25.3.2010 | 07:04
Hagfræði fyrir byrjendur.
Þú handstýrir ekki gengi til lengri tíma.
Ef gengið hrynur þá er það ekki vegna þess að gjaldeyrisforðinn er í lágmarki, heldur vegna þess að það er vitlaust skráð, því hefur verið haldið uppi með handafli, og engin hönd er nógu öflug til að gera slíkt til lengdar.
Hvað þá hönd Seðlabankastjóra með fullar hendur af lánsfé.
Hvað þá þegar það lánsfé er skammtímalán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Nú verður þjóðin að átta sig á einni grundvallarstaðreynd; Arnór Sighvatsson kann ekki einu sinni hagfræði fyrir byrjendur. Það er margsannað.
Mánuðina fyrir Hrunið, þá var peningamagn í umferð komið í hæðstu hæðir, kúrfan yfir það stefndi út af línuritinu. Samt brást Arnór, sem aðalhagfræðingur Seðlabankans, við á þann hátt, að hann lagði til hækkun vaxta, sem hafði þá einu afleiðingu að auka aðstreymi erlends gjaldeyris til landsins.
Það er þessi gjaldeyrir í formi krónubréfa sem leitar út úr hagkerfinu í dag.
Og aðeins heimskur maður, mjög heimskur maður, nei rangt, hugtakið heimska nær ekki yfir þessa ranghugsun, orðið fáráð lýsir því betur, leggur til að þjóðin taki 5-ára skammtímalán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að hleypa þessum krónum út á yfirverði.
Krónurnar fara, eftir stendur þetta 5-ára lán, með þeim hrikalegum skilyrðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur.
Og að auki ICEsave skuldin upp á 507 milljarða.
Ef Arnór Sighvatsson getur ekki byggt upp gjaldeyrisforða með núverandi tekjum þjóðarinnar, þá getur hann það ekki með því að bæta a.m.k. 1.307 milljörðum við skuldir þjóðarbúsins.
Orsakasamhengi sem er öllum ljóst. Sá sem getur ekki staðið í skilum í núinu, hann bætir ekki stöðu sína með því að margfalda lán sín.
Jafnvel þó það reddi málinu í 5 ár.
Skuldadagarnir verða þá aðeins hrikalegri og með öllu óviðráðanlegir.
Það skilja allir sem kunna hagfræði fyrir byrjendur.
Kveðja að austan.
Aflétting hafta möguleg áður en AGS lýkur sér af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 31
- Sl. sólarhring: 630
- Sl. viku: 5615
- Frá upphafi: 1399554
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 4788
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.