Tíminn vinnur með Íslandi.

Bretar hafa lækkað tilboð sín frá degi til dags.  Með þessu áframhaldi verða þeir komnir í ásættanlega  lausn um helgi.  Lausnina að yfirtaka eignir Landsbankans, og láta hitt kjurt liggja. 

Það er hin eina löglega lausn ICEsavedeilunnar, eina lausn sem verður ekki dæmd ómerk af dómstólum.  Þó allir stjórnmálmenn Íslands semji um skatt til breta, þá munu bæði íslenskir og breskir dómstólar fella þann samning.  Vegna þess að stjórnmálamenn geta ekki samið sig frá lögum og reglu.

Og bretarnir eru orðnir hræddir.   Í athugasemdakerfi mínu á sunnudaginn fékk ég þetta innslag frá hörðum ICEsave andstæðing, Guðmundi öðrum, og það útskýrir vel þá hræðslu sem ríkir í herbúðum breta.  Holl lesning fyrir þá sem telja að Íslendingar þurfi ennþá að óttast breska kúgun.

 

"Málið snýst ekki um mannfjöld eða hernaðarstyrk.  Davíð sigraði víst Golíat segir sagan.  Það snýst um að réttlætið sigri.  Við það eru Bretar og Hollendingar hræddir.  Þess vegna eru þeir með fyrirvara í Icesave samningnum enn glæsilega, sem er samþykktur af stjórnarþingmönnunum að þeim er ekki skylt að mæta eða taka nokkurt mark á niðurstöðum þeirra dómstóla sem við myndum hugsanlega leggja málið fyrir í framtíðinni.  Þeir eru með uppáskrift frá stjórnaþingmönnum um að þeir þurfa ekki að virða dómsniðurstöður frekar en lög.  Svo hræddir eru þeir við þessa litlu þjóð og góðan málstað hennar. 

Þeir þorðu ekki á síðustu stundu að gerðardómur sem var samþykktur af þjóðunum þrem, að yrði bindandi, sem var frá gengið og samþykkt, sem varð þess valdandi að íslenska sendinefndin pakkaði saman og fóru.  Svo hræddir eru þeir við þessa litlu þjóð.  Ástæða þess að þeir vilja gera allt sem hægt er að þjóðaratkvæðagreiðslan fari ekki fram 6. mars er afar einföld.  Þeir eru dauðhræddir um að umheimurinn fá nákvæma og hlutlausar skýringu frá þeim fjölda fréttamanna sem eru nú þegar komnir ásamt öllum hinum sem eru á leiðinni, um þetta ólíðandi ofbeldi sem þeir og EEB eru að reyna að kúga þessa litlu þjóð með.  Skýringar eins og hafa dunið yfir þá síðan að forsetinn gekk í lið með þjóðinni og vísaði lagahörmunginni til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Við það eru þeir dauðhræddir. 

Það sem er ömurlegast fyrir þjóðina að hagsmunir ríkisstjórnarinnar og hennar fara augljóslega ekki saman og hafa aldrei gert í málinu eftir að hún tók það að sér.  Þess vegna hefur hún gengið erinda Breta og Hollendinga allt frá upphafi, og það af mun meiri hörku en stórveldin nokkurn tíman.  Útsendarar íslenskra stjórnvalda hafa sýnt mun meiri grimmd og ófyrirleitni en nokkur tíman stórveldin.  Nægir að benda á greinar Þórólfs Matthíassonar og Anne Sieble.  Ekkert jafn ómerkilegt hefur sést á prenti sem hægt er að rekja til Breta og Hollendinga.  Þar sýna stjórnvöld sitt rétta viðurstyggilega andlit, og hvernig þau telja að þjóðina eigi að afgreiða.

Kosningarnar eru ekki síður uppgjör þjóðarinnar við stjórnvöld vegna óheilindanna.  Það óttast stjórnvöld svo mikið og raun ber vitni, eins og feigðarför hvolpa Össurar til sendiráðs Bandaríkjanna sannaði þar sem þeir báðu grátandi um að eitthvað yrði gert til aðstoðar, vegna þess að atkvæðagreiðslan væri óhugsandi fyrirríkisstjórn Íslands.  Mætti ekki gerast.  Þetta allt óttast Bretar, Hollendingar og íslensk stjórnvöld.  Að þjóðin taki völdin án ofbeldis og segir hingað og ekki lengra.  Rétt skal vera rétt.  Málið mun og er farið að vekja heimsathygli, og það er sameiginlegur ótti íslensku sem erlendu kúgaranna."

 

Og þessi sameiginlegi ótti breskra sem íslenskra kúgara, er skýring þess að enn er reynt til þrautar að bjarga andliti breska ljónsins.

Ef íslensk stjórnvöld væru ekki einu stuðningsmenn þeirra Brown og Darling, þá væri samningsstaða þeirra kumpána engin.

Og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, þegar þjóðin mun segja Nei við ICEsave, þá er úti um þann stuðning.

Við segjum Nei við ICEsave.

Kveðja að austan.


mbl.is Funda mögulega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

100% sammála þér.  Eignir Landsbankans eingöngu...Eða...Dómstóla.  En þjóðin á það skilið að fá útrás og segja NEI!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 21:04

2 identicon

Svo þarf að taka tékk-heftin af fjár-glæpamönnum og setja kveiki-lög í frosin heilabú áráttu-þrjósku-röskunar pólitíkusa.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 21:10

3 identicon

sko evrópu sambandið er skjálfandi á beinunum en við fellum þennan samning þá fara Grikkir sömu leið og hvað þá

sambandið riðar til falls

og samspillingin er bara með 1 stefnumál

það er að fara skríðandi inní esb

kv

Magnús

Maggi (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 21:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Vil benda á pistil minn "Steingrímur, hlustaður á Eirík".  Þar vitna ég í FT og fyrirskipun blaðsins til breskra stjórnvalda að semja.  Ekki vegna ESB, þó þeir bendi á vanda innstæðutryggingakerfisins, heldur vegna hagsmuna City og Wall Street.  

Ef íslenskir skattgreiðendur segja Nei, hvað þá um skattgreiðendur í öðrum löndum????

Í því liggur efinn  og hætta fjármálalífsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 08:50

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Notaði tækifærið i gær til að koma snilldarinnslagi Guðmundar á framfæri.  Hryggjarstykkið úr því kom svo aftur í morgun.

Og af hverju eru markhættir bændur að sá í þennan frjóa jarðveg ICEsave andstöðunnar????

Jú, það er óttinn við svik á síðustu metrunum.  Og þar sem allir eru farnir að tala um fjárkúgara og þjófa, þá er vandfundinn flötur til að vera á undan umræðunni.  Hef aðeins lagt til hliðar landráðapælingar mínar eftir þverpólitísku nefndina, ef hún hefur boðið jöfn skipti, þá vil ég láta menn njóta vafans.

En ég las aftur í gærkvöldi leiðara Financial Times frá því 26. og kveikti á perunni.  Hann er bara skýr skilaboð til breskra stjórnvalda að semja.  Ella muni City  taka þá af lífi.  "mercy of bond market".  Bæði þarf ESB að fá tækifæri til að laga sitt gallaða regluverk, sem verður búið í sumar, og á meðan þolir sambandið ekki kastljós á núverandi kerfi, en sem og hitt að það má ekki gerast að skattborgara Vesturlanda fari að fordæmi Íslands og segi Nei við bankaskuldum og auðmannsdekri.

Málið snýst ekki lengur um það að skipta á jöfnu, málið snýst um þær skaðabætur sem við sættum okkur við til að slá af þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Og mér sýnist Pétur að ég eigi þessa umræðu, aðrir eru ekki að sá henni í akur okkar.

Og á meðan er full ástæða að sinna bústörfum, þó um hobbí búskap er að ræða.  

En ef þeir svíkja helvítin, þá verðu það fúl tæm jobb að lemja á þeim.  Og vonandi munu sem flestir gera það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband