"Skríllinn bloggar!!!!"

 

Miklum áfanga náð í dag.  

Einlægur bretavinur kallaði mig "skríl".

Lá við að ég táraðist.  Ég var því miður sökum fjarlægðar og fátæktar, ekki einn af þeim sem barði potta og pönnur, náði því ekki að teljast fullgildur meðlimur í skrílnum.

En þetta hafðist í dag.  Lá  við að mér yxi hár og skegg, og ég væri kominn á götur Washington að mótmæla Víetnamstríðinu.  "Sigið lögreglunni á þennan skríl" mælti þá maður sem síðan bar það af sér að vera krúkur.

Já sagan kann mörg dæmi um skríl.   Í fimm ár voru þýsk blöð full af frásögnum af ósvífnum skríl, sem kallaði löglegt hernámslið kúgara og ofbeldismenn, skríllinn átti líka til að sýna þá ósvífni að reyna að fækka þessum hernámsliðum með allskonar ofbeldi.

En í dag eru aðrir tímar, núna erum við kölluð skríll sem sættum okkur ekki við fjárkúgara og ofbeldismenn.  Samt höfum við engan skotið, bara kallað fjendur þjóðarinnar landsölumenn og föðurlandssvikara, eins og við höfum fundið upp á því hugtaki.  Lýðveli okkar rétt rúmlega 60 ára en gríska orðið Efíaltes þýðir svikari, og er nafn manns sem var uppi fyrir rúmum 2.400 árum.  Sá hafði gert fátt annað en er lenska hjá bretavinum i dag, hann aðstoðaði erlenda fjárkúgara og ofbeldismenn að sigra þjóð sína og var úthrópaður föðurlandssvikari af grískum skríl síðan.

Kannski á orðið bretavinur eða borgunarsinni eftir að þýða föðurlandssvikari á íslenskri tungu.  Slíkt vill oft gerast þegar skríllinn er heil þjóð sem sættir sig ekki við þjónkun innlendra við erlend ofríkisöfl.

Það veit enginn söguna fyrr en hún er öll, eða skráð úr mikilli fjarlægð.  Í dag er margur þýski ofurhermaðurinn kallaður skríll, en þeir sem reyndu að fyrirkoma þeim heima hjá sér, kallaðir andspyrnuhetjur og föðurlandsvinir.

Ég myndi því fara varlega í að kalla þjóð sína skríl.  Sérstaklega þegar maður styður heilshugar beina fjárkúgun erlendra ríkja upp á 507 milljarða minnst.  

Og lygin eru einu rökin.

Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra og er ekki ávísun á mildan dóm sögunnar.  Því sagan dæmir alltaf kúgun og ofbeldi sem villimennsku sem á ekki að líðast.  

Líka á Íslandi.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ekki formlegir fundir á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Blessaður kappi.

Ég óska þér til hamingju með nafnbótina, þú ert maður meiri fyrir vikið. Það er reyndar spurning hvort ekki sé tímabært að hanna nýja orðu fyrir þá sem njóta heiðursnafbótarinnar "skríll". Þessa orðu ( skrílsorðan ) má hengja á þá sem vinna gott verk í þágu þjóðar og lands komandi kynslóðum til heilla.

Mbk

Umrenningur, 2.3.2010 kl. 20:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sumir, sem ekki hafa "réttar" skoðanir á hlutunum, t.d. listamannalaunum, eru líka kallaðir fábjánar.

Axel Jóhann Axelsson, 2.3.2010 kl. 20:21

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þetta er skilgreiningin á skríl, þá skal ég glaður bera þá nafnbót með þér. Það var líka skríllinn, sem hengdi Mussolini og heimtaði gálgann fyrir Quisling.  Hvar væri heimurinn án skrílsins. Sennilega þjóðskipulag býkúpunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 20:58

4 Smámynd: Páll Blöndal

Það er líka skríllinn sem stundar heiðursmorð þegar ungar stúlkur eru grýttar fyrir hórdóm í múslimasamfélögum.
Galdrabrennur voru stundaðar og mönnum fórnað í gin villidýra.

Þið viljið tilheyra þannig skríl.

Páll Blöndal, 2.3.2010 kl. 21:28

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Ég held að þú eigir eitthvað sökótt við múslima, held að þú þyrftir að ræða málin við talsmann þeirra, hann Salmann Tamimi. 

Hafðu annars mikla þökk fyrir heiðursnafnbótina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 22:08

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir Axel og Jón.

Já, bretavinir eru eitthvað pirraðir þessa dagana.  En eins og þú bendir réttilega á Jón, þá á það sér sínar skýringar, sporin hræða.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 22:11

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur, þú veglúni ferðamaður. 

Gaman að heyra í þér, og vona að baslið gangi allt sinn vanagang.  

Þetta er líka búin að vera erfið vegferð í dag hjá mér, hef hamrað á algildum staðreyndum við allar mögulegar og ómögulegar fréttir í dag.  Hef reynt að skerpa á áherslum fólks gagnvart þeim svikráðum sem okkur eru brugguð.  Og ég er stoltur af þjóð minni, fólk er á verði, og mun ekki leyfa hið minnsta frávik.

Skömmin og skuldin er breta og bretavina, vælið og eymdin er þeirra eina muldur í dag.  Núna skil ég miklu betur hvernig þeim aumingja Norðmönnum leið vorið 45 þegar þeim varð ljóst að skuldaskil væru í nánd, að það hafi verið mistök að taka dýrð þriðja ríkisins fram yfir frelsi og sjálfstæði sinnar eigin þjóðar.  

Ég finn eiginlega til með forystufólki svikanna, sjá svipinn á Jóhönnu og Steingrími eftir ríkisstjórnarfundinn, þetta er sigrað fólk, og það er að uppgötva skömm sína.   

It is not legal segir FT um kröfur bretanna og þó egillinn og spegillinn og Ruvarinn og auðmiðillinn jarmi á móti,  þá mun vandfundinn sá hálfviti sem heldur því fram að blaðið segi þetta aðeins að kröfu Sjálfstæðisflokksins.  Financial Times segir satt um kúgunina og lögleysuna, því það er svo mikið í húfi fyrir fjármálaheiminn að Ísland segi ekki Nei.

Það er svo mikið í húfi, að um sögulegan atburð er að ræða, og við erum þátttakendur í heimssögunni í dag Umrenningur minn.  Og þó ég sé á verði, og tilbúinn að hleypa úr gamla framhlaðningi mínum, þá veit ég að það er ekki hægt að svíkja.  Aðeins stórtíðindi og söguleg eftirgjöf breta getur héðan af forðað þeim kumpánum, Darling og Brown frá hefnd City.  

Níska þeirra snýst um aura, en skaði City og Wall Street um billjónir.

Og Jóhanna talar um vaxtavexti, skil ekki að hún skuli ekki halda sig við vaxtaverki, og segja af sér strax.  Þvílík þekja sem manneskjan hefur hætt sig út á, þekja sem er að bresta undan henni.

En að kveldi góðs dags, þá býð ég góða nótt.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 22:32

8 Smámynd: Páll Blöndal

Ómar, þú ákvaðst að taka þetta til þín.
En ég var bara að tala um þessar hallærislegu uppnefningar og ásaknair
á fólk. Ef við sleppum mínum flokki (Sf) úr umræðunni, þá á ég mjög
erfitt með að kyngja því að Steingrímur J, sé föðurlandssvikari og landráðamaður.
VG er eini flokkurinn sem með einhverri sanngirni er hægt að segja að sé
saklaus af hruninu.

Páll Blöndal, 2.3.2010 kl. 23:18

9 identicon

hvað ætli skrílinn í Boston á 18 öld og skrílinn á Íslandi á þeirri 21 eigi sameiginlegt?

Að verða fyrir skattheimtufrekju Breska ríkisins. Er önnur sjálfstæðisbarátta kannski hafin? Það eru ýmis teikn á lofti um útbreiðslu icesave andófsins til annara landa.

http://en.wikipedia.org/wiki/Boston_Tea_Party

Og átti að haga hlutunum þannig að þetta yrði útkoman?

http://jonthorolafsson.blog.is/users/8c/jonthorolafsson/img/aflei_ingar_styrivaxtastefnu_imf_846663.png

Þetta eru mjög kvíðvænlegir tímar fyrir auðvaldið og þjóna þess, nú þegar skrílinn hefur fengið nóg og ætlar að varpa af sér okinu og brjótast úr skuldafangelsinu.

Toni (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 23:20

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það gneistar af gáfulegum svörum landsölumannsins Páls Blöndals.  Hann á eitthvað sökótt við Kaþólsku Kirkjuna og Múslimi, sem vafalaust er meinilla við að láta kalla sig skríl. Ég er aftur á móti vita trúlaus.  Á ekki einu sinni hjáguði á borð við Evrópuátrúnað Páls.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2010 kl. 00:17

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Páll.

Lofsvert að útskýra mál sitt.  

Og ég vil taka það fram í upphafi, að mér er það sárar að gagnrýna Steingrím á þeim nótum sem ég geri, en þér að lesa þá gagnrýni.  Bara svo við höfum það á hreinu.

En rökfærsla þín um sakleysi Steingríms af Hruninu, er ótæk.

Heldur þú að dómari í Houston hefði tekið mark á manni, sem var ákærður fyrir morð, og morðið náðist á myndband, að ef hann hefði sagt; "ég drap ekki manninn, ég var i messu þegar Kenedy var skotinn".   Gjörðir Steingríms í dag koma Hruninu ekkert við.

Hliðstætt dæmi úr sögunni eru landráð Pétain marskálks, hann var sannarlega ekki sekur um klúðrið þegar varnir Frakklands féllu, enda á eftirlaunum, og vissulega var hann beðinn af þáverandi stjórnvöldum að semja um uppgjöf, og það að leiða Vichy stjórnina var ekki landráð sem slík.  En þegar Vichy stjórnin beitti sér af hörku til að kveða niður andspyrnu þjóðarinnar, þá myndaðist vík milli hennar og þjóðar, og sú vík var kennd við landráð.

Landráð er vel skilgreint hugtak, og það að aðstoða erlend árásarríki (það er árás að krefja annað ríki um háar fjárgreiðslur framhjá lögum og rétti) við fjárkúgun og yfirgang, er landráð.  Og lög um landráð eru eins um allan heim, vegna þess að öll ríki heims vilja viðhalda sjálfstæði sínu, og ekkert ríki líður þegnum sínum að vinna gegn fullveldi þess.  ICEsave kúgun breta og Hollendinga gengur gegn fullveldi Íslands, hún er ólögleg, og fjárkröfurnar svo háar að ef illa fer þá missir landið efnahagslegt sjálfstæði sitt.  

Allt einkenni Páll, sem þjóð sem verður fyrir árás, á á hættu að gangi eftir ef hún verst ekki innrásinni.  Þess vegna eru lög um landráð svona sterk og afgerandi.

Og það sem Frakkar kalla landráð, það eru líka landráð í Danmörku og á Íslandi.   Við megum ekki falla í þá gryfju að segja eins og maðurinn, sem sá mynd af sömu lóunni, sem var annars vegar tekin á franskri lyngheiði á vetralagi, og hins vegar á rammíslenskri þúfu á sumarlagi, og fullyrti að þetta gæti ekki verið sama lóan, önnur væri frönsk en hin íslensk, hann sæi það á landslaginu.  Merkið á fætinum var ekki rök í hans huga, heldur landið.

En þetta var sama lóan, og þetta eru sömu landráðin.

Kveinki þú þér undan því, þá skaltu hætta að styðja kúgun bretanna, hún varðar við alþjóðlög og er aðför að íslenska ríkinu.  En þú breytir ekki hugtökum Páll, þau eru mörg þúsund ára gömul.  Og alls staðar eins.

Af gefnu tilefni.  Þjóð sem líður landráð, hún heldur ekki sjálfstæði sínu. 

Ekki lýgur saga, ekki frekar en lagabækurnar.

Kveðja að austan.

PS. Já auðvita kaus ég að taka þetta til mín.  Þú gafst mér kjörið tækifæri til að fjalla um landráðavinkilinn.  Takk fyrir það.

Kveðja, sami.

Ómar Geirsson, 3.3.2010 kl. 10:45

12 identicon

Páll, Ómar er með gullfiskaminni og er búin að gleyma afrekum sjálfstæðisflokksins. Ómar er líka einn þeirra öfgamanna sem telur að okkur sé best borgið með að semja ekki neitt, heldur láta þetta mál liggja á hakanum næstu áratugina. Hann hefur gleypt við heilaþvotti Sigmundar, sem núna er að reyna að eyðileggja samningaviðræðurnar af því að þá gætum við hugsamlega samið og Sigmundur yrði þá atvinnulaus.

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 12:40

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður bjöggi minn.

Þú ert mér alltaf mikill gleðigjafi, enda þarf mikið til að halda mér við efnið í yfir hundrað innslög, eins og þegar við áttum okkar ágæta spjall um daginn.

Þyrfti að hafa þig í áskrift.

Og þar sem þú ert að spjalla við hann Pál, þá er nú fátt sem ég get sagt.  Nema að benda þér á hve þú ert alltaf seinheppinn með tilvitnanir þínar.

Ég reikna með að þú hafir ekki verið að hrósa minni mínu, en þetta með gullfiskaminnið er sama þjóðsagan og sú að þú semjir við fjárkúgara, þá hætti þeir að lokum að kúga þig.

Og þar sem peist er mín sérgrein, þá máttu þú alveg lesa þennan link, um minni gullfiska.

http://www.nootropics.com/intelligence/smartfish.html

Njóttu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2010 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband