28.4.2010 | 21:51
Allir flokkar eiga hæft fólk
Þórunn Sveinbjarnardóttir er ein af þeim. Rökföst en ætíð málefnaleg. Og kanna að hlusta.
Eina skýring þess að hún hefur ekki náð æðstu metorðum er að hún tók aldrei þátt í typpaslag prófkjöranna. Og í þjóðfélagi sýndarmennskunnar, þessu sem féll haustið 2008, þá fengu þeir metorðin sem voru duglegastir að selja sig.
Þannig var það bara, og núna kemur það þeim í koll sem höfðu ekki siðferði til að andæfa gegn tíðarandanum.
En þeir sem kasta grjótum núna, eru dálítið þeir sem töldu þá mestu forystumennina sem göspruðu mest um ekki neitt. Og eru svo hissa að þeir uppskera eins og þeir sáðu.
Þjóðfélagið á enga von nema við breytum okkur og tökum málefnalega umræðu fram yfir gasprið og lýðskrumið. Eða sjófið og sýndarmennskuna.
Daginn sem við áttum okkur á því, þá mun fólk eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir ná æðstu metorðum.
Í dag er hún langhæfasta manneskjan í röðum Samfylkingarinnar til að leiða ríkisstjórn og grátlegt að flokkurinn skyldi ekki hafa þekkt sinn vitjunartíma þegar Ingibjörg Sólrún hætti.
Ástandið í dag væri um margt betra ef ómerkileg typpapólitík hefði ekki ráðið valinu á eftirmanni Ingibjargar. Strákarnir völdu þann einstakling sem þeir vissu að yrði ekki lengi i embætti, sökum aldurs. Það hvarflaði ekki að þeim að veita hæfri konu brautargengi til æðstu metorða.
Flestir vita að typpi eru til að pissa með, en metorðasjúkir strákar halda að það sé hugsunarlíffæri.
Að útrýma þeim misskilningi er eitt af forgangsverkefnum Nýja Íslands ef hér á að vera lífvænlegt í framtíðinni.
Það er til hæft fólk í öllum flokkum.
Það er okkar að sjá til þess að það fái að blómstra.
Kveðja að austan.
Þórunn þingflokksformaður Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í flokkapólitík fer hæfa fólkið þegar að það gerir sér grein fyrri því að Sið-blindraheimilið (Alþingi) er bara súpupottur sem menn vilja komast að til að krækja sér í bita.
Hæft fólk leytast nefnileg til við að breyta hlutunum eð það er bara eitthvað sem flokkar nota í kosningabara´ttu en annars til að segja brandara.
Óskar Guðmundsson, 29.4.2010 kl. 10:58
Blessaður Óskar.
Þú ert harðskeyttur við þingmenn okkar. Og það með réttu, eitt var að láta auðmenn ræna landið, annað er að sýna ekki manndóm og gera það sem þarf að gera til að samfélagið nái sér aftur á strik.
Í raun er kannski engin gagnrýni nógu hörð miðað við þann glæp að láta samfélagið gliðna án þess að reyna nokkuð til að hindra það. Fólki, sem starfa í skjóli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við að eyðileggja þjóð okkar, á ekki að hlífa.
En á öllu eru margar hliðar, og ef gagnrýni á ekki bara að vera gagnrýni, heldur tæki til að breyta einhverju til betri vegar, þá verða menn líka að njóta sannmælis. Allflestir sem eru á þingi, eru bara venjulegt fólk, sem á sinn hátt vill vel, eins og við flest viljum inn við beinið. Og þrátt fyrir allt hefur tekist að byggja hér upp þokkalegt þjóðfélag. Hvort að hæfasta fólkið er á þingi, það er annað mál.
Og ef svo er ekki, þá er mjög einföld ástæða fyrir því. Og hún er við, og þá meina ég við í merkingunni almenningur. Það erum við sem ákveðum á hverja við hlustum, og á hvaða málflutning við tökum mark á. Þess vegna er undirtónn allra pistla minna hugmyndafræðilegur, ég tala fyrir nýrri hugsun, nýjum viðmiðum.
Slíkt er alltaf nauðsynlegt á krepputímum, spurningin er bara hvort við viljum breytingar á friðsamlegan hátt, eða með ófriði. Víða á bloggi mínu hef ég bent á að tími átakalausna sé liðinn, og það fari hver að vera síðastur að átta sig á því. Annars muni raunveruleikinn bíta í skottið á okkur, drápsgetan er komin á það stig að við leysum ekki lengur ágreining okkar með átökum.
Sjálf dýpstu rök tilverunnar mæla með nýrri hugsun, nýjum viðmiðum.
Og þó ég sé vígamaður, og vegi mann og annan á bloggi mínu, þá spái ég samt alltaf líka í því sem sameinar okkur og því sem við getum byggt á til að breyta því sem þarf að breyta.
Alþingi Íslendinga er staðreynd, fjórflokkurinn er staðreynd. Ef þeir sem ætla að breyta, ætla að valtra yfir þann stóra hóp Íslendinga sem styðja þetta kerfi og þá flokka sem standa að því, þá breyta þeir engu.
Fá vissulega útrás, en það er allt önnur saga.
Ég er ekki sammála því sem Samfylkingin stendur fyrir í dag, og styð ekki þann flokk. Það er öllum ljóst sem hafa lesið blogg mitt. En sem Íslendingur hef ég áhuga á að flokkinn leiði gott fólk, sem og hina flokkana líka. Bara það eitt gerir allt svo miklu skárra og allar breytingar auðveldari.
Þórunn Sveinbjarnardóttir er góð manneskja, óspillt og á ekkert annað en gott umtal skilið. Þetta eru svona bar almennar staðreyndir.
En það breytir því ekki að ég tæki það ekki nærri mér þó flokkur hennar myndi fá innan við 5% fylgi í næstu kosningum. Það er mín skoðun að slíkt væri bæði gott og hollt fyrir þjóðina og Samfylkinguna.
Þar held ég að við séum á sama máli Óskar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.