7.3.2010 | 21:39
Hver er munur á þjófi í dagsbirtu og þjófi á nóttu????
Samkvæmt lögum enginn, þeir enda allir í fangelsi ef þeir komast undir laganna hendur.
Af hverju gengur Darling laus?
Svar, ESB mútur Samfylkingarinnar gerðu það að verkum að íslensk stjórnvöld hafa ekki ákært þá kumpána, Bos, Brown og Darling.
Lítum á glæpi þeirra.
1. Tilskipun ESB gerir ráð fyrir 20.000 evra innlánstryggingu. Eignir Landsbankans duga fyrir þeirri upphæð.
Jafnvel þó dómstólar myndu kveða á um ríkisábyrgð á þeirri tryggingu, þá kveða engin tilskipun ESB um hærri innlánstryggingu. Kjósi einstök aðildarríki að greiða út hærri innlánstryggingu þá er það alfarið á þeirra ábyrgð. Það gerðu bresk og hollensk stjórnvöld en beittu þvingunum og hótunum gagnvart íslenskum stjórnvöldum til að helmingur af eignasafni Landsbankans gengu upp í umframtrygginguna þrátt fyrir ENGA lagatilvísun í evrópsk, bresk eða íslensk lög.
Hér er því klárlega um þjófnað að ræða, ekki ósvipaðan og þegar Írakar stálu öllu steini léttar í Kuwait á sínum tíma. Og þeir voru látnir endurgreiða Kúweitum andvirði þess sem þeir stálu með hluta af olíutekjum sínum.
2. Fjárkrafa breta og Hollendinga byggist i tilvísun í lög sem kveða ekki á um ríkisábyrgð. Og þeir geta ekki vitnað í einn einasta dóm Evrópudómsins sem styður fjárkröfu þeirra. Samt gætu þeir hugsanlega haft eitthvað til síns máls, það veit það enginn því ekki var leitað til ESA með kæru á meintum brotum Íslendinga. Það að virða ekki lögbæra dómstólaleið sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið kveður á um, er skýlaust brot á þeim samningi, og einhliða kröfugerð á hendur öðru ríki er alltaf ólögleg.
Þegar þeirri kröfugerð er haldið fram með kúgunum og hótunum þá er um stríðsaðgerð að ræða sem er skýlaust brot á alþjóðalögum. Og fjárkúgun er stranglega bönnuð samkvæmt breskum lögum.
3. Stanslaus rógur og níð um íslensku þjóðina hefur valdið henni miklum skaða og slíkt hátterni er líka bannað samkvæmt breskum lögum, þú getur ekki sagt þjóð ekki vilja greiða skuld sína, ef þú getur ekki sýnt fram á þá skuld.
Um þessa hegðun breskra og hollenska stjórnvalda segir Financial Times að hún sé ólögleg og hún sé kúgun.
Og slíkt varðar við lög.
Aðeins meðvirk íslensk stjórnvöld í hinum meinta glæp er skýring þess að Darling og félagar ganga lausir.
Og þeirri meðvirkni þarf að ljúka.
Kveðja að austan.
Bretar vilja sýna sveigjanleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
You seem to forget Omar............
I had money in Landsbanki......When Landsbanki went bust, they developed a new Bank....I did not lose one single Kronur because my money was in an "Utibu" in Keflavik. The IceSave investors had their money in an "Utibu", but it was in the UK.........
How would you feel if you had money in an "Utibu" in Westmanney and the Icelandic Government said "We will pay everybody who had money in Landsbanki, but not those people that had money in Landsbanki "Utibu"in Westmannaey
Just a thought....................
Fair Play (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.