Sá sem fordæmir ekki ICEsave kúgun breta er ekki bandamaður íslensku þjóðarinnar.

 

Sá sem styður inngöngu Íslands í ESB, hann fordæmir lögleysu breta og Hollendinga og þá fjárkúgun sem þeir gera með tilvísun í reglur Evrópubandalagsins.

En sá sem vill ekki að Ísland gangi í ESB, hann birtir bullið í Össur.

Og það held ég að sé tilgangur þessarar fréttar.

Að hæða Evrópusambandið.  

Það segir enginn við illa særðan mann, sem liggur í blóði sínu á götunni, eftir spörk og högg þeirra Darlings og Bos, "Hey, bíð þér í pitsu og kók, ef þú lifir árásina af".  Allavega ekki sá sem ætlar sér í framtíðinni að eiga vinsamleg samskipti við fórnarlambið.  Treystir þú þér ekki til að hringja á lögregluna, eða grípa inn í og hindra ofbeldi fantanna, þá skaltu hafa vit á  að láta þig hverfa svo enginn sjái og viti, svo þú einn vitir skömm þína og smán.

Þjóðverjar, sem manna best þekkja eðli ofbeldis og fantaskapar, ættu að þekkja til þessarar visku.

Sá sem lætur ofbeldi viðgangast, þó hann hafi fulla burði til að hindra það, hann er jafn fyrirlitlegur og sá sem því beitir.

Og Þjóðverjar myndu aldrei láta breta kúga út úr sér 2/3 hluta þjóðarframleiðslunnar, jafnvel þó Kiddi Sleggja myndi segja þeim að annars væru þeir að brjóta jafnræðisreglu stjórnarskráarinnar.

Þetta er ekki flókið.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Össur ræddi við Westerwelle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ómar, ég stóð mig að því að hafa notað nokkur orð úr þessum pistli nánast orðrétt í commenti í öðrum pistli og var hissa.  Man ekki eftir að hafa lesið hann fyrr en nú.  En já, það er fyrirlitlegur maður, sem horfir á og lætur ofbeldi viðgangast.  Það er alls ekki nóg að vera á móti og gera ekkert. 

Elle_, 4.3.2010 kl. 22:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Svona er þeta Elle.  Tungutak hins augljósa er alltaf svipað, hvort sem það er mælt í Grímsey að Peking, aðeins hljóðin eru öðruvísi.

En Íslendingar halda að eitthvað annað gildi hér á landi.  Ég reyndi að móta þá þversögn í orð með þessu dæmi þegar ég var að ræða heiðursnafnbót mína við hann Palla Blöndal.  Alltí lagi að endurtaka hana ef einhver skyldi vilja spá í og orða á sinn hátt um víðan völl.

"Og það sem Frakkar kalla landráð, það eru líka landráð í Danmörku og á Íslandi.   Við megum ekki falla í þá gryfju að segja eins og maðurinn, sem sá mynd af sömu lóunni, sem var annars vegar tekin á franskri lyngheiði á vetralagi, og hins vegar á rammíslenskri þúfu á sumarlagi, og fullyrti að þetta gæti ekki verið sama lóan, önnur væri frönsk en hin íslensk, hann sæi það á landslaginu.  Merkið á fætinum var ekki rök í hans huga, heldur landið.

En þetta var sama lóan, og þetta eru sömu landráðin."

Það er alveg ótrúlegt hvað þjóðin er heimóttarleg í þessari deilu.  Áhrifamenn komast grímulaust upp með að vinna gegn þjóð sinni og tala máli óvinaþjóðarinnar.  Þetta yrði hvergi liðið í öðru land, hvergi.

Og þó ég vilji vera spes, legg fram um að fara ekki troðnar slóðir í bloggi mínu, þá vil ég ekki vera spes að þessu leiti. 

Það er svo helv. dýrt.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband