9.3.2010 | 07:10
Bretar hafa ekki heldur stuðning þjóðarinnar.
Þjóðin vill ekki þessa kúgun, og hún svara öllum tilraunum til að semja við breta af fullri hörku.
Þjóðin lagði stuðningsmenn bretaskattsins með afgerandi mun.
Þó barðist þjóðin gegn stjórnmála og kjaftaelítunni, auk fulltrúa allra hagsmunasamtaka.
Og auðmiðlar og Ruv kröfðust þess að skatturinn yrði greiddur, sáu líf skuldaþrælsins í einhverjum ljósrauðum bjarma.
En við tókum ykkur og munum taka ykkur aftur.
Þjóðin vill enga samninga við breta sem ekki byggja á lögum og rétti.
Við erum lýðræðisþjóð sem sættum okkur ekki við ofríki og kúgun gömlu nýlendaveldanna.
Fái þeir dóm sem heimila þjófnaðinn, þá má ræða við bretana, ekki fyrr.
Og þeir stjórnmálamenn sem skilja ekki þessi einföldu sannindi, þeir hafa ekkert í stjórnmál að gera. Vegna þess að enginn mun kjósa þá aftur. Það kýs enginn fólk sem situr á svikráðum við lýðræði og réttarfar.
Eina sáttin er dómur þeirra dómstóla sem EES samningurinn gerir ráð fyrir. Það er tími til kominn að alþingismenn skilji þau einföldu sannindi.
Annað er ávísun á borgarstyrjöld.
Þjóðin mun ekki víkja.
Kveðja að austan.
Heita ekki stuðningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 559
- Sl. sólarhring: 641
- Sl. viku: 6290
- Frá upphafi: 1399458
Annað
- Innlit í dag: 477
- Innlit sl. viku: 5332
- Gestir í dag: 438
- IP-tölur í dag: 431
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hinn þögli meirihluti talaði í þjóðaratkvæðinu og hann talaði í skoðanakönnun MMR sem sýnir að 60% þjóðarinnar hafnar fullkomlega og algerlega öllum Icesave-kröfum nýlenduveldanna.
http://www.mmr.is/files/1003_tilkynning_Icesave_abyrgd.pdf
Jóke-Hanna segist EIGA þau 40% sem ekki tóku afstöðu í þjóðaratkvæðinu. Hún tekur meira mark á heimskulegum fullyrðingum trúðsins Jonny Dimond, hjá BBC en vönduðum skoðanakönnunum á Íslandi. Hvílík forsmán að svona kjáni skuli vera forsætisráðherra landsins.
Þjóðarheiður - gegn Icesave.
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.3.2010 kl. 08:08
Þegar ég kaus á laugardag var ÉG EKKI AÐ HAFNA "fullkomlega og algerlega öllum Icesave-kröfum". Ég var að hafna lögum sem Alþingi samþykkti í byrjun árs 2010 og forsetinn vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er óþolandi að svona lið eins og Loftur Altice Þorsteinsson sé að gera öðrum upp skoðanir líkt og í færslunni hér að ofan án þess að hafa nokkuð fyrir sér.
Kristinn (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 08:27
Kristinn, ég vísaði til sönnunar á skoðanakönnun MMR. Ertu viss um að þú hafir merkt við NEI á kjörseðlinum ? Getur þú sannað með skrifum þínum að þú hafir aðra afstöðu en Jóke-Hanna ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.3.2010 kl. 08:53
Það er óþolandi að svona lið eins og . . .
Lesa fyrst rök fólks, skammast EFTIR að maður skilur hvað það er að meina. Og ef maður hefur kastað grjóti í fólk, bara af því maður misskildi sjálfur rökin þess, mætti maður hafa manndóm og afsaka grjótkastið. Það geta allir gert mistök, maður mætti samt vera nógu fullorðinn til að játa þau. Tek undir með Lofti og Ómari.
Elle_, 9.3.2010 kl. 09:27
Þjóðin víkur ekki frá sínum kröfum í Æsseif - við eigum ekkert að borga.
Vandamálið í dag eru þau Jóhanna og Steingrímur sem ætla sér að vaða áfram eins og þjóðaratkvæðagreiðslan hafi engu breytt.
Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms og allt þingið er umboðslaust - en ætlar sér samt að vaða í samningaviðræður við fjárkúgarana B & H
Hvað er til ráða til að koma þessu umboðslausa fólki út úr alþingishúsinu.
Benedikta E, 9.3.2010 kl. 11:25
Heyr, heyr Ómar.
Hefði þjóðin sagt JÁ, þá hefði Jóhanna lýst því yfir að þjóðin stæði með þeim Steingrími í þeirri vegferð að fjötra þjóðina, en fyrst þjóðin sagði eitt stór NEI, þá sér hún engin skilaboð frá þjóðinni til þeirra. Öllum er það hinsvegar ljóst að með NEI-inu var þjóðin að lýsa vantrausti á vinnubrögð þeirra og lýsa því yfir að þeim er ekki treystandi til að klára málið svo vel fari fyrir land og þjóð.
Tómas Ibsen Halldórsson, 9.3.2010 kl. 16:20
Sæll Ómar
Enn klikkar hún ekki rökhyggja þín og 100% heilbrigð dómgreind þín!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 21:39
Frábært viðhorf hjá þér Ómar. Þetta er þjóðerniskendinn í hnotskurn sem gaf Íslendingum sjálfstæði.
Það stolt og barátta gaf okkur heilt land og sjálfstæði. Það er kaldhæðni örlagana að við skulum vera að berjast við
afleiðingar flokks sem kennir sig við það sama sjálfstæði.
En burtséð frá því þá eigum við ekki að hlýða stjórnmálamönnum. Þeir hafa einfaldlega sýnt sig trekk í trekk vera svikarar þjóðarsálarinnar.
Við þurfum ekki annað en að fylgja sannfæringu okkar og þá mun sannleikurinn alltaf vinna að lokum.
Vonandi átta þingmenn sig og reka AGS úr landi áður en það er of seint. Við sigrum sameinuð en föllum tvístruð.
Már (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 00:05
„Og auðmiðlar og Ruv kröfðust þess að skatturinn yrði greiddur, sáu líf skuldaþrælsins í einhverjum ljósrauðum bjarma.“
Sá sem skrifar svona er ekki með peruna í lagi. Og ekki þeir sem samsinna honum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 10.3.2010 kl. 09:13
Sæll austfjarðaforingi. Flottur að vanda.
Það er með ólíkindum að Steingrímur og Jóhanna hafi komist upp með aðrar eins lygar og að eitthvert betra tilboð lægi fyrir og þess vegna væri þjóðaratkvæðagreiðslan markleysa. Hvar eru fjölmiðlarnir? Hafa þeir séð tilboðið? Hvernig er það? Hefur samninganefndin lagt fram eitthvað sem segir að betra tilboð en það glæsilega liggi fyrir og þess vegna væri þjóðaratkvæðagreiðslan markleysa? Af hverju var það ekki lagt fram til að þjóðin sjálf gæti dæmt um? Var enn einu sinn verið að taka þjóðina ósmurt í boði spunafífla Samfylkingunnar? Hversu margir hafa hætt við að mæta vegna þessara lyga? Þetta er ástæðan sem allir stjórnarliðar í bloggheimum nota sem skýringu fyrir að Já fólk náði ekki að slá út 1.9% fylgi Ástþórs Magnússonar í forsetakosningunum um árið.
Eiga stjórnvöld að komast upp með þessi óheilindi í einum af stærsta viðburði í lýðveldissögunni, þegar 98.2% mikils meirihluta kosningabærra landsmanna slá landráðavopn forustumann Samfylkingar og VG úr höndum þeirra, til að reyna að bjarga afkomendum og þeim sjálfum frá þeim óbætanlega skaða sem átti að valda þjóðfélaginu, um alla framtíð?
Hvaða betra tilboð lá fyrir ríkisstjórninni?
Eina sem ég hef séð um "betra tilboð":
Friðrik Friðriksson hagfræðingur skrifar:
Bestu kveðjur úr austfirskri himinmigunni á suð/vestur horninu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 14:36
Már skrifaði: En burtséð frá því þá eigum við ekki að hlýða stjórnmálamönnum. Þeir hafa einfaldlega sýnt sig trekk í trekk vera svikarar þjóðarsálarinnar.
Gott orðalag. Stjórnmálamenn eru alltof oft og upp til hópa svikarar þjóðarsálarinnar. Hver einasti stjórnmálaflokkur í Alþingi nú hefur gerst sekur um svik gegn landsmönnum í Icesave. Enginn þeirra hefur haft hæfni eða þor til að taka fullkomlega andvíga stöðu gegn kúguninni Icesave og allir flokkar eru sýknt og heilagt að eyða dýrmætum tíma skattpeningum okkar í að ræða um kol-ólöglega samninga við mafíu.
Elle_, 11.3.2010 kl. 00:13
Sammála Ómar.
Bestu kveðjur frá Stafnesi.
Gunnar Borgþór Sigfússon, 12.3.2010 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.