4.3.2010 | 12:50
Rísum upp!!
Upphaf allra byltinga er að fólk hefur fengið nóg.
Fengið nóg af harðstjórn, spillingu, ofríki.
Íslandi er stjórnað af harðsvíruðu auðvald sem einskis svífst.
Auðvaldi sem kemur sínum skuldum yfir á almenning.
Að losna við ríkisstjórn spillingaraflanna er brýnasta verk dagsins í dag.
Svona þegar við erum búin að segja Nei við ICEsave.
Það eina sem fólk fer fram á er að fá að lifa mannsæmandi lífi í frið fyrir burgeisum eða ofstjórnendum.
Og það er fólksins að tryggja að það geti lifað slíku lífi.
Styðjum Heimavarnarliðið. Styðjum okkur sjálf.
Látum ekki svínin komast upp með hvað sem er.
Svín eiga ekki að ráða lífi okkar og limum. Svín eiga heima í svínastíum, ekki í ráðastólum.
Segjum Nei við ICEsave, segjum Nei við skuldum auðmanna.
Byltum kerfinu ef þess gerist þörf.
Kveðja að austan.
Bankakreppu velt á almenning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Myndbandið af uppboðinu http://www.mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/?fl=0;media_id=43764;play=1&ref=fpsjonvarp
Rauða Ljónið, 4.3.2010 kl. 13:29
Gallinn er bara sá að það er ekki hægt að segja NEI við Icesave. Þjóðaratkvæðagreiðslan á morgun snýtst ekki um það, heldur hvort við veitum ríkisábyrgð á lán frá Bretum og Hollendingum vegna útborgunar á innlánsfé af Icesave reikningunum. Ef við segjum nei við því, þá taka aftur gildi eldri lög sem jafnframt veittu ríkisábyrgð en hún er takmarkaðri og er háð skilyrðum.
Til viðbótar. Það er ekki nóg að bylta bara kerfinu. Þú verður að vita hvað þú vilt að taki við þegar þú ert búinn að bylta. Bylting byltingarinnar vegna étur börn sín og við höfum of mörg dæmi um að slíkar byltingar hafa í för með sér enn verra stjórnarfar og enn verri aðstæður fyrir þá sem voru í byltingunni en stóðu ekki í fylkingarbrjósti þar sem menn hafa getað komið sér á spenan.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 13:55
Sigurður Geirsson. Það er ekki alveg rétt. Bæði lög falla úr gildi hvað eitthverja raunverulega þýðingu fyrir Breta og Hollendinga varðar. Þeir höfnuðu þeim fyrri, og þeir taka þau ekki upp einhliða. Forsetinn undirritaði þau fyrri með skilyrðum um að fyrirvararnir yrðu samþykktir óbreyttir. Það gerðu þeir ekki.
Afturámóti segir forsætisráðuneytið þetta á sérstökum vef settum upp til upplýsinga um Þjóðaratkvaðagreiðsluna:
Bretar og Hollendingar gáfu lokafrest til 1. desember um samning, sem var ein fjölmargra heimsendadagsetning stjórnvalda. Þá var hótunin að annars færi málið fyrir dómstóla. Héraðsdóm Reykjavíkur sem er dómþing Icesave. Undirrituðum leist afar vel á þá tilhögun. Fleiri eru víst ástæður þess að sá glæsilegi er ekki inni í myndinni. Svo það er vandséð hvernig á að ver hægt að láta hann verða einhverja hindrun fyrir því að setja stórt X við NEI.
Kveðja.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 14:26
Blessaður Sigurður.
Nei við ICEsave þýðir Nei við ICEsave, kannski skilja lögfræðingar það ekki, en þjóðin skilur það. Við munum aldrei, aldrei greiða bretum krónu í skatt nema að undangengnum dómi þar tilbæra dómstóla. Það kallast að lifa í réttarsamfélagi, ekki götusamfélagi unglingagengja San Salvador.
Og hvað byltinguna varðar, þá veit ég mæta vel hvað ég vil í staðinn, og fastir lesendur þessa bloggs geta vitnað um það. Lestu fólk áður en þú gerir því upp skoðanir. En tregða þín við byltingu er dálitið athyglisverð, í ljósi þess að þú værir ennþá við plóginn ef fólk með manndóm hefði ekki risið upp gegn kúgun og ofríki.
Ekki hrakyrða þann arf sem gaf þér mannsæmandi líf.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.