Hvaða hagsmuni er Bjarni Benediktsson að verja í ICEsave málinu???

 

ICEsave deilan er auðleyst, öllum þeim sem til þess hafa vilja.

Lög og reglur Evrópusambandsins eru skýr og þau banna slíka ríkisábyrgð sem bretar krefjast.

EES samningurinn er skýr, hann leyfir neyðarrétt þjóða, enda ekki annað hægt þar sem hann er samningur á milli fullvaldra ríkja, og forsenda fullveldis er rétturinn til að grípa til neyðarlaga til að vernda fullveldi og tilveru ríkja.  

Aðeins ákaflega grunnhyggið fólk trúir því að einhver regla um mismunun, regla sem ESB ríki hafa margbrotið þegar meiri hagsmunir eru í húfi, sé æðri neyðarrétti og skapi því greiðsluskyldu Íslands þar sem íslenska ríkisstjórnin bjargaði bankakerfi sínu á neyðarstundu.

Og EES samningurinn er mjög skýr um að ESA/EFTA dómur eigi að taka fyrir allan ágreining sem upp kemur vegna framkvæmd einstakra ríkja á tilskipunum ESB.

Ákvæðið er svo skýrt að fólk sem gefur sig út fyrir að vera í pólitík, hvað þá forystu fyrir stjórnmálaflokka, að það getur ekki misskilið það.  Það er ekki hægt að misskilja einfalda lagatexta.

Samt lætur Bjarni Ben eins og það þurfi að ræða við bretana, í stað þess að fá tafarlaust dóm á þá vegna fjárkúgunar þeirra og yfirgangs.

 

Þess vegna spyr ég aftur, hvaða hagsmuni er Bjarni að verja???

Eða er honum hótað eins og Steingrímur gaf í skyn í frægu viðtali??

Er það ótti sem ræður för.

En Sjálfstæðismenn og þjóðin öll eiga inni skýringar frá formanni Sjálfstæðisflokksins.

Af hverju hefur málinu ekki verið vísað til ESA.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Líklegt að Icesave verði sett á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

það er bara svo dapurlegt Ómar ! að enginn annar lifir í þessum einfalda "heimi" þínum, þar sem allt er svart eða hvítt :( , hagsmuni eða ekki, Bjarni Ben er alls ekki einn um að vilja semja, mér hefur sýnst að allir sem að þessu máli koma (í alvöruheiminum) séu á sömu skoðun, þ.e. það þarf að semja, það sem maður ekki skilur er hversvegna ekki er undirbúið ferli tila fá þetta fj... mál fyrir ESA dómstól eins og þú segir, jafnfætis samningsumræðum, eða í staðinn ?

Kristján Hilmarsson, 26.3.2010 kl. 16:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján, það var ekki meiningin að gera þig dapran, leitt ef svo er.

En það er þetta með alvöruheiminn og svart hvíta heiminn.  Þeir fræðimenn, sem eru ekki á mála hjá ESB eða fjármálageiranum, benda réttilega  á að evrópsk löggjöf geri ekki ráð fyrir þessu "láni" breta.  Þeir benda réttilega á að hvert ríki fyrir sig beri ábyrgð á sínum fjármálamarkaði, og ef þau kjósa að aðstoða skattborgara sína þá gera þau það á sína ábyrgð, ekki annarra.

Og það sé fáheyrt að ríki vitni í einhvern milliríkjasamning,  lagagreinar sem allir hlutlausir menn lesa á þveröfugan hátt, og þau beit síðan kúgun og þvingun til að innheimta sín útgjöld hjá smáþjóð.  Þessir menn benda á að ef um lagalegan rétt sé að ræða, þá hljóti hann að standa í viðkomandi lögum.  Lesi þessi ríki út rétt, sem öðrum er fyrirmunað að sjá, þá eigi þau að láta dómstóla skera úr um þann rétt.

Þetta kallast ekki svart hvíta leiðin, þetta kallast leið réttarríkisins.  Financial Times notar  orðin "bullying" og "unlegal" yfir þessa hegðun breskra og hollenskra stjórnvalda, og blaðið bendir réttilega á  að viðkomandi stjórnvöld myndu aldrei sjálf samþykkja slíka lögleysu gagnvart sínum  þegnum.

Þess vegna er það stórfurðulegt að íslenskir stjórnmálamenn tali um að semja, hvað þá að það finnist heilbrigður Íslendingur sem taki undir þær kröfur.  Einna helst verður þetta skýrt með hræðsluáróðri, að fólk trúi því að illmenni búi í Evrópu og þau muni setja landið á ís, ef það krefst þess að réttbærir dómstólar skeri úr um málið.  

Þessi orðræða þín er hins vegar mjög þekkt, og til skjalfest á öðrum tímum.  Það er ekki þannig að geðlausir stjórnmálamenn hafi fyrst sprottið upp núna.  Thatcher benti réttilega á að aðgerðaleysi og aumingjaskapur Evrópu gagnvart hrottaskap Serba á Balkanskaga væri skýring þess að þeir héldu áfram yfirgangi sínum.  Látum það vera sagði hún að við skulum ekki gera til að koma varnarlausu fólki til hjálpar, en að við skulum neita vopnlausu fólki um vopn til að verja sig, það er óhæfa, og  meginskýring þess að tugþúsundir (urðu 200.000 áður en yfir lauk) saklausra borgara eru drepnir af vopnuðum bullum. 

Vertu ekki svona svart hvít var þá sagt við gömlu konuna, og mikið var reynt að semja og japla.  Daginn sem Clinton missti þolinmæðina og leyfði vopnasölu til Króata, þá losnuðu þeir við bullurnar, og daginn sem Bosníumenn fengu vopn, þá var samið um frið.

Chamberlain þótti líka Churchil gamli vera orðin elliær, og lifa í einföldum heimi, alvörufólk ræddi málin og semdi um sinn ágreining.  Það sem hann áttaði sig ekki á, frekar en þú, að þú semur ekki um kúgun og yfirgang, þó þú getir gert það á kostnað annarra.  Chamberlain gerði það á kostnað Tékka, þú og Bjarni vilja gera það á kostnað öryrkja og sjúklinga.

Fyrir utan svívirðuna, þá dugar það ekki til eins og dæmin sanna, kúgarinn og fanturinn vill alltaf meira.  Og  það voru ekki mín orð að kalla þá fanta, Financial Times byrjaði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2010 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1319872

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband