25.3.2010 | 22:16
Já hann Gylfi, á hann er hlustað.
Það var einu sinni maður sem kom aftur og aftur til læknis, og kvartaði yfir því að hann væri að drepast. Og læknirinn gerði allskonar test sem sýndu öll fram á sama hlutinn, heilsa hins meinta sjúklings var að meðaltali mjög góð.
Samt kom sjúklingurinn alltaf aftur og aftur, oft á dag og kvartaði. Læknirinn missti loks þolinmæðina og sagði að það væri ekkert að honum, hann hefði athugað blóðið og það hefði öll skilgreind næringarefni, hann hefði gert krabbameinsrannsóknir, og jafnvel tekið Aids prufu.
"Hvert er málið" spurði læknirinn argur?????
"Ég veit það ekki" sagði sjúklingurinn sárþjáður, "ætli það hafi ekki eitthvað að gera með járnstöngina sem stakkst í gegnum mig í síðustu viku".
Doktor Gylfi var í Speglinum núna áðan og sagði frá mörgu merkilegu. Til dæmis að okkar vandi hefði fyrst og fremst falist í bólunni, og hve lengi hún var látin viðgangast. Segir ýmislegt um hið meinta vit hagfræðinga Seðlabankans, sem ýttu undir bóluna með hávaxtastefnu sinni.
En hann sagði lika frá hinum ýmsum testum sem hann og hans menn í viðskiptaráðuneytinu hefðu gert. Og öll komið mjög vel út, til dæmis skuldir ríkissjóðs, afgangur af viðskiptum, endurskipulagning bankakerfisins og nefnið bara testin. Þó minntist hann ekkert á Aids test, hefur sjálfsagt átt eftir að láta sína menn framkvæma slíkt próf á efnahagslífinu.
Niðurstaða Gylfa var að ef við tækjum aðeins 507 milljarða að láni hjá bretum, þá myndu allar dyr opnast og framtíðin yrði björt og falleg. Já og reyndar ætlaði hann að eyða 800 milljörðum AGS pakkans í að vernda krónuna, því hann teystir henni ekki til að lifa af daginn án slíkrar meðgjafar. Sjálfsagt hefur hann áhyggjur af hvort hún sé með Aids eða berkla fyrst hún þarf hálfa þjóðarframleiðslu til að lifa út árið.
En eins og í dæmisögu minni hér að framan, þá kvartar sjúklingurinn hástöfum.
Skyldi það hafa eitthvað með það að gera að Gylfi kaus algjörlega að skauta framhjá vanda einstaklinga og fyrirtækja.
Enginn heilvita maður segir að allt sé í himnalagi þegar allt að 40% heimila er með neikvæða eiginfjárstöðu og stór hluti ungs fólks er að kikna undan lánum sínum. Og það er ekki merki um heilbrigt efnahagslíf þar sem milli 60-70% fyrirtækja er tæknilega gjaldþrota.
Vandinn liggur í skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Því lengur sem það tekur stjórnvöld að sjúkdómsgreina sjúklinginn, því lengur tekur að lækna hann, ef það er þá ekki um seinan.
En þeir sem finna ekki vandann brenna á eigin skinni, þeir finna ekki til samkenndar með öðrum í neyð.
Og sá sem eru einu sinni siðlaus, hann vílar sér ekki við að kalla þá framtíð bjarta þar sem 60% ríkisútgjalda munu fyirsjáanlega fara í að greiða vexti og afborganir, ef þjóðinni tekst ekki að hindra ICEsave og AGS pakkann.
Þar sem slík Helstefna hefur verið reynd, þar kom til uppþota. Í Argentínu var AGS stjórnin hrakin frá völdum, í Rúmeníu var forsetinn skotinn.
Það vill enginn lifa sem skuldaþræll undir ánauð erlends auðmagns siðblindu og græðgi.
Það lifir enginn til lengdar með járnstöng í gegnum líkamann.
Lífsvonin felst í því að skipta um lækni, lífsvon þjóðarinnar er að hrekja menn eins og Gylfa Magnússon frá völdum.
Og það strax, áður en hengingaról AGS mun svipta okkur öllum lífsbjörgum.
Leiðréttum skuldirnar í anda Hagsmunasamtaka Heimilanna, nýtum færustu sérfræðinga, eins og Jón Daníelsson og Michael Hudson til að setja nýjan kúrs, og þá mun framtíðin verða björt.
Björt fyrir alla en þá sem kunna ekki annað en að fífla krónu og þjóð og skilja síðan skuldir sínar eftir hjá þjóðinni. Þeir munu upplifa nýja tíma þar sem fjármagn og velmegun kemur úr verðmætasköpun, ekki skuldasöfnun og braski.
En who kers.
Kveðja að austan.
Gylfi: Þurfum traustari grunn en krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 1652
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1472
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
507 milljarðarnir, Ómar, voru bara nauðungarskuld, nýlenduskattur, þrælaskattur, sem Icesave-stjórnin vill endilega skulda fyrir ekkert. Ekkert alvörulán kemur inn, enginn peningur kemur frá handrukkurunum. Við eigum sko bara að skula þeim 500 - 1,000 milljarða bara af því þeir heimta að fá að handrukka okkur fyrir ekkert. Icesave sem kemur ekki breska, hollenska eða íslenska ríkinu neitt við. Og ísl. leppstjórnin lætur lífið við að koma þessum hryllingi yfir okkur fyrir mafíu.
Elle_, 25.3.2010 kl. 23:41
Vonandi lætur leppstjórnin sitt pólitíska líf,áður en til þess kemur.
Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2010 kl. 00:25
Þessi fyrrverandi "óháði" þingmaður er ekki lengur óháður. Hann virðist hafa misst vitið þegar hann fékk ráðherrastól, eins og margir aðrir ráðherrar í sitjandi stjórn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.3.2010 kl. 01:57
Takk fyrir innlitið félagar.
Málið er það eins og ég var að reyna að segja, að Gylfi og félagar, horfa ekki á hinn raunverulega vanda.
Og það að tala til dæmis um skuldir ríkissjóðs, að þær séu þrátt fyrir allt ekki svo miklar, en á sama tíma hafa allt þjóðfélagið í sárum út af skuldaáþján, það er þvílík firring að ekki hefur annað sést.
Og aumingja stjórnandi Spegilsins, að taka þátt í þessum skrípaleik. Og raunar eiginlega allt Alþingin. Allt alvörufólk talar ekki um neitt annað á þingi (svona fyrir utan ICEsave og AGS) fyrr en raunhæf hjálp hefur borist. Annað er hjóm.
Og já Elle, 507 milljarðarnir eru ekki skuld, en Gylfi vill samt taka þá að láni, og þar með gera þá að skuld. Ekki til að hjálpa samlöndum sínum í neyð, heldur til að gefa ólöglega breska ríkiskassanum þennan pening, svo allir verði vinir.
Hvað skyldi Gylfi segja ef ég tæki lán út á húsið hans, og gæfi Geira í Goldfinger það vegna fyrirhugaðar tekjumissis?????
Skömm þessa fólks er mikil.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.3.2010 kl. 06:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.