Launráð brugguð í Washington.

 

Fátækt fólk um allan heim krefst nýrra Nurnbergréttarhalda yfir ómennum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Sjóðurinn er tæki siðblinds auðvalds, sem hefur notað hann til óhæfuverka gagnvart almenningi fátækra landa. 

Niðurbrot velferðarkerfa, eyðilegging mennta og heilsugæslu, rústun á innlendu athafnalífi, rán á auðlindum; þetta er hin blóðuga slóð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Eftir stendur þrælakerfi siðblinds auðvalds sem mergsýgur þau samfélög sem ómennin hafa náð að læsa klóm sínum í.

Þessi hugmyndafræði er alþekkt, sá sem setti hana fyrstur niður á blað hét Adolf Hitler, í höfuðriti sínu Mein Kampf, þar útfærði hann hugmyndir um þrælkun og arðrán óæðri kynþátta, þeirra eina hlutverk var að vinna fyrir herraþjóðina.  Allir töldu manninn brjálaðan, en þegar skriðdrekar Þriðja ríkisins fóru með eldi yfir land nágranna þess í austri, þá vaknaði fólk upp við þann blákalda raunveruleik, að illmenni með völd, þau eiga það til að framkvæma illverki sín.

Það kostaði milljónir mannslífa að endurheimta  siðmenninguna.

Hugmyndafræði Alþjóðahyggju hin siðlausa auðmagns byggist á sömu hugsjón, arðrán og þrælkun fátæks fólk í þágu örfárra ofurríkra.  Tákn illskunnar eru Nike skór, fyrir nokkrum árum var það upplýst að 15.000 króna skórnir út úr búð, kostuðu auðhringinn 35-50 krónur í framleiðslu.  Slíkt  þrælahlutfall sást ekki einu sinni á plantekrum Ameríku þegar þrælahagkerfi þess stóð í sem mestum blóma. 

Mannkynssagan kann engin þekkt dæmi um slíka þrælkun og arðrán.  Jafnvel Rómverjum hinum fornu hefði ofboðið ef þeir hefðu frétt af slíku gróðahlutfalli.

En í nútímanum kallast þetta Alþjóðavæðing, og skriðdrekar hennar eru Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn.  Og ef þessir skriðdrekar eru ekki stoppaðir í tíma þá mun mannkynið upplifa áður óþekktar hörmungar og mannfall til að endurheimta siðmenninguna, það er óhjákvæmilegt því enginn sættir sig við það til lengdar að lifa lífi þrælsins.  Fyrr eða síðar grípa menn til vopna og verja sig og sína gegn skriðdrekum kúgaranna.

 

Í dag eigum við Íslendingar ekki val, á okkur var ráðist.   Svo ég vitni mætan Íslandsvin;

 

"Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás. Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram.  (Prófessor Michael Hudson við Columbíu Háskóla)."

 

Og taktík óvinarins er alþekkt úr sögunni, áður en lokaatlagan skellur á, þá er kallað í Leppana og þeim lagðar línurnar.  Þetta gerðist í Austurríki 1936 þegar Hitler kallaði þarlenda nasista á fund til Berlínar til skrafs  og ráðagerða og þetta gerðist í Tékkóslóvakíu 1948 þegar Stalín kallaði á þarlenda kommúnista til fundar við sig í Moskvu.  Í báðum tilvikum var hin opinbera skýring að það átti að ræða "samstarf" og "endurskoðun" þess. 

Í báðum tilvikum þá var afleiðingin að Lepparnir frömdu valdrán.

 

Í Washington er verið að ræða "samstarf" og "endurskoðun", í Wasington  eru íslenskir Leppar hins alþjóða auðmagns að ræða næstu skref húsbænda sinna svo þeir nái fullum völdum í íslenskri stjórnsýslu og geti í framhaldinu opnað landið fyrir arðráni og þrælkun siðblindra auðjöfra.

Skrefin eru þekkt, þau eru tvö, það fyrra er að fá þjóðin til að samþykkja ICEsave kúgunina, það seinna er að knýja hana til að taka skammtímalán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo hægt sé að breyta krónum í erlendan gjaldeyri á yfirverði.

Afleiðingin er gjaldþrota þjóð sem er algjörlega háð lánardrottnum sínum.

 

Það sem er ekki þekkt, er hvernig atlaga blekkinga og lyga verður útfærð.  En þegar Lepparnir koma heim, þá munu áform þeirra smán saman upplýsast, hræðsluáróðurinn er þegar uppmagnaður, aðeins atlagan sjálf er eftir.

Og þá þarf þjóðin að verjast.

Við, sem héldum að við gætum tekið lífinu með ró og spekt eftir sigur okkar á illskuöflunum í nýliðinni þjóðaratkvæðagreiðslu, þurfum að halda vöku okkar og árvekni.

Stríðið hefur aftur skollið á.  Skriðdrekar illskuaflanna hafa sést við sjóndeildarhringinn, og þeir munu verða komnir í túngarðinn um eða eftir páska.

Þá er eins gott að vörnin sé klár. 

Viljum við framtíð barna okkar sem manneskjur, ekki sem þrælar, þá er það okkar að verjast. 

Það gerir það enginn annar fyrir okkur.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ráðherrar ræða við Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Litríkt og ekki síður skáldlegt ! þú gætir lifað af þessu :)

En hjá eftir einu sem þú setur fram sem framtíðarsýn ? "Afleiðingin er gjaldþrota þjóð sem er algjörlega háð lánardrottnum sínum."

Er þetta ekki skeð nú þegar ?

Kristján Hilmarsson, 25.3.2010 kl. 14:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Kristján, þú bjargaðir alveg deginum með þessu kommenti.  Sá það því miður ekki fyrr en núna, hefði annars svarað fyrr.

Og af hverju bjargaðir þú deginum???  Jú, þetta var pistill dagsins, hinir voru svona uppfyllingarefni.  Og ég hélt að enginn hefði lesið hann.

En hvað  spurningu þína varðar, þá er þjóðin sem slík ekki gjaldþrota, þó erfiðleikarnir séu miklir.  Vitna í Hudson í Silfrinu síðastliðið vor, hann sagði að ef við gætum ekki staðið í skilum, þá ættum við að gera eins og allir aðrir í sömu stöðu, að endursemja um skuldir.

"Semjið á meðan þið hafið eitthvað til að semja um."

Eftir AGS pakkann eru skuldirnar óviðráðanlegar, og eignir þjóðarinnar, eins og Landsvirkjun mun verða tekin upp í skuldir, eða seld upp í skuldir eins og það heitir víst.  Og í kjölfarið mun rafmagnið verða svipað eins og það er hæst í kringum okkur, svona tvö til þrefaldast.  Bara svona sem dæmi.

Og verðmætasköpun þjóðarinnar mun renna í vasa fjárfesta sem  fengu eigur þjóðarinnar fyrir slikk.   Þetta  er ekki vænisýki, svona hefur þetta verið hjá öðrum fórnarlömbum sjóðsins.

Hvernig á að orða þetta svo það skiljist???  

Þú getur verið illa haldinn af lungnabólgu, jafnvel tvísýnt um líf þitt.  En rottueitur mun ekki gagnast þér.  Heldur lækning.  Hvort þú lifir er svo annað mál, en hitt er öruggur dauðdagi.

Og þetta eru færustu hagfræðingar heims að segja okkur.

En við hlustum á þriðja flokks hagdverga, eins og Gylfa og Guðmund og alla hina bjánabelgina sem dásömuðu útrásina.  Og sjá ekkert annað en hagvöxt skuldasöfnunarinnar.  Sem er ákaflega skammvinnur, ef hann verður þá nokkur.

En því miður er eftirspurnin eftir svona pistlum það lítil, að ég skrifa þá aðeins annað slagið mér til gamans, og ég myndi aðeins lifa af þeim, á meðan ístran dygði sem varaforði.

En takk samt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2010 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 87
  • Sl. sólarhring: 583
  • Sl. viku: 5671
  • Frá upphafi: 1399610

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 4839
  • Gestir í dag: 74
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband