Steingrímur hagstæði.

 

Dregur nafn sitt af því að hann er alltaf að ná svo hagstæðum samningum.

Þegar Svavar kom heim smánina sína, þá skipaði Steingrímur Alþingi að samþykkja þann samning, hann væri svo hagstæður.  Og honum fannst krafan um að Alþingi fengi að sjá samninginn áður en það samþykkti hann vera fjarstæða.  

Við fáum ekki betri samning sagði Steingrímur, mikil lækkun frá samningsdrögunum haustið 2008.

 

Alþingi hafði sitt í gegn og samningurinn var lesinn.  Í honum voru ýmis ákvæði um landráð, afsal dómsvalds og eignaupptöku almenningseigna ef ekki væri staðið í skilum.  Og ekki hvað síst þau afglöp  að bretum og Hollendingum var afhent hálft eignasafn Landsbankans upp í sinar ábyrgðir í stað þess að það gengi allt upp í forgangskröfu íslenska  tryggingasjóðsins.  

Og við þennan óskapnað, sem er sannarlega versti milliríkjasamningur sem hefur verið gerður milli fullvalda ríkja, hefur þjóðin ekki losnað.  Vissulega hafa verið gerðar breytingar á honum, en grunnurinn alltaf sá sami, þjófnaður bretanna á helming eignanna alltaf viðurkenndur og áhættan öll Íslendinga.  Og á lögmæti fjárkrafna þjófanna hefur aldrei verið látið reyna.

 

Við hverja viðbót sem þjóðin hefur náð að þvinga Steingrím til að gera, þá hefur hann alltaf verið með hagstæðasta samning í höndunum sem hægt er af fá breta til að samþykkja.  Og í hvert skipti hefur Steingrímur verið viljað semja, ekki missa af þessum kostaboðum bretanna.

Samt halda bretarnir alltaf áfram að bjóða betri og betri lokatilboð.  Af hverju????

Hvernig getur Steingrímur Joð Sigfússon fullyrt að þeir bjóði ekki ennþá hægstæðari samning á morgun, eða næsta dag?  Eða eftir helgi?

 

En sannleikurinn er sá að Steingrími hagstæða er alveg sama um innihald sinna samninga, hann hefur margsagt að það þurfi að semja, koma málinu frá, svo hægt sé að endurreisa landið.  

En fyrir okkur hin sem þurfum að borga brúsann er þetta grafalvarlegt mál.  Fyrir okkur skiptir það máli hvort verið sé að borga 500 milljarða, 200 milljarða eða 75 milljarða eins og Jóhanna Sigurðardóttir lét kjósa sig út á..

Og fyrir okkur sem þjóð skiptir það öllu máli hvort krafa fjandmanna okkar sé lögbær,, hvort hún byggi á lögum og rétti.  Sé svo ekki þá megum við ekki borga hana, jafnvel þó okkur sé hótað eldi og brennisteini. 

Þetta er gjaldið við að vera sjálfstæð þjóð.  

Það eru skýringar að stórþjóðir halda úti herjum.  Ef það dygði að hóta, þá þyrfti ekki her.  Og heimurinn væri bara eitt ríki, sá sem hótaði mest réði öllu.  

Kínverjar hótuðu Víetnömum öllu illu  ef þeir gæfu ekki eftir landamærasvæði sem höfðu tilheyrt Kína í fyrndinni.  Víetnamar sögðu Nei (við ICEsave) og þá réðist kínverski herinn inn í Víetnam, en var hrakinn á brott af vígfúsum Víetnömum sem voru tilbúnir að verjast stórríkinu með blóði sínu. 

Víetnamar kusu að vera sjálfstæðir og vissu að gjald þess vilja var að verjast.  En þeir gátu hringt til Íslands og fengið Steingrím hagstæða til að semja, og hann hefði farið til Peking og spurt Kínverja kurteislega hvað mikið land þeir vildu. 

Steingrímur hagstæði hefur verið til á ýmsum tímum en við þekkjum ekki raunveruleg nöfn hans, eða þeirra þjóða sem hann leiddi.  Þær þjóðir eru ekki til lengur, glötuðu sjálfstæði sínu því þær voru ekki tilbúnar að verja það og urðu gleymskunni að bráð.

Forsenda sjálfstæðis er að vilja verja það þegar á það er ráðist.  En ef þjóðir sem vilja verjast fá Steingrím hagstæða til að stýra vörnum sínum, þá er ekki varist, heldur samið um hagstæðustu uppgjöfina sem býðst.  

Sem er alltaf fyrst tilboðið sem Steingrímur hagstæði fær í hendurnar.  

 

Er ekki tími til kominn að annar taki við vörnum landsins??'  

Einhver sem vill verjast, ekki gefast upp.

Ef ekki þá eigum við að stíga skrefið til fulls og biðja Margréti Þórhildi að fyrirgefa okkur það bráðlæti sem við sýndum föður hennar.

Við erum þá ekki hæf til að vera sjálfstæð þjóð.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Segir ekki langt í land í Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.  Góður pistill sem þér er von og vísa.

Það er með ólíkindum að hlusta á málflutning vesalings Steingríms.  Hann ætlar jú að mæta á kjörstað og krossa JÁ við glæsisamninginn.  Þas. ef hann nennir yfirleitt að sýna þjóðinni þá virðinga að mæta.  Hann skilur ekki þýðingu þess að ná betri samningi eins og þjóðin og standa með henni í baráttunni fyrir mannsæmandi lífsskilyrðum um sennilega alla framtíð.  Jú honum dugar sá glæsilegi, þó svo að nýja samninganefndin var varla sest við samningaborðið að Bretar og Hollendingar buðu afslátt sem nemur nánast andvirði einnar Kárahnjúkavirkjunar.  Það er skiptimynt í stóra samhenginu fyrir Steingrím, sem vill þann glæsilega.  Hann heldur jú að hann líti betur út að þykjast ekki vera sigraður af þjóðinni. Í denn var þetta svo barnaleg hegðun kölluð millifótarslátursstærðarkeppni. 

Í morgun sagði þessi andans snillingur í útvarpi að nýr samningur á ekki eftir að bjarga neinu um að bæta okkur þann skaða sem andóf þjóðarinnar mun kosta okkur.  Þá verður hann örugglega afskaplega kátur ef honum og hinum hagsmunagæsluaðilum stjórnvalda fyrir Breta og Hollendinga tekst það ætlunarverk. Auðvitað átum viðað rjúka til að samþykkja fyrsta samning, því að það er okkur svo dýrt að eyða meira en 2 dögum í verkið sem tók Svavar að landa þeim glæsilega.  Svona er alvöru samningavinna að mati Steingríms.  Samninganefnd Svavars var ekki með einn samningamann sem nokkur sinnum hafði tekið þátt í alþjóðalegri samningagerð.  En fyrirtaks sendlar til að flytja afarkostaboð Breta og Hollendinga til Steingríms.  Sem kvittaði strax uppá.  Það er svo dýrt að gera betur. 

Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst ma. um samstöðu þjóðarinnar og að umheimurinn fær að vita að þjóðin mínus stjórnvöld, segja eitt stórt NEI við ofbeldi stórveldanna.  Ef á að semja, er byrjunarreiturinn betri samningur og hún hafnaði, plús allur meintur skaði sem tafir vegna málsins á að hafa valdið okkur er afskrifaður.  Samningur á síðan að gera mun betur en það.  Það er byrjunarreiturinn sem stóra NEIIÐ tryggir þjóðinni.  Þetta skilur grey Steingrímur ekki.  Enda skilur hann ekki tilgang kosninganna að eigin sögn, frekar en Jóhanna.

Helst vildi ég sjá að málið fari rakleiðis fyrir dómstóla.  Þráinn Bertelsson fullyrti að 5% þjóðarinnar væru hálfvitar.  ef svo er, þá eiga þeir amk. 2 þingmenn.  Og annar þeirra gegnir embætti ráðherra og flokksformanns.  Ekki slæmt fyrir þá, að eiga aðra eins afreksmenn sem fulltrúa.

Bestu kveður sem fyrr frá suð/vestur horninu hvíta.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Á vissan hátt var Steingrími vorkunn því allflestir töldu að þjóðin ætti að borga veturinn og vorið 2009. Það afsakar samt ekki tvennt.

Að hafa ekki látið reyna á réttastöðu Íslands.

Að hafa fallist á þjófnað bretanna að láta sinn tryggingasjóð fá forgang til jafns við þann íslenska.  Af hverju bættu þeir ekki sínum bankakostnaði við líka, og stríðskostnaðinum í Írak?

Og síðan höfum við alltaf setið uppi með afglöpin, ómenguð.

Og kannski er það sorglegasta í þessu að fólk heldur að afglöp séu forsenda endurreisnar.

Hvað sem örðu líður, þá er þetta liðin tíð, Steingrímur fékk sitt tækifæri, og daginn eftir Nei-ið verður hann krafinn afsagnar.  Ég sit á strák mínum þangað til, en áður en ég fer í borgina ætla ég að skjóta inn nokkrum pistlum með fyrirsögninni, afglapar eiga að segja af sér, eða Steingrímur segðu af þér, en það er kannski of orðljótt.

Veit ekki.

En þetta meinta tjón af frestun ICEsave er orðum aukið.  Gengið fer eftir framboði og eftirspurn, og á meðan lánin eru föst, þá er von um að við höldum frelsi okkar, annars er það blóðug bylting eða þrælastjórn kröfuhafa.  

Þannig að kannski má finna plúss við Svavarssmánina.

Kveðja úr sólinni að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 13:23

3 identicon

Er þá búið að hræra í sólarpönnsurnar? (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 13:47

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Það þýðir ekkert að spyrja mig að því, ellin er komin á það stig að ég man ekki mjög langt aftur í tímann.

En hér hefur tíðin verið þannig langalengi, fyrir utan þetta hressandi sunnan slagviðri, sem öllum er hollt í hófi, að hér hefur sólin ekki sést fyrir fjöllum en mér skilst að þið sjáið hana ekki fyrir skýjum, legg til að þið takið hana til ykkar hið bráðasta.

Það á að vera vetur á veturna.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband