30.3.2010 | 17:05
Segja fréttamenn Ruv af sér á morgunn.
Frægt er myndskeiðið af öskrandi krakka sem hrópaði fyrir utan Bessastaði; "Ólafur, hvað hefur þú gert þjóðinni".
Þetta var ekki úr farsa eftir Dario Fo, þetta var úr fréttatíma Ruv, kvöldið eftir synjun Ólafs á ICEsave ríkisábyrgðinni.
Og stúlkubarnið var fréttakona á Ruv, sem miður sín af geðshræringu eftir inntöku spunakokkteils Samfylkingarinnar, trúði því að núna myndi efnahagur landsins hrynja, landið enda í ruslflokk og allt myndi stöðvast.
Blessað barnið trúði því að 507 milljarðar í viðbótar ríkisskuld væru forsenda uppbyggingar Íslands.
En börn eru ekki sjálfráð gerða sinna, og fréttamanni Ruv var stýrt.
Þeir sem stýrðu henni ættu að segja af sér strax á morgun.
Lygavaðall þeirra hefur endanlega verð afhjúpaður.
Þetta kallast ábyrgð.
Kveðja að austan.
Telja líklegt að Icesave-samningar náist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 27
- Sl. sólarhring: 628
- Sl. viku: 5611
- Frá upphafi: 1399550
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 4784
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú segir nokkuð. Auðvitað ætti þetta að vera eðlilegt framhald, en það er nú jafn erfitt að spá um slíkt og veður á Vík. Það er allavega huggun harmi í að við erum alltaf að nálgast það betur hvar þessi 5% hans Þráins liggja.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2010 kl. 18:10
Blessaður Jón Steinar.
Það fer hver að verða síðastur fyrir kvikindisskapinn, svona fyrir páskahátíðina.
Fannst allt í lagi að minna á þennan flöt, því það eru jú fréttamenn sem kalla ákafast eftir afsögnum ef einhverjum verður á.
Nú er fréttaflutningur þeirra í um 3 mánuði búinn að vera hrein lygi, ef marka má þá Standard menn, svo hver er þá ábyrgðin???????
Það erum jú við sem borgum þessu vesæla fólki laun þess.
Nógu slæmt er að vilja skuldsetja þjóðina um 507 milljarða, annað er að nota lygi og blekkingar sem rök.
En eitt af einkennum vesæls fólks, er að það kann ekki að skammast sín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.3.2010 kl. 21:35
Fréttaflutningur RUV í Icesave hefur verið hrikalegur og gjörsamlega meðvirkur Icesave-stjórninni. Við höfum ekkert með vita ógagnrýna fréttamenn að gera. Og svo borgum við RUV nauðungarskatt i þokkabót fyrir að koma yfir okkur kol-ólöglegum þrælasamningi. Ómar, haltu þínu þráðbeina striki.
Elle_, 31.3.2010 kl. 01:41
Blessuð Elle.
Er reyndar að undirbúa breyttan kúrs, þið heiðursfólk sjáið um ICEsave slaginn.
Ætla að tæma hugann í dag með tveimur þremur greinum um óskabarnið okkar, ICEsave, og síðan er það byltingin Elle mín, það þarf einhver að hugsa um byltinguna. Ekki framkvæmir hún sig sjálf.
En rautt spjald á Ruv, þó fyrr hefði verið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2010 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.