Bíddddddu við, eiga þeir alltí einu pening núna????????????

 

Eina röksemd ríkisstjórnarinnar fyrir ICEsave ríkisábyrgðinni, sem ekki er lygi, er sú fullyrðing að annars lokist fyrir alla endurfjármögnun ríkissjóðs, að íslenska ríkið þurfi að greiða 507 milljarða hið minnsta, á næstu 14 árum, annars lendi ríkissjóður í greiðsluþroti með nokkurra hundruða milljarða skuld.  

Þetta er ekki lygi, vegna þess að þetta er huglæg staðreynd, líklegast röng, en aðeins tíminn getur sannað eða afsannað.

Núna þykjast þeir allt í einu getað tekið 250 milljarða upp úr hatt töframannsins og greitt eins og ekkert sé.

 

Áttar sig enginn á hve sjúkt þetta allt saman er.

 

"Vissulega viljum við hjálpa fólki í skuldaerfiðleikum,  þetta er allt hið hörmulegasta mál, en sú aðstoð má ekki kosta ríkissjóð krónu, það eru engir peningar til" sagði Steingrímur Joð Sigfússon síðastliðið sumar i Kastljósi þegar hann réttlætti að ungt barnafólk í skuldaklemmu Hrunsins, fengi enga aðstoð frá samfélaginu, sem þó var eigandi allra bankanna og sjóðanna sem voru að níðast á fólki.

Staðan var svo erfið að hann gat ekki séð af krónu, þær voru allar teknar frá sjúkum, öldruðum og öryrkjum, eða hvað hann tiltók í málsvörn sinni.

Núna eiga Steingrímur og Indriði til 250 milljarða út i hönd til að aðstoða breska ríkiskassann í fjárhagsvandræðum sínum.  

Þeir eiga ekkert til að hindra upplausn samfélagsins, en þeir eiga 250 milljarða til að hindra að Brown og Darling verði dæmdir eins og hverjir aðrir ótýndir glæpamenn fyrir þarlendum dómstólum.

Við megum ekki gleyma því að síðasta von þeirra kumpána er eftirgjöf íslenskra stjórnvalda svo þeir fái ekki á sig ákæru fyrir tilraun til stærstu fjárkúgunar sögunnar.

"It is not legal" sagði Financial Times.

En Steingrímur les ekki slík blöð, hann lætur sér duga að lesa héraðsfréttir Norðurþingeyinga, ef hann les þá yfir höfuð nokkrar fréttir, þvílík er fáfræði fullyrðinga hans í ICEsavedeilunni.

 

Og þjóðin er ekki fífl, hún sættir sig aldrei við þessa meðgjöf.

Blási þeir þjóðaratkvæðagreiðsluna af, þá fá þessir menn ekki að kemba hæruna, mega kallast heppnir að fá gera það í öruggu skjóli Litla Hrauns.

Það eru takmörk fyrir öllum landráðum.

Líka á Íslandi.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Rætt um að ríkið taki yfir skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 191
  • Sl. sólarhring: 696
  • Sl. viku: 3972
  • Frá upphafi: 1330148

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 3418
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 136

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband