Jóhanna skilur ekki lýðræðið.

Þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki um þá smán sem kennd er við Svavar Gestsson.

Forseti Íslands neitaði að skrifa undir ríkisábyrgð á ICEsave skuldbindingum Landsbankans því hún er brot á stjórnarskrá Íslands, hún er brot á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, og hún er grundvallarbrot á öllum þeim mannréttindum sem hin siðmenntaða Evrópa byggist á.

Stjórnarskrá Íslands bannar skattgreiðslur til annarra þjóða án tilefnis.

EES samningurinn kveður skýrt á um að einstök aðildarríki fari eftir tilskipunum ESB, og umrædd tilskipun sem bretar vísa í, hún kveður skýrt á um að stofnun tryggingasjóðs innlána, án ríkisábyrgðar.

Mannréttindasáttmálar banna þrælahald, þeir banna skuldaánauð.  Og það gengur gegn þeirra grunnhugsun að líf saklaus fólks sé lagt í rúst vegna þess að stjórnmálamenn í þjónustu auðmanna og fjármálalífs reyna að koma skuldum einkaaðila yfir á almenning.  Það eru sameiginlegir hagsmunir, sameiginleg útgjöld sem réttlæta skattgreiðslur fólks, ekki sú kvöð að mútuðum stjórnmálamönnum dettur í hug að nota almannafé til að greiða skuldir húsbænda sinna.

Þetta skilur Jóhanna Sigurðardóttir ekki, hún heldur að þjóðaratkvæðagreiðslan snúist um samningatækni til að fá lækkun vaxta.  Að hún sé liður í að fá breta til að lækka vaxtakröfur á fjárkúgun sinni.

Jóhanna Sigurðardóttir skilur ekki lög og reglur.  

Hún veit ekki að fjárkúgun er ólögleg.  

Hún veit ekki að ef bretar hefðu eitthvað til síns máls, þá hefðu þeir leitað til dómstóla með kröfur sínar.  

Hún veit það ekki því hún veit ekki til hvers dómstólar eru.  Þeir hafa aldrei borgað prófskjörbaráttu þingmanna Samfylkingarinnar, hvað þá kosningabaráttu flokksins.

En það hafa auðmenn gert, og þeir vilja að þjóðin samþykki kúgun breta og Hollendinga þegjandi og hljóðalaust.  Þeir vita sem er að það er þeirra von um að halda eignum sínum og áhrifum.  Menn sem hafa þegar valdið þjóð sinni þungum búsifjum með græðgi sinni og sjálftöku, þeim er alveg sama þó almenningur borgi ICEsave, bara ef þeir geta tryggt sér endurfjármögnun á skuldum sínum.

Og þegar húsbændur Samfylkingarinnar segja Jóhönnu að borga þá borgar Jóhanna.  Enda ætlar hún og flokkur hennar, flokksbroddar og aðrar blóðsugur kerfisins, ekki að borga krónu.  

Breiðu bökin eiga að borga.

En þau segja Nei.

Þjóðin segir Nei við ICEsave.

Þjóðin ætlar ekki að borga erlendum fjárkúgurum og þjófum krónu.  

Þjóðin veit eins og er að það eru glæpamenn sem hóta og kúga.  Siðað fólk leitar til dómstóla til að skera úr ágreiningi.

Þetta vita allir nema Leppar og Skreppar auðmanna.

Þeirra tími er liðinn.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Flokksdindlarnir skilja ekki hugsjónir, og óttast þá sem hafa þær.

"Andlausu mennirnir líta á lífið eins og kænskulegt gróðabrall, sem er komið undir nákvæmum útreikningi á aðferðum og ráðum; þeir vita alltaf hvert þeir ætla, og fara þangað. Þeir leggja upp með þá hugsjón, að verða kirkjuþjónn sóknarinnar, og hvar sem þeir eru niðurkomnir heppnast þeim að verða kirkjuþjónninn og ekkert annað. Þeim manni, sem þráir að verða eitthvað annað en hann sjálfur, að verða þingmaður, heppinn kaupmaður, duglegur málflutningsmaður, dómari eða eitthvað álíka leiðinlegt, tekst alltaf að verða það, sem hann vill. Þeir, sem vilja fá grímu, verða að bera hana. En um hin knýjandi öfl lífsins og þá, sem þau taka sér bústað í, er öðru máli að gegna".

Þannig komst Óskar Wilde að orði um skilningssljóa broddborgara 19 aldar.

Núna hafa þeir, sem alltaf hafa viljað halda í stjórnartaumanna, þeir sem hafa olnbogað sig að borðinu, þar sem ábyrgðar og virðingastöðum er útdeilt, afhjúpað algjöra vannkunnáttu sína á grundvallarreglum samfélagsins, og allgjöran skilningskort á grundvallargildum mannfélagsins, sem þeir þó segjast starfa fyrir.

Af hverju er þessi baráttukona lítilmagnans fallin í þessa gryfju? Af hverju berst hún svona ötullega og beitir allri sinni kænsku, (ég held reyndar að hún sé ekki mjög kæn) í þágu forríkra bankamanna? Var þetta kannski bara allt í plati hjá henni og Steingrími? Það er að sjóða upp úr í samfélaginu, og ég veit ekki hvort flokkarnir skynji það.

Það er orðið langt síðan ég "kommentaði" undir pistli hjá þér. Ég hef lesið þá alla, ég sæki í þá rökin og baráttuna þegar ég hef þurft á því að halda, sem er ekki sjaldan. Núna er þetta orðið að langloku hjá mér. Þessi barátta er rétt að byrja og þú hefur skafað skotfærin svo um munar.

Kveðja að sunnan, Toni

Toni (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 22:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Toni.

Hafði gaman af þessu innslagi þínu.

"Núna hafa þeir, sem alltaf hafa viljað halda í stjórnartaumanna, þeir sem hafa olnbogað sig að borðinu, þar sem ábyrgðar og virðingastöðum er útdeilt, afhjúpað algjöra vannkunnáttu sína á grundvallarreglum samfélagsins, og allgjöran skilningskort á grundvallargildum mannfélagsins, sem þeir þó segjast starfa fyrir."

Vandfundin betri lýsing á þeirri miklu vá sem við blasir, bæði hér innanlands og utan.   Hin svokallaða velmegun okkar byggist á sálarlausum óskapnaði sem engum líkar við.  Því mannlíf er ekki auður og velmegun, mannlíf eru mannleg gildi.  Velmegun er vissulega góð, en  ekki velmegun í mannfjandsamlegu kerfi þar sem harkan og ómennskan er þvílík að það er orðin vandfundinn maður sem getur sagt með góðri samvisku, að hann vilji akkúrat svona þjóðfélag.

Og þessi lýsing á við ástandið fyrir Hrun, í dag þegar fólk þarf aðstoð okkar, þá meina ég samfélagsins, okkar allra, þá er það hið sálarlausa skrímsli sem stöðvar þessa samhjálp.  Ekki má króna fara í aðstoð við skuldug heimili, en hundruð milljarða hér, og hundruð milljarða þar eiga og verða fara í að plástra  skrímslið sem komið er að fótum fram. 

Kerfið skilur ekki "grundvallarreglur samfélagsins, og grundvallargildi mannfélagsins," .

En Jóhanna er fórnarlamb.  Þú þarft sterk bein til að synda gegn straumi "sérfræðinga" og álitsgjafa.  Á einhverjum tímapunkti þá yfirgaf mannvit þetta fólk, það sér ekki fáráð sinna ráða.  En þetta er fólkið sem stjórnar umræðunni, og aðeins kjarkmaður fer gegn henni.

Að segja satt og benda á mennskuna, er ekki sú leið sem þarf að fara til að slá í gegn á Íslandi í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 174
  • Sl. sólarhring: 734
  • Sl. viku: 5458
  • Frá upphafi: 1327004

Annað

  • Innlit í dag: 155
  • Innlit sl. viku: 4840
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 150

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband