Bretar ekki skornir niður úr snörunni í dag.

 

Gott mál, ekki skal lasta menn sem vilja axarsköft gera, en ekki haft til þess getu, eða þor.

Og þorið fer óðum þverrandi.  

Mögnuð grein hjá Magnúsi Thoroddsen í Morgunblaðinu í dag.  Segir allt sem segja þarf um þrekleysi þeirra sem hafa landsölu í huga.  Skömm stjórnmálastéttarinnar eins og leggur sig er mikil að hafa endalaust hímt í skúmaskotum og beðið eftir enskumælandi mönnum til að hneigja sig fyrir.

Það kostar eitt símtal, eða tölvupóst ef fólk er ótalandi, að fá úrskurð ESA og EFTA dómsins á kúgun bretanna.

Og þá sætu þeir kumpánar, Brown og Darling inni í dag, því bresk lög banna skýlaust allar fjárkúganir.  Þeir þekkja svona hegðun bretarnir, IRA skæruliðar fjármögnuðu sig með svona hótunum og ofbeldi.  Þess vegna taka bresk lög hart á allri fjárkúgun og þeim sem hana stunda.

Enda lagði IRA fljótlega upp laupanna þegar öll fjármögnun var gerð svona erfið, bankarán gáfu aldrei eins mikið af sér.  

En þetta var bara útidúr í lok dagsins, ríkisstjórn vor hótar þjóð sinni tíðindum á morgunn.  

En hugsanlega er ég neikvæður, kannski er verið að semja um uppgjöf Browns og Darlings, og þessa Mini Mini, heitir hann ekki Bos eða eitthvað, man bara eftir Al Capone úr þessum geira mannlífsins.

Og það hlýtur að vera að semja um eitthvað slíkt, ég hef getið mér til um táknrænar skaðabætur upp á 507 milljarða, svona gegn því að sleppa lögsókn.  Það er af okkar hálfu, þó ég er ekki viss um að breska réttvísin sleppi þessum kumpánum, svona þegar breski ríkissaksóknarinn kveikir á perunni að allur málatilbúnaður Darlings byggðist á lygum og blekkingum, allt gert til að breiða yfir glæpsamlegt athæfi.  Sjáum til með það.

Já, það hlýtur að vera uppgjöf breta í pípunum, sé það æ ljósar eftir því sem orðin bætast við þennan pistil.

Ég meina, varla eru Jóhanna og Steingrímur það miklir hálfvitar  að telja þjóð sína heilalausa bjána, að hún sjái ekki í gegnum bretalygina??'

Ég er kominn í þrjá hringi, verð að hætta og útbúa kartöflumúsina, hef þó vit til þeirra verka.

Læt aðra um getgáturnar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Nefndin heim á morgun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Ertu til í að gefa mér uppskrift af kartöflumúsinni þinni ?

Annars eru pistlarnir þínir mjög góðir - kærar þakkir fyrir þá.

Kveðja að sunnan.

Benedikta E, 2.3.2010 kl. 20:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Benedikta.

Galdurinn er hóflegt magn af óhollustu á móti gæða Gullauga, smá Smjörvi með.   Drengirnir eru ánægðir þannig að ég get ekki kvartað.  

Þeir eru sko í daglegri veislu hjá Svenna kokk og vanir góðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband