Sannleikurinn mótar framtíðina.

Ef eitthvað eitt skiptir höfuðmáli við farsæla endureins þjóðfélags okkar þá er það aðferðarfræði sannleiksnefndarinnar.  Í henni er lykillinn af árangri fólginn, en öllum ætti að vera ljós  árangursleysi "hefðbundnu" aðferðanna. 

Og aðferðarfræði hennar er versta ógn gamla kerfisins því svo mikil lögbrot voru framin, og þá líka á neðri stigum, og hjá aðilum eins og endurskoðendum og lögfræðingum.  Og gegn því að sleppa við ákæru þá myndi þetta fólk opna sig.  Og eina vörn "toppanna" er þá að stíga fram og segja satt.

Það að einhver segi satt er mesta ógn gamla kerfisins og myndi líklega koma í veg fyrir að það geti fjölfaldað sig athugasemdalaust eins og nú stefnir í.  En það er ákaflega erfitt fyrir talsmenn "spillingarinnar" að verjast þessari hugmynd, því hvernig er hægt að vera á móti "sannleikanum".

 

Eina vörn þeirra er að ýta undir "hefndartilfinninguna" og fórna nokkrum þegar föllnum mönnum.  Eitthvað sem gerendum Hrunsins hefur tekist mjög vel.  Þeir buðu uppá sirkus Landsdómsins og uppskáru frið sem þeir hafa nýtt til áframhaldandi myrkraverka.  

Fjárfestar og fjármagn eru ennþá guðir þessa lands og þegar þeir krefjast fórna, þá er fórnað.  Fólki, heimilum, sjúkrastofnunum, innviðum samfélagsins.  Aðeins andstaða almennings í ICEsave hafa haldið aftur af fórnunum.  Kerfið hefur ekki ennþá þorað að skuldfæra almenning í erlendum gjaldeyri fyrir froðukrónunum sem munu leita úr landi um leið og gjaldeyrishöftum verður aflétt.  

En það mun gerast, fljótlega og þá er líf skuldaþrælsins lokafórn þjóðarinnar. 

 

Aðeins sterk sameinuð andstaða mun ná að hindra þessi illu örlög okkar.

Andstaða sem gerir sér grein fyrir að ekkert er  mikilvægari en framtíðin.  Ekkert egó stærri en réttur barna okkar til mannsæmandi lífs. 

Fólk þarf að finna sér sinn vettvang þar sem það getur tjáð sig, um hvað því finnst, um hvað það telur að þurfti að gera.  Og athugað síðan hvort aðrir séu á svipaðri línu. 

Skoðanir sem þola ekki umræðu eða andstæð sjónarmið, eru ekki merkilegar skoðanir. Og sá sem á ekki til umburðarlyndi, hann á ekki til hugsjón, sýn hans er þá úr einhverjum öðru akri sprottin.

 

Það þarf forystumenn sem hafa hæfni til að sjá sameiginlega fleti, og fylkja fólki um sameiginleg markmið.   Markmiðið að vinna að betri heimi.  

Forystumenn sem átta sig á að vígaferli leiða aldrei til betri heims.

En hafa um leið þann styrk sem þarf til að berjast við kerfi ráns og siðleysis, þess siðleysis sem segir að allt sé rétt ef gróði hlýst af.

Og hafa siðferði til að þekkja muninn á réttu og röngu.

Og sannfæringu um að trú á lífið og hagfræði lífsins sé það eina sem geti bjargað manninum frá sjálfum sér.

 

Sé það til staðar þá mun allt hitt gerast af sjálfu sér.

Því það er galdur lífsins.

Kveðja að austan.

 

 


Kveðja að austan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 61
  • Sl. sólarhring: 608
  • Sl. viku: 5645
  • Frá upphafi: 1399584

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 4816
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband