Smán félagshyggjunnar er algjör.

 

Ísland er fljótandi matarbúr, en við látum fólk standa í biðröðum fyrir utan súpueldhús.

 

Á Íslandi er ofgnótt húsnæðis, samt berum við fólk út í hrönnum svo dindlar kerfisins geti keypt þau á hálfvirði.  

Hamfarirnar í dag eru af mannavöldum.  Og fórnarlömb þeirra eru jafn saklaus og fórnarlömb Eyjafjallsjökuls.  

En þegar náttúran níðist á fólki, þá hjálpum við.  Ennþá hefur siðleysið ekki náð slíkum heljartökum á ríkisstjórn okkar að hún daufheyrist við neyðarópum fólks á miðju eldfjallasvæðinu.  

Þegar auðmenn rændu þjóðina, og skildu skuldir sínar eftir hjá barnafjölskyldum landsins, þá brugðust stjórnvöld.  Þau afhjúpuð eðli ómennsku og siðblindu.  

Þau slógu skjaldborg um fjármagnseigendur og auðmenn, en létu almenning einan um þjáningar sínar.  Þau treystu á mátt súpueldhúsanna.

Í dag stjórnar fólk sem sat dolfallið yfir Kastljósviðtalinu við Friedman og meðtók þann boðskap að þegar Kristur sagði að þú ætti að gæta náungans þíns, að þá ætti hann við náð og miskunn betri borgaranna, sem gæfu til súpueldhúsa.  Enda þrautreynd aðferð frá Bandaríkjum Norður Ameríku.  

Þessir vesalingar, sem kalla sig ríkisstjórn Íslands, neita fórnarlömbum fjármálahamfaranna um þá hjálp sem þeir eiga rétt á.  Þeir vita eins og er að hjálparstofnanir og góðgerðasamtök munu redda því að ekki verði mannfellir. 

Eftir stendur spurningin, hver kaus þetta aumkunarverða fólk yfir okkur????

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Hjálparbeiðnir hafa fimmfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að játa að ég er ein af kjósendum VG úr síðustu kosningum. Dauðsé eftir atkvæðinu og er sammála öllu sem þú segir í pistlinum. Þessi ríkisstjórn hefur brugðist og eiginlega miklu meira en hinar fyrri því nú er mikilvægara en áður að hugsa vel um fólkið í landinu. Það eru nefnilega svo margir sem geta ekki séð um sig sjálfir núna. Vonandi fer þessi ríkisstjórn frá sem fyrst. Ég veit um alltof marga sem eru sammála okkur þar.

Dagga (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 15:57

2 identicon

Ég get ekki verið meira sammála!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 16:42

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Munurinn nú er að það er Nornin en ekki Daó og Nágrímur en ekki Halldór.

Má vera að það eina sem hafi breyst annað er að fleira hefur verið bannað og allt hækkar, þ.á.m. verðbólgan sem á í raun ekki að geta hækkað þar sem engin viðskipti eru með krónu.

Svo á að setja 350 millur til að fá túrista hingað, frekar en að taka af heimskulega skattlagningu á flugfarþega, lækka eldsneytisverð og sprúttið líka.

Túristum er nokk sama um alla hættu ef að þeir komast í gott ódýrt sprútt.

Nágrímur er þekktur fyrir að hafa rangt fyrir sér. Hvað sagði hann ekki á móti bjórnum á sínum tíma (já hann er í raun búinn að vera svona lengi á þingi).

Óskar Guðmundsson, 28.4.2010 kl. 16:56

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Ég er líka einn af þeim sem tók ofan fyrir Steingrími Joð eftir Hrunið, fannst hann bera af.

En hann naut trúnaðar aðeins í eina mínútu, hann þagði á fyrsta blaðamannafundi bráðabirgðastjórnarinnar þegar Jóhanna tilkynnti að stjórnin myndi ekki í einu atriði kvika frá stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.   Til hvers var verið að skipta um flokk í stjórn, ef stefnan breyttist ekkert????

Og hvað var að stefnunni???  Jú, maður að nafni Steingrímur J. Sigfússon hélt margar ræður um skaðsemi hennar á Alþingi, og skrifaði margar greinar gegn henni.

Og gagnrýni hans varð ekki röng þó hann kæmist í stjórn, það varð hann sem varð rangindum að bráð.

En því miður sáu ekki allir í gegnum falsið fyrir kosningar, því fór sem fór.

Og Óskar, ég er sammála, eitt er að leyfa efnahagnum að hrynja, en að hækka Whiskíið í kreppunni, það er ófyrirgefanlegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.4.2010 kl. 17:27

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Og fórnarlömb þeirra eru jafn saklaus og fórnarlömb Eyjafjallsjökuls. "

 Það getur vel verið, í sumum tilvikum, en mörg þessara "fórnarlamba" geta sannarlega sjálfum sér um kennt. Ég bý erlendis en kom í heimsókn til Íslands árið 2007. Þar sá ég margt skrýtið, fólk virtist vera í kappi við að eyða peningum og annar hver maður átti 10 til 20 milljón króna jeppling. Þar að auki hafði fólk sprengt upp verð á húsnæði svo mikið, já, venjulegt fólk með því að keppa hvert við annað, að mér datt ekki í hug að festa sjálfur kaup á fasteign hér.

Ég tek undir að mikil spiling og mikil svik hafa farið fram en það má ekki gleyma því að vel flestur sem setja í súpunni gera það vegna þess að þeir tóku þátt í þessum leik og bera þar með hluta af ábyrgðinni. Það var enginn sem neyddi neinn til að kaupa Porsche jeppling og enginn var píndur til að kaupa húsnæði á yfirverði.

Hörður Þórðarson, 28.4.2010 kl. 18:27

6 identicon

Vont er þegar menn með sterk nöfn eins og Hörður falla í flatskjáagryfjuna sem att er að þeim sem varla nenna að kynna sér staðreyndir.

Almenningur sprengdi upp húsnæðisverðið í dýrslegri samkeppni sín á milli, annar hver maður á 10-20 milljóna kr bíl, fólk keppti í peningaeyðslu...segir þú Hörður.

Ég tel, nei ég fullyrði, að Þú hafir komið til Íslands 2007 uppfullur af ranghugmyndum um lífstíl landans, dregið hrátt upp úr séð og heyrt og jafnvel upplifað öfund, er það ekki ?

Ég hef lagt nokkur ár að baki og ýmsu kynnst. Sem sjómaður þá bjó ég í efri millistéttar hverfi með félagslegar rætur í neðri millistétt. Nánast allt það fólk sem ég mætti á minni göngu(ca 10% undanskilið)fjárfesti ekki ofar getu og enginn...ENGINN átti 10-20 milljóna kr fararskjóta, ekki einu sinni þeir sem áttu flottustu einbýlishúsin !!

Upplýsingar þínar, Hörður, eru vafalaust fengnar frá vafasömum heimildum líklega talsmönnum útrásarvíkinga eða núverandi stjórnvalda!

Frá hvaða landi heimsækir þú Ísland Hörður ??

Er það kannski Danmörk þar sem 50% húsnæðiseigenda undir 35 ára er tæknilega gjaldþrota (skulda meira en þeir eiga). Þessir ungu Danir eiga eflaust gott lýsingarorð í þínum málforða, en ef borið er saman við Íslendinga, þá lentu hinir ungu Danir aðeins í auknu atvinnuleysi.

Þeir lentu ekki í skattheimtu dauðans toppaða með 60% falls gjaldmiðilsins með tilheyrandi verðbólgu.

Í hvaða mengi vilt þú setja þessa Dani, Hörður ??

Er það 20 milljóna bílafólkið eða atvinnumenn í peningaeyðslu ??

Það er góð regla að kynna sér rót aðstæðna áður en dæma skal þá sem upplifa þær og lifa með þeim ! !

Þar teljast séð og heyrt eða  gylfi magnússon vafasamar heimildir !!

runar (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 20:27

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagar hér að ofan.

Hörður, ef þú átt svar við rökfærslu runars, þá máttu alveg koma með hana.

Hef engu við hana að bæta.

Kveðja að austan.

Jú, annars, jafnvel þó allt þetta væri satt og rétt sem þú slærð fram, þá á samt  að aðstoða fólk í þrengingum þess.  Það er ekki okkar að dæma, það er okkar að hjálpa.

Það heitir mannúð og mennska.

Kveðja aftur að austan.

Ómar Geirsson, 28.4.2010 kl. 20:31

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Ég tel, nei ég fullyrði, að Þú hafir komið til Íslands 2007 uppfullur af ranghugmyndum um lífstíl landans, dregið hrátt upp úr séð og heyrt og jafnvel upplifað öfund, er það ekki ?"

Það er rétt fullyrðing. Ég var fullur af ranghugmyndum, ég gerði mér enga grein fyrir því hversu djúpt landinn var sokkinn í græðgi og fjámálasukk fyrr en ég sá það með eigin augum.  Ég flutti frá Íslandi árið 2002 og vissi ekki til þess að mikið hefði breytst. Þegar ég kom til landsins sá ég hins vegar að fólk lifði eins og olíubarónar og búið var að sprengja upp verð á húnsæði fram úr öllu hófi.

Í minni færslu vildi ég einfaldlega benda á að margir geta sjálfum sér um kennt. Varla ert þú eða Ómar í nokkrum vafa um það? Ég þekki sjálfur fólk sem hefur farið mjög illa út úr þessari kreppu og á sjálft mikla sök á því hvernig fór. Ég hef samt mikla samúð með þeim og tel að það verði að hjálpa því að ná sér á strik aftur. Hins vegar er ég alveg sammál því að sumir eru sannarlega saklaus fórnarlömb og ég get vel skilið þá beiskju sem kemur fram í þínum orðum.

Kjarni málsins er sá að margir fóru illa að ráði sínu, ekki bara forstjórar og úrásarvíkingar, heldur Jónar og Gunnur sem tóku lán til að braska með eða kaupa óþarfa. Það verða allir að draga lærdóm af þessu og taka á sig þá ábyrgð sem þeim ber. Ef ekki, þá erum við dæmd til að endurtaka þessi mistök og ég trú því ekki að neinn vilji það.

$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$ 

Ég veit ekki hvað þessir Danir koma málinu við, ég hef lítið kynnst því landi og hef engan sérstakan áhuga á því...

Hörður Þórðarson, 28.4.2010 kl. 21:56

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Hörður, fólk er fólk, mannlegt, enda er annað orð yfir fólk, manneskjur.

Þeir sem eiga í skuldavanda eru þverskurður af samfélaginu, allflestir samt vegna bíla og húsnæðislána.  Þetta eru ljóshærðir og rauðhærðir, gráeygðir og bláeygðir, og misgáfaðir eins og við erum öll.

Margir voru í basli með sínar skuldir, margir hefðu lent í basli þó ástandið hefði haldist normal.  En kjarni kerfisins er sá að menn fengu lán miðað við ákveðnar forsendur, og greiðslumat var viðtekin venja.  Sá lífsstíll sem þú lýsir, og sú geðveiki sem hér var orðin, stafaði fyrst og fremst af hinum mikla kaupmætti sem fylgdi hágenginu og "uppganginum".

Þannig var ástandið, Íslandi var illa stjórnað, óháð því hvað blessaðir útrásarvíkingarnir gerðu.  En þú þarft að vera mikill siðapostuli til að fara fram á sparnað og dyggðir þegar fólk upplifir góðæri.  Ef þú getur sýnt þá dyggð sjálfur, þá er það vel, og gæti orðið öðrum fordæmi.  

En þú hefur engan rétt að dæma aðra.

Varðandi þá klausu sem þú vitnaðir í úr máli mínu þá kemur orðræða þín um sukk og sekt innihaldi hennar ekkert við.  Hrunskýrslan er búinn að sanna að fjármálahamfarirnar voru af mannavöldum, og stjórnvöld gerðu ekkert til að hindra þau mannannaverk.  Þess vegna er almenningur saklaus fórnarlömb, hann treysti þessu fólki, og það brást skyldum sínum.  Síðan má endalaust deila um synd eða sekt einstaklinganna, en hvorki ég eða þú höfum skírteini upp á að við séum hæfir til þess.  

Teljir þú eitthvað af breytni fólks, þá sýnir þú aðra breytni en mikið máttu vita um aðstæður annarra til að þú getir sett þig í dómarasæti, og dæmt rétt.

Þeir sem lenda í náttúrhamförum eru saklausir sem slíkir, en innan um geta verið þrælsekir andskotar.  Sukkarar og svíðingar, letihaugar og nöldrarar.  Og skuldir þeirra geta allar verið vegna óreiðuháttsemi eða fjármálasukks.  

En ætlar þú að dæma um það????????  Hver gefur þér þann rétt þegar þú mætir á hamfarasvæði að þú takir til og dragir fólk i dilka???? 

Það er eðli mennskunnar að sýna fólki á hamfarasvæðum samkennd, óháð aðstæðum þess og þess lífs sem það hefur lifað.  Það eina sem þú veist er að um þverskurð mannlegs samfélags er að ræða.

"Sérhvert líf heimtar samhygð þína" sagði Bertol Brect í kvæðinu um Maríu Farrar. 

Þú ættir að lesa það kvæði Hörður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.4.2010 kl. 22:36

10 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Þú ættir að lesa það kvæði Hörður."

Lestu það sjálfur, og láttu fylgja með ámátlega fíólíntónlist. Þetta sjálfsvorkunar væl í þér og þínum líkum er til skammar. Þetta eru bara peningar. Sem betur fer hefur fólk á Íslandi ennþá í sig og á, og útlit er að svo verði um fyrirséða framtíð. Um það bil eitt barn í heiminum deyr úr vannæringu á 5 sekúndu fresti. Gerðu eitthvað til að bjarga þeim, frekar en að væla yfir því að bankinn hafi tekið Porsche jeppann.

http://en.wikipedia.org/wiki/Starvation

Hörður Þórðarson, 29.4.2010 kl. 01:43

11 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Hörður Þórðarson!Veistu hvað mér dettur í hug við að lesa bullið í þér! Tómur pappakassi,já þú ert nú meira flónið!og ættir að þeigja og skammast þín,og vera kjur í þessu sælu ríki sem þú býrð í. Þú ættir að upplifa atvinnuleisið og vonleisið sem af því hlíst,og að búa við handónýt stjórnvöld sem hugsa ekkert um þegna sína.Gera ekkert af viti og láta hlægja að sér um víða veröld.Fólk á Íslandi verkamanna bjálfar eins og ég,við erum að komast í þrot,og ég verð FJÚKANDI REIÐUR þegar svona bullustampar eins og þú eruð að reina að gera ykkur breiða á kostnað manna eins og hans Ómars hérna,sem berst með kjafti og klóm fyrir okkur lítilmagnana.

Þórarinn Baldursson, 29.4.2010 kl. 02:17

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Hörður, má sem sagt mæta og hirða af þér eigur þínar vegna þess að til er fólk sem sveltur.

Hefur þú ekki náð lengra í þroska en að telja að ekki megi böl bæta því til er annað verra??

Þér er vorkunn Hörður minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2010 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 1237
  • Frá upphafi: 1412791

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1087
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband