30.3.2010 | 22:30
Hvað hefði Björn verið búinn að gera????????
Björn Bjarnason bendir réttilega á vanhæfni núverandi ríkisstjórnar, hún hefur ekki þingmeirihluta fyrir stefnu sinni.
Þó flestir Sjálfstæðismenn séu búnir að gleyma því, þá er núverandi stjórn að framfylgja í einu og öllu stefnu fyrri ríkisstjórnar, í því liggja hin söguleg svik og landráð VinstríGrænna.
Og ástæða þess að hún er óstarfhæf, er að ekki voru allir þingmenn VG tilbúnir að svíkja allt, æru sína, heiður og sæmd.
Þess vegna hefur ríkisstjórnin ekki náð ICEsave málinu i gegnum Alþingi.
Þess vegna á landið ennþá von, því bretar hindra afgreiðslu AGS lánanna, og þar með hindra lán Norðurlanda. Ef þessi lán væru í höfn, þá væri út um þessa þjóð.
Það lifir engin þjóð sem ætlar sér að nota 60% af tekjum ríkissjóði í að greiða vexti og vaxtavexti, auk afborganna. Fyrir utan að missa efnahagslegt sjálfstæði sitt og láta af hendi auðlindir sínar og almanna eigur, þá deyr hún innan frá því vel menntað fólk, sem er forsenda nútíma þjóðfélags, það sættir sig aldrei við þriðja flokks heilsugæslu og þriðja flokks skóla handa börnum sínum.
Vegna þess að heilsugæslan og menntakerfið mun ekki fá hæft fólk til starfa á þriðja flokks launum.
Vel menntað fólk er ekki í vandræðum að fá sér vinnu út í hinum stóra heimi.
Og hinir munu flýja skuldakreppuna.
Gæfa þjóðarinnar felst nefnilega í vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Hefði hún haft meirihluta fyrir óhæfuverkum sínum, þá værum við flest farin að pakka saman og yfirgefa landið.
Björn Bjarnason hafði ekki manndóm og kjark til að styðja sinn gamla formann í andstöðu hans við AGS stefnu Geirs Harde. Björn Bjarnason sat í ríkisstjórn sem gerði samning við andskotann um blóðfórnir þjóðarinnar til að þóknast erlendu græðgisauðvaldi.
Björn Bjarnason vitnar í Ragnar Árnason prófessor. Ragnar Árnason hefur gert meira en að vara við skatthækkunum, hann hefur bent á fáráð efnahagsáætlunar AGS. Og bent á að þjóðin ráði ekki við ICEsave.
Telur Björn Bjarnason að Ragnar hafi bara rétt fyrir sér með fáráð skattahækkana við þær aðstæður sem ríkja í hagkerfinu, en dómgreind hans sé út á túni þegar kemur að ICEsave og AGS. Og að nóbelsverðlaunahafar í hagfræði séu bjánar, þegar þeir vara við AGS/ICEsave skuldsetningunni. Og þeir menn með alþjóðlega reynslu í skuldavanda ríkja, sem benda okkur á óráð þess að skuldsetja þjóðina svona, að þeir séu líka út á túni í boltaleik með dómgreind sína og þekkingu.
Það er ekkert í málflutningi Björns Bjarnasonar sem bendir til þess að hann iðrist samkomulagsins við AGS, hans gagnrýni er öll á þeim nótum að stjórnin sé duglaus við að framfylgja óráðum sjóðsins.
Þess vegna spyr ég, hvað hefði ríkisstjórn með Birni Bjarnasyni innanborðs gert síðustu mánuðina???
Samið um ICEsave??? Á hvaða forsendum þá?????
Framfylgt óráðum AGS???? Með hvaða afleiðingum?????
Sá blaðamaður sem vitnar í skrif Björns Bjarnasonar, hann ætti kannski að spyrja Björn um hvað hann hefði gert. Og spurt hann hvort hann geri sér grein fyrir afleiðingum þess að styðja óráð AGS.
Annað er ómarktæk blaðamennska.
Svona 2007 eitthvað.
Kveðja að austan.
Segir ríkisstjórnina eiga að fara frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú kemur enn á óvart Ómar.
Eða er einfeldni mín loksins farin að koma mér á óvart?
Árni Gunnarsson, 30.3.2010 kl. 23:14
Blessaður Árni.
Gaman að sjá að þú skulir ennþá kíkja við.
En þú mátt ekki vera of djúpur fyrir mig, þú veist að ég einfaldur þorpari, lifandi fjarri alfaraleiðum út við ballarhaf, austar er ekki hægt að komast.
Sumt er einfaldlega of flókið fyrir minn skilning.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.3.2010 kl. 23:58
Einfaldur þorpari, segirðu, Ómar. Já, ég verð að taka undir með hrylling AGS. Og þó finnst mér merkilegt hvað menn hafa misjafnar skoðanir eða sjónarhorn á AGS. Skil það ekki.
Elle_, 31.3.2010 kl. 01:33
Já Elle, einfaldur þorpari, þó ekki villain.
Nógu margir hafa sagt mér það og ekki getur fjöldinn haft rangt fyrir sér. Vissulega ræ ég líka á djúpmiðum, en næ samt ekki Árna þegar hann ber fyrir sig einfeldni.
En hvað um það, það er ekki bæði sleppt og haldið, og núna þegar lokaatlaga bretavina er hafin, þá verður að krefja íhaldið um skýr svör.
Hvað vilja þeir, hvað eru þeir á móti.
Og núna, alveg rétt á eftir, ætla ég að setja saman örpistil um þessa lokaatlögu, sem mér sýnist að fari framhjá flestum. Verður settur saman ykkur heiðursfólki til íhugunar, engin ein samtök hafa verið þjóðinni mikilvægari en þið munið verða á næstu dögum og vikum.
Heyrumst Elle.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 31.3.2010 kl. 09:02
Verður settur saman ykkur heiðursfólki til íhugunar, engin ein samtök hafa verið þjóðinni mikilvægari en þið munið verða á næstu dögum og vikum.
Og það er líka Ómar nokkur Geirsson, mikill skæruliði og einfaldur þorpari, í samtökunum. Hann kannski man það ekki í svip.-_-
Elle_, 31.3.2010 kl. 11:20
Nei, Elle, gleyminn er ég ekki, þó annað mætti stundum halda.
En skæruliðinn er upphaf þessa bloggs, minn fyrsti pistill var skilgreining á honum. Ég er sko allur í forminu. Og skæruliðar velja sér vígi eftir því sem andstæðingurinn liggur við höggi, þeir mynda sjaldnast formlegan her. Og rekast því illa í samtökum.
Og það er óþarfi að gera það sem þið gerið svo vel, hugur minn stefnir á ný, áður óþekkt mið.
Mig langar til að verða afi, og fer því hver að verða síðastur að starta byltingarbloggi mínu.
En ég mæti í orrustur, ekki hafa áhyggjur af því, þær koma og þá munt þú heyra í mér á þessum vettvangi.
Pistill minn er kominn og ekki veit ég hvað margir fatta það strax sem ég er að lýsa, en vörnin stendur upp á ykkur. Sé ekki aðra sem hafa áhuga á henni.
En í upphafi skal endinn skoða, og hvorutveggja hefur alltaf verið kristaltært í mínum huga, til hvers ég er að þessum látum, að rífa kjaft á opinberum vettvangi er ekki eitthvað sem menn eins og ég gera að gamni sínu. Það þarf virkilega alvarlega hluti til að draga mig úr hýði mínu. Og öll mín skilningsvit sjá óveðursský við sjóndeildarhringinn, banvæn óveðursský.
Á vegferð minni eigum við samleið, ég held að þú viljir líka verða amma. ICEsave er aðeins einn angi sem þarf að hreinsa af hinum feyskna stofni Tregðunnar til að framtíð barna okkar sé tryggð.
Vertu þolinmóð Elle, hvort sem ég klára taflið, eða einhver annar, þá þarf að tefla það, og trúa því að við eigum von, von um framtíð, framtíð sem er lifandi venjulegu fólki.
Undan sumu verður ekki vikist.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2010 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.