Framtíð okkar er í húfi

 

Ef amatörar stjórna landinu mikið lengur, þá missum við efnahagslegt sjálfstæði okkar.

Amatörarnir trúa því að lausn á greiðsluerfiðleikum, sé að bæta á lánin, redda stöðunni frá degi til dags með nýjum lántökum og vona að þetta reddist einhvern veginn.

Þetta er svokölluð Gríska aðferð, og í dag er Grikkland ekki sjálfstætt ríki því fjármálum þess er stjórnað frá Berlín.

Jarðfræðingurinn sagði orðrétt í sjónvarpssal, "þá verðum við að skuldbreyta láninu og kannski náum við að greiða það niður einhvern tímann í framtíðinni."  Hann var að svar skarpri spurningu Þóru Arnórsdóttir þar sem hún spurði hann, eftir að hafa hlustað á rök hans fyrir ICEsave ríkisábyrgðinni, hvernig að gæti verið lausn á greiðsluerfiðleikum að bæta við svona gífurlegri skuldbindingu.  

Von jarðfræðingsins var að þetta myndi bara reddast einhvern tímann, hann taldi sig hafa rétt til að leysa skammtímavanda með skuldaþrældóm næstu kynslóða.  Svo tala menn um siðlausa útrásarvíkinga.

 

En IcEsave er ekki stærsti viðbótarvandinn, það lán er þó til 14 ára.  Lánapakkinn sem kenndur er við AGS er upp á um 800 milljarða, og þetta eru skammtímalán.  Það vita allir þau skilyrði sem AGS setur þegar lönd geta ekki endurgreitt þessi lán. 

Skilyrðin eru að galopna efnahagslífið fyrir erlendum stórfyrirtækjum  og útrýma velferðarkerfinu með einkavæðingu. 

Það þarf meira en fávisku til að lenda í þessum klóm, það þarf mikinn illvilja eða hreinlega geðsýki þeirra sem telja sig allt mega ef þeir hafa byssur til að halda lýðnum niðri.  Öflugt hervald er nauðsyn ef stjórnvöld setja þjóðir sínar á kvalabekk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Við skulum segja hlutina hreint út, þú þarft að vera illmenni, ómenni eða geðsjúkur til að telja samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ásættanlegt.  Það er ekkert annað geðslag sem réttlætir arðrán þjóðar sinnar og ótímabærann dauða meðborgara sinna.

Það er ekki hægt að afsaka sig með heimsku eða fávísi, þó stór hluti amatörana þykist þjást af slíkum eðliseiginleikum.

 

Alex Jurshevski er að benda á að þjóðir í greiðsluerfiðleikum semji um sínar skuldir, þær fresti ekki vandanum með því að taka alltaf ný og hærri lán, hvað þá að þau lán séu óþörf og siðlaus eins og ICEsave skatturinn til breta og Hollendinga.

Margar þjóðir hafa endursamið um sínar skuldir, samt haldið reisn sinni og trausti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.  Aðrar hafa flotið sofandi að feigðarósi og lent í klónum á alþjóðlegum illmennum.  Illmennum sem alltaf skilja eftir sig sviðna jörð nema að einu leiti, nýreistar þrælaverksmiðjur illauðhringa hafa tekið yfir innlent efnahagslíf.  Og fátækt fólk deyr vegna þess að það hefur ekki efni á lyfjum og heilsugæslu.

 

Orð Alex Jurshevski eru þörf áminning um það sem þýður okkar ef siðlausir Leppar auðmanna fá að stjórna mikið lengur.  Auðmennirnir kalla þetta endurreisn, því þá fá þeir aftur aðgang að ódýru lánsfé, þeim er alveg sama þó velferð þeirra sé byggð á blóði þjóðar sinnar.  Þeir kalla þetta framfarir að einkavæða og leggja niður velferðarkerfið.  Og endurreisn að skuldsetja þjóðina í klærnar á ómennum.

 

Ég kalla þetta siðleysi og grimmd.  ILLSKU.

 

En mín rödd er hjáróma og hefur ekkert vægi.  Þeir sem tala um hvað er siðlegt og hvað má gera öðru fólki og hvað má ekki, hafa alltaf verið taldir skrýtnir á Íslandi, kannski tækir til að halda ræður á aðfangadagskvöld, en annars best geymdir inná söfnum eða upp á hanabjálkum yrkjandi ljóð, eða eitthvað.  Því stjórnunin er fyrir skynsama menn, raunsæja menn, sem gera það sem þarf að gera á hverjum tíma.

Þess vegna var auðmennum hleypt á beit um lendur þjóðarinnar, þeir ætluðu að gera okkur öll ríki, með sameiningum sínum og yfirtökum þá mynduðu þeir svo hagkvæmar einingar að enginn smáfugl gat keppt við þá, enda eru smáfuglarnir menn fortíðar, hagkvæmni stærðarinnar, helst risastærðarinnar var framtíðin.  Og risastærðin var svo hagkvæm að jafnvel eitt fyrirtæki dugði ekki til að ná þeirri hagkvæmi, þess vegna dugði ekki að eiga íslenska markaðinn, það þurfti að fara út i hinn stóra heim til að ná ennþá meiri hagkvæmi.

Og allt var einkavinavætt, kvótinn, bankarnir og tímaspursmál hvenær ríkið fylgdi á eftir.  Aðeins mjórómar raddir spurðu hvort þetta væri það líf sem við vildum lifa, að þjóðfélag okkar væri þannig að allt var falt á markaðstorgi viðskiptanna.  Og á þær var ekki hlustað, aðeins sussað.

Svo hrundi þjóðfélag hagkvæmninnar, undirstöður þess voru skuldir, ekki heilbrigð samkeppni eða margbreytileiki fjöldans.  

Þeir sem réðu og ráða öllu í dag, sögðu að þetta hefði allt verið óheppni, einhverjum útlenskum bræðrum að kenna, reynum aftur sögðu þeir með nýjum leikurum en skiptum ekki um svið eða leikrit.  ICEsave og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn munu bæta úr því sem úrskeiðis fór.

 

Þess vegna er framtíð okkar í húfi, þjóðin hefur ekkert lært.  Hún trúir því að sömu snillingarnir geti núna, að vísu með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, geti endurreist Ísland með sömu ráðum og sömu aðferðum og komu okkur á kalda klakann upphaflega.  Hún trúir því ennþá að það sé gott að lifa í ómennsku þjóðfélagi og að skuldir séu uppspretta velmegunar

Og fyrir þessa trú er hún tilbúin að fórna öllu, æru sinni, náttúru, framtíð barna sinna. 

Tökum lán, tökum lán og virkjum allt sem hægt er að virkja, núna og reisum fabrikkur, fabrikkur þær eru lausnin, þá þurfum við ekkert að hugsa eða gera sjálf.  Þær eru lausnin.  Og meiri lán, tökum meiri lán, meir lán, hærri lán, við þurfum traust svo við getum tekið lán, það verða einhverjir að lána okkur, semjum við breta svo við fáum lán.  Lán, lán.

Velmegun byggð á lánum, beið skipbrot haustið 2008.  Og það er sama hvað allir snillingarnir segja um endurreisn og uppbyggingu atvinnulífsins, velmegun lánanna kemur aldrei aftur.  

Nýjar lántökur eru bein ávísun á þjóðargjaldþrot, og þegar nýi lánadeitarinn heitir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, þá hrynur samfélagið á eftir.

 

Framtíð okkar er í húfi.  

Og við, hinar mjóróma raddir erum þau einu sem geta stöðvað Helreið snillinganna áður en hún leiðir okkur inn í hyldýpi glötunarinnar.

Verði Helreiðin ekki stöðvuð þá er ekki við snillinganna að sakast, þeir gera það sem eðli þeirra bíður þeim.  Sökin liggur hjá okkur, okkur fólkinu með mjóróma raddirnar sem þorðum ekki að tjá okkur að ótta við athlægi snillinganna.  Þó vitum við innst inni að þeir eru margsannaðir asnar.  Og stefna þeirra ill, mannfjandsamleg.  

Það er okkar að stöðva Helreiðina.  Það eru okkar börn sem eru fórnarlömb hennar.

Sé hún ekki stöðvuð þá er við engan annan að sakast.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Eykur líkur á greiðsluþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 628
  • Sl. viku: 5620
  • Frá upphafi: 1399559

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 4793
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband