
Vitir þú eitthvað "réttara" en hér kemur fram, þá máttu alveg tjá það, en það er óþarfi að dylgja að aðrir fari með rangt mál, án þess að rökstyðja það einu orði.
Vissulega er málið flókið og á sér sínar orsakir. Hvort öll gagnrýnin á hendur bankans sé réttmæt, hef ég ekki hugmynd, reikna með að þar séu gild sjónarmið að baki miðað þær vinnureglur sem þar tíðkast.
En tilvísun mín í myndina sem fylgdi þessari frétt var ekkert um það. Þessi mynd lýsir svo vel þeirri örvæntingu og vonleysi sem víða má finna í þjóðfélaginu. Það eru alltof margir sem sitja í súpunni, súpu sem fólk ber ekki ábyrgð á.
Og það er rangt að einstaklingarnir sitji einir uppi með afleiðingar þess kerfishruns sem hér varð. Ef við áttum okkur ekki á því í tíma, þá hrynur samfélag okkar.
Og jafnvel milljón málsóknir ná þá ekki til að stöðva þá reiði sem þá mun fá útrás.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 13:20
Þórir við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stoppa þetta strax þessi frétt var kornið sem fyllti mælinn
Búin að tala við ritara Guðrúnu Einarsdóttur og láta vita af okkur einnig við konu Sigurgeirs bíð eftir símtali frá bóndanum þetta mál verðu ekki þaggað niður
Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 13:25
"Drífa af hreinsunina í stjórnarandstöðunni og koma svo sterk inn og koma þessari vinstri vitleysu frá."
Ekki það að ég sé ósammála, en viltu virkilega fá glæpaflokkinn sem hrundi öllu af stað í staðinn? Það að færa einhverja einstaklinga til er ekki mjög sannfærandi.
Jón Flón (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 13:27
Það er svosem rétt Þórir G. að sama hvað þá er alltaf best að halda ró sinni, en hvort alþingi eða dómstólar hjálpa hér er ég ekki viss um, bankastarfsmenn sem um ræðir hafa örugglega passað sig á að allt sem vafasamt getur talist er ekki á blaði, einungis það sem stenst rannsókn, ég lenti í svipuðu við að koma mér úr skuldafeni eftir verðtryggingar/verðbólgufárið 1983, fékk svona munnlegt tilboð í húsið frá einum sem ekki einusinni þurfti að koma inn og skoða, sterklega mælt með þessu "smánartilboði" af viðkomandi fasteignasölu, því það styttist nú í að við misstum eignina, mér leist ekki á, hafði ís í maganum og afþakkaði, fáum dögum seinna komst ég að því að viðkomandi var svona í hlutastarfi hjá fasteignasölunni, eignalaus, einhleypur (hafði ekkert með 150m3 hús að gera)svo hér var fasteignasalan að reyna að nýta sér erfitt ástand okkar til að hagnast verulega umfram eðlileg sölulaun og ekki að gæta hagsmunar síns skjólstæðings, ég skifti um fasteignasölu og seldi á viðunnandi kjörum nokkru seinna, langaði að kæra hina, en allt var bara munnlegt svo það hefði ekkert gengið.
Að viðskiftamórall fasteignasala og/eða annarra fyrirtækja svosem banka ofl. hafi eitthvað breyst síðan, efast ég um, en auðvitað er munur milli fyrirtækja, verðum allavega að vona það.
Hér er aðgengilegri "linkur" á allar ríkistjórnir landsins upp í gegn um tíðina: Hér vona þetta virki, er svoldið grænn í þessu. annars er bara "copy" og "paiste" slóðann í nr.16.
Kristján Hilmarsson, 29.4.2010 kl. 13:32
Rétt Ómar ! þeir sem eru við völd hverju sinni verða að svara til saka hvað varðar aðgerðir/aðgerðaleysi, sé að við þyrftum að skiftast á skoðunum oftar.
Kv. að utan ;)
Kristján Hilmarsson, 29.4.2010 kl. 13:36
@Jón Flón, í raun eru allir 4 flokkarnir glæpaflokkar ef út í það er farið, ég ætlast bara til þess að fólk hafi lært af þessu og þeir sem hafa gert eitthvað rangt eða siðlaust víki. En stefna núverandi ríkisstjórnar hugnast mér ekki og er ég tilbúin að mæta kjósa nýtt fólk inn og koma svo þessari vinstri vitleysu frá.
Óskar (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 13:48
Fjórflokkskerfið virkar ekki vegna flokksræðis og einkavinavæðingar. Utanþingsstjórn væri eina sem getur hugsanlega hjálpað okkur!
Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 13:52
Hvenær á að ráðast í hreinsunaraðgerðir ????? Ég vil endilega vera með en þarf smá fyrirvara, bý í Eyjum.
Er búin að bíða lengi eftir skipulögðum aðgerðum sem ekki innibera pottaglamur...er tilbúin í ofbeldi
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 19:55
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Viðbrögð við þessum örpistli mínum hafa verið meiri en ég hef séð áður á þessu bloggi.
Mér fannst myndin eitthvað svo sláandi og minnti mig á aðra fræga ljósmynd, af konunni af indíánaættum sem sat tekin en óbuguð hjá yngri börnum sínum einhvers staðar á gósenslóðum Kaliforniu. Mynd sem varð táknmynd kreppunnar miklu.
Og það er greinilegt að fólk er búið að fá nóg.
Liðið sem kom okkur á heljarþröm, veður uppi á skítugum skónum og níðir niður menn og málleysingja. Með það eina markmiði að gera land okkar að gósenlandi þeirra sem eiga og vilja eignast eignir okkar hinna á smánarverði kreppunnar. Gömul saga og ný, hrægammar Hrunsins eru þeir sem stóðu uppi sem sigurvegarar.
En okkur er ekki sama, og það er vel, þar sem fólki er ekki sama, þar er von.
En Anna, þetta blogg er ekki hugsað sem skipulagningarmiðstöð fyrir ofbeldi. Læt mér duga að segja sannleikann eins og hann blasir við mér. Boða síðan byltingu, en það er bylting andans yfir lygi og lágkúru, siðleysi og ómennsku.
En hnefamenn eru einhvers staðar annars staðar, þekki það ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 22:09
Anna og Ómar ég er til í slaginn núna! Síminn er 8691804 mælirinn er fullur! Ræddi við bóndann í dag og hann kveðst alveg geta hugsað sér að búa á jörðinni ef hann fengi hana á 150 milljónir það sýnist mér vera sanngjarnt eins og bankinn lofar að afskrifa erlend lán um 35% (sjá frétt morgunblaðsins í gær) þá ætti hann að geta komið lánunum niður í um 150 milljónir.
Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 23:06
sæll Ómar, ætlaði svo sannarlega ekki að stofna til skipulagðs ofbeldis hér á þínum heimavelli og kannski væri ráð að taka mig ekki of bókstaflega, þó er aldrei að vita hvers maður er megnugur gefnar "réttar" aðstæður!!
En ég verð þó að segja að það er óskaplega mikið malað, talað og tuðað á bloggsíðunum en hvaða andsk..... gagn gerir það ??
Hversu lengi ætlar fólk að láta draga sig á asnaeyrunum af samansafni af handónýtum gungum við Austurvöll, hversu margar fjöldskyldur verða komnar á götuna þegar fólk loksins rankar úr rotinu og stoppar þetta brjálæði ?????
Það þarf svolítið meira til en byltingu andans þó svo hún sé svo sannarlega nausynlegt mengi í hinu stóra samhengi.
En, nei nei....höldum bara áfram að blogga
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 23:06
Blessaður Sigurður baráttujaxl.
Mættu fleiri hafa þitt baráttuþrek.
Og þú komst akkúrat inn á kjarna þess óréttlætis sem hefur viðgengist svo lengi og við verðum að stöðva, eitt skipti fyrir allt.
Skuldurunum bjóðast ekki sömu kjör og þeim sem fá að kaupa eignirnar á hrakvirði. Allur kostnaður er týndur til og fólk gert gjaldþrota út á þær tölur, og sú skuld eltir það í langan tíma á eftir. En síðan eru eignirnar oft seldar á hrakvirði, hálfvirði eða einhvers virði sem er langt undir því sem skuldarinn var krafinn um.
Það þarf nýja hugsun i kerfið, aðra en þessa sem byggist á árþúsund gamalli hugsun um skuldaþrældóm. Bankastofnanir eiga að leggja metnað sinn að gera sem fæsta viðskiptavini sína upp, það er gott ár sem enginn missir eigur sínar. Bæði eykur það aga í kerfinu, sem og hitt að langtíma hagnaður þeirra eykst, því kjörorðið um ánægða viðskiptavini var ekki samið út í loftið. Eða sú fullyrðing að viðskiptavinurinn sé helsta eignin. Og að traust i bankaviðskiptum sé mikilvægasti þáttur þeirra.
En allt þetta er orðagjálfur ef það á bara við þegar vel gengur. En svipa gjaldþrotsins taki við þegar illa árar.
Gagnkvæm ábyrgð, og fullur vilji beggja aðila til að leysa málin, þegar að kreppir að, er aftur á móti sú hugmyndafræði sem virkjar þá hugsun sem liggur að baki þeim slagorðum sem ég rifjaði upp eftir minni úr öllum auglýsingum sem yfir mig hafa dunið í gegnum tíðina.
Hugmyndafræði siðaðs fólks er nefnilega ekki vitlaus, og á krepputímum er hún lífsnauðsynleg fyrir samfélag. Það slátrar enginn bóndi mjólkurkúm sínum þó þær fái niðurgang. Hann læknar þær.
Og þetta verður hið Nýja Ísland að skilja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 23:30
Og Þórir, mér finnst allt í lagi það sem Benedikt sagði að ofan og tek undir það með honum. Núna verður víst að lögsækja okkur bæði saman og fari það kolað. Og eftir dóminn getum við Benedikt kannski dregið ómennsku Icesve-stjórnina öfuga burt frá völdum.
Elle_, 29.4.2010 kl. 23:44
Blessuð Anna.
Þú hefur ekki trú á byltingu andans. Þó er það sú bylting sem étur ekki börnin sín og skilar þeim árangri sem að var stefnt í upphafi.
Vissulega er fátt auðveldara fyrir áróðursmann eins og mig að bjóða þær lausnir sem fólk vill heyra, að afli sé beitt gegn þeim sem leika okkur svona grátt. Og ég treysti mér alveg til að framkvæma eitthvað af þeim. Reiðin vellur úti um allt, og fólk sem veit hvað það vill, á ákaflega auðvelt með að nýta sér það, hafi það á annað borð vilja til þess.
Að skipuleggja virkt andófsafl er ekkert erfitt í dag.
En til hvers?????
Að hrekja þessa menn frá völdum, en hvað svo????
Heldur þú að hin nýja stjórn fái starfsfrið til góðra verka????
Hefst ekki nýtt átakaferli?????
Það er miklu auðveldara að vera skæruliði og fella, en að halda völdum og ná fram einhverjum árangri.
Og jafnvel þó það takist, þá er slíkt átakaferli ekki sú framtíð sem ég vil bjóða drengjunum mínum. Ég sé ekki framtíðina í að bræður muni berjast og að bönum verðast.
Kjarni málsins er sá að það er ekki sátt í þjóðfélaginu um næstu skref. Það sem okkur finnst óréttlæti, finnst öðrum hundsbit, sem fólk verður að sætta sig við, líkt og það sættir sig við norðan garra í miðjum júlí. Allflestir sérfræðingar landsins eru á móti virkri skuldaleiðréttingu, allflestir sérfræðingar landsins eru fylgjandi ICEsave þrældómnum. Skiptir þá engu þó alvöru hagfræðingar vari eindregið við skuldastefnunni.
Hvernig er hægt að fá almenning til að trúa að heilbrigð skynsemi sé rétt, en sérfræðingaveldið er fast í hjólförum úreltrar hugmyndafræði????
Það er auðvelt að gera út á óánægjuna, en þegar á reynir, þá leita flestir í öruggt skjól. Sem og hitt að þegar fólki greinir á um leiðir, þá fer allmest orkan í innbyrðis ágreining. Örlög Borgarahreyfingarinnar er ekkert einsdæmi.
Þess vegna blogga ég Anna mitt sérviskublogg með langlokum og það sem margur maðurinn kallar óraunhæft draumórarugl um betri heim. Sem ég get svo sem alveg tekið undir, nema vegna þess að mig langar til að verða afi. Þess vegna tel ég að mistök séu til að læra af, og nóg er til af dæmum um mislukkaðar byltingar eða uppreisnartilraunir.
En ef við erum tilbúin til að breyta okkur, að viðurkenna þá einföldu hugmyndafræði að eins og staða mála er í dag, þá er eina leiðin út úr vandanum að gera það sem rétt er, og þá á ég við siðferðislega rétt sem er forsenda efnahagslegrar réttra ákvarðana, þá er eftirleikurinn eins og að drekka vatn.
Því þú stórnar ekki almenningi með lygi og blekkingum, ef almenningur er ekki lengur tilbúinn að láta ljúga að sér og blekkja, og engin siðlaus stjórn fær þrifist ef almenningur sættir sig ekki við siðleysi.
Og það þarf ekki svo marga til að byrja á hinni nýju hugsun, og vera tilbúna að gera það sem þarf að gera til að vinna henni fylgi, til að skriðan byrji að rúlla.
Um þetta blogga ég svona í hjáverkum, milli þess sem ég stend í ICEsave vígaferlum, og pistla um þetta má finna hjá mér núna síðustu vikurnar, þá sérstaklega í athugasemdum og innslögum.
Anna, það er nóg af fólki þarna úti sem boðar til vonlausra átaka, en það eru ekki margir sem hafa einbeittan vilja til að fella kerfið, og endurreisa nýtt og betra á rústum þess. Það þarf sterka sýn á framtíðina til að halda úti svona bloggi sem er gjörsamlega út úr kú við almenna umræðu, það er miklu auðlifaðra að halda sig innan almannaróms.
En auðvita virkar þetta ekki, það er ekki málið. Geri mér alveg grein fyrir því.
Og þegar herlúðrarnir hljóma þá mun ég mæta, óbloggandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.4.2010 kl. 00:00
Vissi að ég gat treyst á þig Ómar lifi lýðræðið.
Sigurður Haraldsson, 30.4.2010 kl. 00:46
Blessaður Sigurður.
Ég er oft misskilinn þannig að fólk heldur að ég sé á móti aðgerðarsinnum.
Fátt er fjarri lagi, því þeir eru forsendur þess að allt breytist.
Það sem ég boða er að þeir hafi markmið og tilgang, annan en þann að gera eitthvað.
Það sem þú varst að segja hér að ofan um að hafa samband við yfirstjórann, og um leið þín eldheita hvatning (eldhiti þarf ekki að tjást í mörgum orðum, það er hiti orðanna sem skiptir máli) um að fólk sýndi þessum ungu hjónum samstöðu og geri eitthvað til að sýna hana, það er það sem ég kalla að hafa tilgang og markmið. Og gera eitthvað.
Þú og þínir eiga allan minn stuðning, og hann birtist í því að ég nota orð mín að vega af þeim sem í fréttaflutningi eða öðru misstúlka vilja ykkar og gjörðir. Það þarf líka að sinna áróðrinum. Fá fólk til að skilja, til að hugsa.
Þar fyrir utan þá er ég að reyna ljá röddum byltingarinnar dýpri tilgang og siðferðislega dýpt svo menn eigi eitthvað í ætt við hugsjónir um betri heim og heilbrigðara samfélag. Og skilji hvað þarf að gera til þess.
Til þess þurfa menn að hlusta og hugsa, endurskoða sín fyrri viðhorf. Skilja að fortíðin er til að læra af, nútíðin til að breyta og betri framtíð er uppskeran.
Sérhver maður sem droppar hér inn og fer að fletta og spá í hugsunina á bak við orðin, og hugsar svo ennþá meira hvað hann vill og hvað það er sem skiptir hann máli í lífinu, og tekur svo hina stóru ákvörðun og segir, fyrst við sjálfan sig, næst við umhverfi sitt.
"Ég sætti mig ekki við þetta lengur, ég sætti mig ekki lengur við að valdsmenn ráðskist svona með líf mitt og limi, ég segi hingað og ekki lengra. Ég læt ekki lengur ljúga að mér, ég vil sannleikann, og ég vil betra þjóðfélag þar sem grunngildi þess eru í heiðri höfð, að ala upp börnin okkar, að sinna sjúkum og öldruðum, og að það sé gott að búa í því. Og stjórnendur okkar séu heiðarlegir, alveg eins og samfélag okkar.
Og eftir að ég hef tekið þessa ákvörðun, þá verður mér ekki haggað, ég linni ekki látum og gjörðum fyrr en lífssýn um betra og réttlátara þjóðfélag hefur ræst.
Ég geri það sem þarf að gera."
Um þessa hugsun, lífssýn og þann styrk að taka líf sitt og framtíð í eigin hendur fjalla pistlar mínir um Byltingu byltinganna.
Mæltu manna heilastur Sigurður í þágu hjónanna og fylgi þér hvatning allra góðra manna í þínum aðgerðum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.4.2010 kl. 07:03
Þakka þér Ómar.
Sigurður Haraldsson, 30.4.2010 kl. 11:25
Vóóó....ég sé að menn eru að fara langt-langt fram úr sér hérna. Þetta er að verða svolítil "Lúkasar-lykt" af þessu. Og það má best sjá á síðustu færslu, þar sem "Petrína" biðlar til síðuhafa að eyða ath.s. sem gæti kostað hana málaferli. En nú eru s.s. allir búnir að afrita þetta komment no: 23, svo við getum haldið áfram.
Eitt er það sem ég geri mér grein fyrir; að það eru tvær hliðar á öllum málum.
Dexter Morgan, 30.4.2010 kl. 15:22
Nei, sorry, það er búið að eyða síðustu færslu og líka no 23. Svo ef þið viljið vita hvað stóð í færslu no: 23, þá verðið þið að biðja mig um að senda það komment beint á ykkur....svona til að halda samhenginu í þessu máli
Dexter Morgan, 30.4.2010 kl. 15:25
Eru allri búnir að missa áhuga á þessu máli ?
Lúkas (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 16:07
Dexter, þegiðu.
Lúkas, þetta mál er í gerjun, líkt og kvikuóróinn sem var aðfari eldgosanna yfir Eyjafjöllum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.4.2010 kl. 16:50
ÞEGIÐU ! Eru þetta rökinn til að fá fólk til að tjá sig á annan hátt en þér þóknast.
Þú verður bara að fyrirgefa, ég er bara einn af þeim sem ekki sætta mig við einhverjar "sértækar" aðgerði til hana einum eða öðrum hópunn, eins og nú er að vera að kynna með þá sem tóku bílaláninn. Eða þá sem keyptu sér feitt í Sparisjóðnum á Hvammstanga, eins og bændum sem offjárfestu. Ekkert af þessu leystir hin raunverulega vanda tugþúsunda heimila í landinu sem gerðu það eitt að kaupa sér þak undir höfuðið á íslensku verðtryggðu láni, ungt fólk með fyrstu íbúð ættu að vera í forgangshópi, ekki einhverjir sem kaupa sér bíla í einhverjum flottræfilshætti.
Dexter Morgan, 1.5.2010 kl. 01:11
Dexter.
Þegar þú talar eins og maður, þá máttu tala eins og maður hér á þessu bloggi. Þegar þú leikur fífl, þá er ég ekki fóstra sem heldur úti bloggi á leikskóla.
Þitt er valið.
Hefðir þú haft það vit sem þú sýnir núna, þegar þú hættir að þykjast vera fífl, þá ertu ágætur.
Þess vegna legg ég til að þú byrjir upp á nýtt á morgun.
Það er alltaf til annað tækifæri í lífinu.
Svo er líka til fullt af bloggum þar sem fólk elskar bjána. Ég geri það líka, en ekki fífl.
Það er diffinn.
Kveðja að austan.
PS. Mér geðjast ekki af þeim bjánaskap sem fyrsta innslag þitt sýndi.
Ómar Geirsson, 1.5.2010 kl. 01:34
Fyrsta innleggið mitt snéri bara að því að benda á "Lúkarar-heilkennið", eins og sýndi sig og sannaði í færslu no: 23, sem þegar hefur verið eytt. Þú ættir að vera að böggast út í "Petrínu" sem skrifaði þá færslu, en ekki mig, sem benti bara á hana. En það er svo sem gamall og góður siður á Íslandi; að skjóta sendiboðan !
Over and out
Dexter Morgan, 1.5.2010 kl. 12:40
Blessaður Dexter.
Mér er gott sama þó fólk komi með aulahúmor og leiðindi inn á bloggið mitt, ef það beinist að mér.
Fyndni þín beindist að öðrum og það líkaði mér ekki.
Það er misjafnt hvernig fólk upplifir þessa kreppu, hjá sumum er hún uppspretta endalausra hótfyndni og yfirlætis gagnvart fórnarlömbum hennar. Einhver svona "þið hefðuð átt að vita betur, eins og ég" eða "þið getið sjálfum ykkur um kennt".
Aðrir upplifa hörmungar og sára neyð. Og örvæntingu. Og reiði.
Þeir sem upplifa slíkt, þeir skrifa stundum svona eins og Petrína gerði, og það að ærnu tilefni. Ég skil það mæta vel, ég skrifa um hagskrípi í hvert skipti sem mér verður á að hlusta á Guðmund Ólafsson hagfræðing, og hælnagara, í morgunútvarpinu. Betur get ég ekki tjáð fyrirlitningu mína á manni sem fór fremstur i flokki þeirra sem þögguðu niður málefnalega gagnrýni á forsendum útrásinnar og þess að auðmenn væru að kaupa upp Ísland, með skuldum. Fyrirlitningin er algjör þegar ég síðan þarf að hlusta á hælbítinn beita hótfyndni sinni á alla skynsamlega umræðu um hvernig hægt sé að bjarga almenningi þessa lands úr klóm auðskrípa og leppa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Það er þannig Dexter að fólk geti haft tilfinningar gagnvart ómennum og illþýði.
En stundum er eitthvað sagt í hita leiksins, og fólk iðrast þess eftir á. Þess vegna bað Petrína mig að þurrka út færslu nr. 23. Það þarf sérstakt hugarfar til að vekja athygli á því, og snúa því á verri veg. Ég lít þannig á að betra er að blása hér, en mæta og brjóta rúður hjá einhverjum gerendum.
Og þar set ég mörkin, og bendi fólki á að ég er ekki hnefamaður, en ég beiti orðum þannig að það svíði undan. Veit það því annars mættu ekki reglulega auðuppklappara og hneyksluðust.
Og ég skammast mín ekkert fyrir það. Ef lífsskoðanir mínar væru ekki á móti ofbeldi og átökum, þá væri ég fyrir löngu búinn að leggja til að helstu hýenur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væru skotnar á færi.
Menn sem leggja til illvirki og illdáðir gagnvart samborgurum sínum, eru ekki menn í mínum huga.
Þeir eru ómenni.
Þá veist þú það Dexter, af hverju ég lét innslag Petrínu standa þar til hún bað sjálf um að það væri fjarlægt, og vonandi veist þú núna líka af hverju ég sagði þér að þegja. Hefðir þú mætt inn með þau sjónarmið og þá tilraun að tjá þau á málefnalegan hátt eins og þú gerðir í móðgunarsvari þínu í nótt, strax í upphafi, þá hefðir þú fengið málefnalegt svar mitt á móti.
Mundu að sá veldur sem heldur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.5.2010 kl. 13:36
Dexter Morgan hver ertu? Hvað vilt þú? Ertu ánægður með það sem er að gerast? Vertu maður með meiri og opnaðu blogg þitt svo hægt sé að tala við þig Það sem ég hef gert fyrir hrun og síðan eftir hrun er að ná fram réttlæti en það sem réttlæti er ekki í kortum stjórnenda kerfisins þá er baráttan baráttan Davíð við Golíat þannig upplifi ég það sem við stöndum frami fyrir. Bóndinn svaraði mér svo og ritari Birnu en Birna sjálf nei það gerir hún ekki og það er hægt að merkja eina einfalda ástæðu fyrir því hún er ekki í sambandi við almenning í þessu landi og meðan svo er þá eigum við ekki von á góðu Þannig hef ég upplifað nálgun mína við yfir valdið sem öllu stjórnar það felur sig bak við gler og rafræna lása og virkar skít hrætt við okkur segir það ekki meira en þúsund orð?
Þar sem æðstu stjórnendur ætla ekki að ná tengingu við okkur er fátt annað í stöðunni en brjóta sér leið að þeim það er mjög leitt að þurfa að upplifa þessháttar tíma en hvað er til ráða ef þú Dexter getur bent á aðrar leiðir þá gerðu það! Takk fyrir mig
Sigurður Haraldsson, 2.5.2010 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.