Steingrímur lofar nýjum svikum í ICEsave deilunni.

 

Hann heldur að hann hafi vald til þess.  Maður sem hefur ekki einu sinni vald yfir sínum eigin flokki.

 

En þjóðin vill að þú segir af þér Steingrímur, þú ert trausti rúinn.

 

Og hættu að ljúga því upp á íslenska þjóð að hún hafi ekki axlað ábyrgð gagnvart innlánseigendum Landsbankans.  Þú veist betur.

Fyrri ríkisstjórn axlaði ábyrgð á yfirlýsingum sínum um að hún myndi vernda innláneigendur eins og hún best gæti.

Þess vegna voru innlán gerð að forgangskröfum við setningu neyðarlaganna, tekin fram yfir allar aðrar kröfur.  

Og þá Steingrímur hófst atlagan að Íslandi, þá ákvað hið alþjóðlega auðmagn að beita fyrir sér öllum sínum Leppum og Skreppum gegn okkur.  Það er skýring þess hve samtóna allir stjórnmálamenn Evrópu voru í að fullyrða að þeir væru ekki læsir, og skyldu ekki sín eign lög og reglur.  Því allir höfðu þeir samþykkt svipuð lög um sjálfstæða tryggingasjóði, fjármagnaða af bankakerfinu, án bakstuðnings ríkisvaldsins.

Enda kvað reglugerð ESB á um slíkt fyrirkomulag.

Það þarf mjög voldugt afl til að fá svona marga til að kvaka sömu lygina, og reiðir bankamenn eru slíkt afl.

En að þú gamall sósíalisti skuli ekki þekkja handbragð þinnu fornu fjanda, en til dæmis Frjálshyggjufélag Reykjavikur skuli andhæfa gegn þeim, slíkt er með ólíkindum og þú munt aldrei geta afsakað það.

Þess vegna trúir þér enginn í dag, þú barðist fyrir Já-inu, alveg þar til þér þraut örendið.

Og Steingrímur, þó þjóðin trúi á drauga og afturgöngur, þá vil hún ekki að þeir ríði röftum í stjórnarráðinu.

Þess vegna verður enginn ICEsave samningur samþykktur hér eftir, nema að um það liggi fyrir skýr dómur um bakábyrgð skattgreiðenda á skuldum einkaaðila.

 

Steingrímur, Stalín er dauður, Evrópa er réttarríki.

 

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Vorum nálægt samkomulagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vona að dómstólaleiðin verði valin, það er eina valið eftir þessa afgerandi kosningu á móti IceSlave í þjóðarakvæðagreiðslunni.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2010 kl. 01:32

2 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Sammála!!  alltaf þetta tal um að axla ábirgð og borga tilbaka "skulbindingu okkar" ok ég skil, leitt fyrir þessa breta að tapa þessum pening enn maður lagfærir ekki eitt rangt með því að gera annað rangt!! Það er að seiga taka peninga af okkur sem hafa ekki einu sinni stigið inn í Icesave útibú! Ég vissi einu sinni ekki um að það væri til Icesave fyrr en eftir hrunið. Allt í lagi að vorkenna bretana Steingrímur en hvernig væri að ekki valta yfir okkur sem þú vinnur fyrir.

Engin spurning ,Dómstólaleiðin á það að vera!  Og Steingrímur,,,,,,,,,,Þú ert rekinn!!

Sævar Guðbjörnsson, 8.3.2010 kl. 01:58

3 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Ánægjuleg lesning svona í morgunssárið, sérstaklega létti mér um hláturtaugarnar við þetta atriði pistils þíns "...þó þjóðin trúi á drauga og afturgöngur, þá vil hún ekki að þeir ríði röftum í stjórnarráðinu."

Þjóðin sýndi klárt og skýrt stórt rautt kort í þjóðaratkvæðagreiðslunni, nær 100% samstaða meðal þjóðarinnar. Capice Steingrímur?!

Nei, það er skko aldeilis ekki miklum stöðuskilningi fyrir að fara eða kanski öllu frekar vilja til að skilja - mikil og svæsin afneitun, hálf sorglegt að stjórnin átti sig ekki á stöðu sinni betur - AFNEITUN og það í svæsnari kantinum. Halló, halló, hallóóó..... þessari vendu er lokið í bili Steingrímur og Jóhanna. Nú skptum við einfaldlega út og vonandi þjóðstjórn tekur við.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 8.3.2010 kl. 08:07

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Krafan um réttlætið og réttarríkið er eina krafan sem getur sameinað þessa þjóð um ICEsave niðurstöðuna.

Allt baktjalda makk verður ekki liðið, þeir sem ekki skilja það, enda sem viðfangsefni Magnúsar Skarphéðinssonar.

Núna reynir á allan almenning að halda vöku sinni, sýna þeim stuðning sem berjast gegn bretaskattinum, og andhæfa þeim sem vilja slíkan skatt með blekkingum og falsrökum.

Og gleymum því aldrei, að þó lagarök séu góð, þá eru samt til æðri rök, og grunnhugsun þess að saklaus almenningur blæði fyrir gjörðir fjármálamanna, er röng, og hún gengur gegn öllum æðri rökum um rétt mannsins til lífs og mannsæmandi lífsskilyrða.

ICEsave er ekki bara óréttlátt, það er rangt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2010 kl. 10:26

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lifi lýðræðið bylting er óumfríanaleg!

Sigurður Haraldsson, 8.3.2010 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 528
  • Sl. sólarhring: 605
  • Sl. viku: 693
  • Frá upphafi: 1320536

Annað

  • Innlit í dag: 466
  • Innlit sl. viku: 608
  • Gestir í dag: 432
  • IP-tölur í dag: 429

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband