Vonandi hlustar forysta Sjálfstæðisflokksins.

 

Og hættir að daðra við ICEsave ábyrgðina.

Ennþá lætur hún eins og ICEsave snúist um vexti og vaxtavexti.  Sem er mikill misskilningur.

ICEsave snýst um lög og rétt.

Ef Evrópa fer ekki að lögum í IcEsave deilunni, þá er úti um réttarríkið Evrópu.

Jafnvel þó bretar færu aðeins fram á formlega viðurkenningu íslenskra stjórnvalda á ábyrgð þeirra á skuldum einkaaðila, gegn því að sátt náist um að breska ríkið yfirtaki eignir Landsbankans, og málið sé þar með dautt, þá er það samt svikasamningur.

Því það er grundvallarmál að ríkið ábyrgist ekki sjálfkrafa fyrirfram skuldir einkaaðila, og það er grundvallarmál að kúgun er aldrei leyfilegur samskiptamáti í deilum milli þjóða, og það er grundvallarmál að lög eigi að gilda, og úr lagaágreiningi sé alltaf leyst úr með aðferðum réttarríkisins, sem kallast dómstólar.

Um þessi grundvallaratriði fjallar ICEsave deilan, ekki um krónur og aura.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Sé kæruleysi verðlaunað fyllist allt af kærulausu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Innilega sammála!

Óskar Arnórsson, 8.3.2010 kl. 02:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Ég vildi hamra á þessu síðustu stundirnar áður en ég dreg mig í hlé.

Það þarf að fá dóm til að höggva á hnútinn, og síðan, ef dómurinn fellur á okkur, þá semjum við um endurgreiðslur samkvæmt lögum og rétti.

Samkvæmt lögum og rétti, þá tóku við ekki lán hjá bretum, og eigum því ekki að greiða vexti.  Og samkvæmt lögum og rétti, þá eru 20.000 evrunnar forgangskrafa, ekki breska krafan.

Eignir Landsbankans duga fyrir þessum 20.000 evrum.  Komi eitthvað ófyrirséð upp með það, þá er málið leyst á grunni alþjóðarréttar, þar sem svona ábyrgðir mega ekki ganga gegn fullveldi þjóða. 

En í millitíðinni gerum við allt til að fá dómnum hnekkt, því aðeins dómar í anda Stalíns dæma gegn lögum og rétti og fullyrða ríkisábyrgð þar sem skýrt er tekið fram að hún sé ekki til staðar.  Aðeins fyrirskipun framkvæmdavaldsins myndi knýja fram þá niðurstöðu, eins og var með skrípagervidóminn sem dæmdi haustið 2008.

Fólk á ekki að hræðast leiðir réttarríkisins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2010 kl. 10:06

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Öll elítan reynir að gera allt til að Icesave fari ekki fyrir dóm.

Óskar Arnórsson, 8.3.2010 kl. 11:47

4 identicon

Það var oft viðkvæði þeirra sem skrifuðu uppá víxla hér áður, þegar þeir síðan féllu á þá: "En það stóð aldrei til að ég ætti að borga þetta, þetta var bara greiði" Sama sagði Magnús Atlanta og rússabjórkóngur fyrir dómi þegar ábyrgið féllu á hann. Þetta er kallað afneitun. Sama hrjáir margan nanninn í dag. Ef við höfðum einhverntíma möguleika á að afneita skuldum bankanna þá fór sá möguleiki forgörðum þegar innisæður voru tryggðar að fullu á Íslandi og Geir og hans ríkisstjórn viðurkenndi ábyrgð á icesave. Hann skrifaði uppá víxilinn og sagan mun sýna að hann átti engra kosta völ. Valkosturinn var að láta alla´bankana hér fara á hausinn og láta sparifjáreigendur, sem eru dflestir venjulegt fólk tapa öllu sínu nema 20.000. euro. Það slítur þjóðarsálinni gríðarlega þetta tal um að við berum enga ábyrgð etc á bakvið er afneitun og lítill vilji til að kynnasér og meðtaka staðreyndir. Bara vera eins og Bjartur í Sumarhúsum þrást við fram í dauðann. Guð hjálpi ykkur, þið vitið ekki hvert þið eruð að fara. Það veit ég ekki heldur þannig að ég segi bless og fer annað.

DO (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 12:18

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður DO.

Það er góð regla þegar maður ætlar að leika fáráð, að halda sér á síðum þar sem slík hegðun stingur ekki í stúf, til dæmis á Silfri Egils.

Forsendur hótfyndni þinnar eru rangar.  

Innlán á Íslandi voru færð til Nýju bankanna, og þau eru ekki ríkistryggð, falli bankarnir, þá falla innlánin, nema að eitthvað sé gert til að bjarga þeim ef til þess kæmi.

Ríkisstjórn Geirs Harde ábyrgðist að standa við allar skuldbindingar Íslands vegna ICEsave, um það er ekki deilt.  En ríkisábyrgð á ICEsave er ekki tiltekin í neinni reglugerð ESB, ekki neinum lögum sambandsins, og ekki eru til nein dómsfordæmi þar um að skýr texti um ekki ábyrgð aðildarríkja, þýði hið gagnstæða án þess að það sé tekið fram.

Á mannamáli heitir þetta að þú ert að bulla DO, hvort sem þú gerir það vísvitandi eða hefur svona einbeittan vilja til að halda þér óupplýstum svo þú getir leikið fáráð í góðri trú.

Ef þú ert að vísa í yfirlýsingu Geirs Harde um að ríkisstjórnin myndi ábyrgjast innlán á Íslandi, þá er það yfirlýsing, svipuð eðlis og hann hefði sagt að hann myndi senda þig óumbeðinn til tunglsins með næstu rakettu.  Til þess hefur hann hvorki vald eða heimild.  Þó hugmyndin væri annars góð, því fátt er ömurlega en fólk sem lýgur hundruðum milljörðum upp á samborgara sína.  Eins er það með skuldbindingar ríkisins, orð ráðamanna eru marklaus, ef þeir fylgja þeim ekki eftir með lagasetningu og sú lagasetning standist stjórnarskrána.

Og DO, svo ég gefi þér vinsamlega ábendingu, þá er það ekki svar við rökum mínum að segja að ég sé vitleysingur eða álíka, aðeins bein tilvitnun í lög eða reglur, eða lagaálit virtra lögfræðinga og lagaprófessora gæti gefið þér vott af málstað til að afsanna að þú sért fáráður.

Og með lélegan húmor að auki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 2653
  • Frá upphafi: 1412711

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2316
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband