Á hvaða tíma lifa þingmenn VG og Samfylkingarinnar????

 

Ekki árið 2010, það eitt er víst.

Hamfarir gengu yfir landið haustið 2008.  Hamfarir sem urðu miklu alvarlegri vegna þess að lán fólk voru vístölutryggð, annað hvort tengd við verðtryggingu eða gengi erlendra gjaldmiðla.  Á  sama tíma féllu eignir fólks í verði, og kaupmáttur dróst geigvænlega saman, bæði vegna verðhækkana og eins vegna að laun margra drógust saman í kreppunni.

Eðli málsins vegna er það ungt fjölskyldufólk sem  skuldar mest, það er að koma sér upp húsnæði, það þarf að eiga bíl, það þarf að ala upp börn.  Á þessu tímabili fjölskyldunnar fellur kostnaður til hraðar en tekjurnar.  Þannig hefur það alltaf verið, þannig mun það alltaf verða.

Núna einu og hálfu ári eftir kreppu, þá lætur þingmaður VG út sér að það þurfi að auka kennslu í fjármálalæsi fólks, með þessu er hún að gefa í skyn að ástandið sé þessu unga fólki sjálfu að kenna.  Það sé einhverskonar sjálfsskaparvíti að eiga börn.  

Félagsmálaráðherra segir að greiðsluaðlögunin, sem er  fínt orð yfir nútíma skuldafangelsi, sé sérstaklega hönnuð fyrir þetta unga fólk.  Hann telur það sem sagt hollt og gott fyrir æsku Íslands að alast upp í skuldafangelsi, undir stjórn tilsjónarmanna.  Þetta kallar maður að lifa sig sterkt inn í sögur Dickens, kannski erum við Íslendingar að eignast okkar eigin Olivera til að segja sögur af handa komandi kynslóðum.

 

En hámark heimskunnar og siðleysisins er að minnast á barnabætur, að þessir 2 milljarðar sem ríkisstjórnin lagði til viðbótar á síðustu fjárlögum hjálpi eitthvað þegar skuldir fólks hækkuðu um hundruð milljarða vegna vanhæfni stjórnvalda og getuleysi þerra til að takast á við svikamyllu auðmanna sem olli Hruninu 2008.

Það er heimska að nefna slíka smánarupphæð í ljósi alvarleika málsins og umfangs, og það er siðleysi að segja að þessir tveir milljarðar séu það allt sem ríkisstjórnin geti boðið fólki.  Því þessi sama ríkisstjórn er óbeðin að reyna afhenda bretum og Hollendingum 507 milljarða til að styrkja þarlenda ríkissjóði.

Hún er óbeðin því enginn dómstóll hefur beðið hana um það.

En hvort skyldi vera líklegra til  að halda byggð í landinu, að losa um skuldafjötra ungs fólks, eða hafa þá Darling og Bos góða?????

Hefur einhver heyrt getið um ríki án þjóðar???

Vissulega eru til margar þjóðir án ríkis, en íslenska félagshyggjan vill framkvæma hið ómögulega, að hafa ríki án þjóðar.

Er ekki alltí lagi með þetta fólk????

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Rætt um skuldavanda barnafólks á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ómar - þakka þér pistilinn -

Ég tek undir með þér - það sem veldur mér líka ugg er ef að núverandi meirihluti ætlar að sitja áfram hvað sem tautar og raular - Ég tel það lífsnauðsyn að efna til kosninga strax og í aðdraganda þeirra verði allir flokkar að leggja spilin á borðið. Sýna fram á - ekki bara með loforðum heldur útfærslu loforðanna - hvað þeir hafa í hyggju komist þeir að. Mér er farið að blöskra hvernig "auðmennirnir" fá að halda áfram rekstri fyrirtækja sem eru metin á tugi og jafnvel hundruðir miljarða og eru í "eigu" þeirra.

Ráðuneytisstjórinn var tekinn og eigur hans frystar og maður sem ég man ekki hver er - settur í farbann. Það mun hafa komið í ljós að hann var ekki með nein brot á bakinu.

Hvað um það - fyrst unnt var að taka þessa 2 hlýtur að vera unnt að taka þá stóru - að segja að þeir séu best fallnir til þess að reka fyrirtækin sem þeir keyrðu í þrot er undarleg röksemdarfærsla.

Annað sem þvælist fyrir mér - þegar "auðmennirnir" voru að keyra okkur í kássu virðist sem eftirlitskerfið sem við fengum frá Evrópu hafi alls ekki virkað. Hvernig má það vera að ( hafi ég rétt fyrir mér ) bankarnir hafi geta sett okkur í þessa aðstöðu án þess að nokkur gæti gert sér grein fyrir því hvað var að gerast? "Kerfið" hafi bara þurft að notast við yfirlýsingar frá þeim sjálfum.

Hvernig má það vera að einn bankastjóri Búnaðarbankans og einn bankastjóri Landsbankans gætu lánað út slíkar fjárhæðir til kaupa á bönkum hvors annars án þess að fulltrúar þings og stjórnar vissu af því? Jafnvel bankastjórnirnar virðast hafa verið í lausu lofti með þetta.

Þetta er svona hluti þess sem mætti gjarnan upplýsa -

Hvað varðar virðingarleysi stjórnarinnar fyrir almenningi í landinu er ekkert nýtt.

Það má líka spyrja hvenær vísitölutengingum verði kippt úr sambandi - Hækkanir áfengis - tóbaks og eldsneytis hafa hækkað skuldir heimilanna umm milljarða á milljarða ofan. ÞETTA ER FÁRÁNLEGT.

Bestu kveðjur til þín

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.3.2010 kl. 11:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Þetta er allt mjög skrítið.

Ég held að Vestamannaeyingar hafi verið mjög heppnir að þetta firrta siðlausa fólk hélt ekki um stjórnartaumana þegar gaus þar.

Mjög líklegt að hjálpin hefði verið sótt til Súdan, eða Máretaníu, þar sem ennþá er rík hefð fyrir þrælasölu.  Ömurlegt allt samann.

En hvað brást, var það eftirlitskerfið evrópska???

Ekki hafði kaninn það, og ekki varð hrunið minna þar.  Aðeins afkastamikil dollaraprentsmiðja heldur þeim gangandi, svona á meðan Kínverjar kaupa dollara í skiptum fyrir drasl.

Í mínum huga þá var íslenska tilvikið aðeins vegna þess að bankarnir uxu okkur svo gjörsamlega yfir höfuð, það var ekki mögulegt að bjarga þeim, ef þeir hefðu verið minni, þá hefði það verið reynt.  En hvorki í evrópska regluverkinu, eða öðru regluverk var ákvæði um stærð banka versus þess efnahagskerfis sem hýsir þá.

Hitt er líka augljóst í mínum huga að kapítalisminn var kominn í algjörar blindgötur, eftir að kjörorðið að allt má, er þú græðir varð innleitt.  Þess vegna féll vestræna kerfið, það mátti allt, og öll andstaða var keypt í burt.  Græðgin hélt að hún hefði fundið upp eilífðarvél, að meiri gróði væri alltaf handan við næsta ársfjórðungsuppgjör, sambandið milli verðmætasköpunar, hins orginals kapítalisma, og hagnaðar var rofið, og því hlaut þetta að fara eins og það fór.

Og það verða allir að gera sér grein fyrir, hvort sem við erum til hægri, til vinstri eða á miðjunni, að þetta gat ekki gengið, en svarið er ekki að reyna þrautreynd mistök kommúnismans, sjálfþurftarbúskapar eða stjórnleysis, heldur að endurheimta vitið inn í efnahagskerfið, og setja það sem þjón samfélaga, ekki drottnara.

Eftirleikurinn er síðan útfærsla ólíkra hugmynda, og hagsmuna, sem ættu að skila okkur betri heimi, ef við almenningur krefjumst þess.  Það er ekkert af því að vera ríkur, á meðan þú lætur samfélagið í friði, að auðæfi þín séu ekki byggð á blóði eða rústun á lífi venjulegs fólks.  Eins er ekkert af því að ríkið sjái um það sem hagkvæmt er að það sjái um, en það er ekki sama og það eigi að ráðskast með allt og alla, hvað þá að stjórna lífi fólks frá vöggu til grafar.

Og það þarf siðferði, að þekkja muninn á réttu og röngu.

Ekkert  regluverk virtist telja það skipta máli, það var líklegast grunnvandinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2010 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 647
  • Sl. sólarhring: 750
  • Sl. viku: 6231
  • Frá upphafi: 1400170

Annað

  • Innlit í dag: 590
  • Innlit sl. viku: 5354
  • Gestir í dag: 561
  • IP-tölur í dag: 549

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband