Ef einhverjir eiga heima í grjótinu, þá eru það hugmyndafræðingar útrásinnar.

 

Og póstfang þeirra er Háskóli Íslands, 101 Reykjavík.

Þeirra fræðilegi þungi kaffærði allar gagnrýnisraddir.

Og líkt og hermangarar Frakklands forðum (sjá eftirminnilega senu í Band of Brothers), þá eru þeir fremstir í flokki þeirra sem gagnrýna hina föllnu menn.  

Að Háskóli Íslands skuli fjalla um skýrsluna er jafn hlálegt og þegar flokksþing Sovétríkjanna hlustaði á ræðu Krushchev um glæpi Stalíns tímabilsins, og skellti síðan skuldinni á einstaklinga, í stað þess kerfis sem skóp þá. 

Útrásarvíkingar okkar spruttu ekki upp úr tómarúmi.  Höfum það á hreinu.

Og það er ekki tilviljun að helstu hugmyndafræðingar ICEsave skattsins eru starfsmenn Háskóla Íslands, auk nokkurra skrípa við Bifröst og Háskólanum á Akureyri.  Guðfaðirinn hættir ekki að skipuleggja glæpi þó eitt bankarán mistakist.

Og það er i anda þessa manna að tala um glæpi fortíðar, á meðan nýir ræningjar eru á fullu að ræna því sem eftir er.

Háskóli Íslands talar ekki um rán verð og gengistryggingar.  Háskóli Íslands styður IcEsave þjófnað breta.  Háskóli Íslands (fyrir utan Ragnar Árnason) styður helstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gegn íslenska velferðarkerfinu.,

 

Háskóli Íslands er siðferðilega gjaldþrota stofnun.

Og kann ekki að skammast sín.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Aðrir ráðherrar ekki sloppnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert óeðlilegt við að háskólasamfélagið skuli fjalla um birtingamyndir hrunsins.  Hafa ber í huga að einstaklingarnir eru margir sem þar vinna og skoðanir skiptar og því síður öllum að skapi.  En það breytir engu um það að háskólinn (hvaða nafni sem hann nefnist) er kjörinn vettvangur til rökræðu um eftirköst skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 17:52

2 identicon

Leggjum af æðri menntun á Íslandi! Allir aftur í fisk og sauðfjárbúskap! Með því verður tryggt að það verði aldrei aftur bankahrun með þeim skelfilegu blóðsúthellingum og þjáningum sem við þekkjum. Eins og allir vita var hrun fjármálakerfisins STÆRSTA ÁFALL ÍSLANDSSÖGUNNAR!

Alþýðumaður (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 18:20

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður H.T.

Ég skal játa það er engin sanngirni í pistli mínum þar sem hann litast af djúpstæðri fyrirlitningu minni á almennum stuðningi háskólasamfélagsins við ICEsave kúgun breta.  

Hef aldrei talið þjófsnauta hafa rétt að gagnrýna aðra þjófa.

En það sem þú segir er svo sem rétt eins langt og það nær, ef sú umræða er á faglegum nótum og án þess pólitíska tilgangs.  Og ef svo væri þá kæmi ekki svona frétt með tilvísun í hugsanleg afglöp annarra.  Slíkt er alltaf glerhúsagrjótkast þar til menn hafa gert upp sína eigin sekt. 

Og háskólasamfélagið er mjög sekt, þó fullmikið sé lagt í fullyrðingu mína um að það sé guðfaðir útrásinnar.  Og háskólasamfélagið þarf að gera upp sinn hlut í glæpnum áður en það tekur fyrir aðrar stofnanir þjóðfélagsins, og aðra gerendur hrunsins.

Sem dæmi um grundvallarspurningu sem það þarf að svara er af hverju Hagfræðideildin var keypt áróðursmiðstöð auðjöfra og stórfyrirtækja.  

Önnur grundvallarspurning er af hverju það tók ekki undir orðræðu mætra manna eins og Páls Skúlasonar sem benti á að ekkert réttlæti væri í samfélagi þar sem örfáir menn kæmust upp með að kaupa upp helstu fyrirtæki þjóðarinnar og fella þau inn í auðsamsteypur sínar.  Sagnfræðideildin ætti allavega að vita hvað gerðist í Róm þegar örfáir menn voru búnir að sölsa undir sig meginhlutann af öllu jarðnæðinu og allur þorri almennings voru öreigar.

Menn sem gátu ekki bent á hættuna þegar hún blasti við öllu hugsandi fólki eru ekki menn til að dæma aðra, eftir á.

Þeir þurfa fyrst að læra að hugsa, og tjá hugsanir sínar, en apa ekki umhugsunarlaust eftir almannarómi þeirra sem með völdin hafa.

Væri vottur af hugsun í háskólasamfélaginu, þá kæmust núverandi stjórnvöld ekki upp með að skuldsetja ríkissjóð það mikið að um 60% af tekjum hans fari í afborganir og vexti.

"Maður líttu þér nær" sagði einhver og það á vel við núna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.4.2010 kl. 20:18

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður alþýðumaður. 

Langt ert þú kominn frá uppruna þínum fyrst svona hótfyndni þrífst í huga þínum.

Grunnur hennar á rætur í þeim hugsunarhætti sem spænskur munkur á 16. öld lýsti svo ágætlega þegar hann lýsti skepnuskap Azteka.  Hann spurði einn af prestum þeirra til hvers öll þessi manndráp hefðu verið, hvort hann iðraðist einskis?  "Ég, ég vann við að sólin kæmi upp á morgnanna" svaraði prestur, "þið ættuð að þakka okkur í stað þess að ofsækja okkur."  En honum var svarfátt þegar munkurinn spurði að bragði af hverju sólin héldi áfram að koma upp á hverjum degi, þrátt fyrir að Spánverjar hefðu stöðvað fórnardrápin.

Svipuð hugsun hrjáir þig alþýðumaður góður, þú heldur að hagsæld byggist á ránum og blóðfórnum saklaus almennings.  En sem alþýðumaður átt þú að vita að hagsæld byggist á menntun og verkþekkingu.

Vona þín vegna að þú finnir aftur rætur þínar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.4.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 338
  • Sl. viku: 1570
  • Frá upphafi: 1321462

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1336
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband