Þetta eru mennirnir sem neituðu barnafjölskyldum landsins um hjálp.

 

Þeir neituðu að kom að réttlátri lausn á þeim vanda sem verðtryggingin olli skuldsettum heimilum í kjólfar Hrunsins.

Það voru þeir sem beittu afli sínum innan Samfylkingarinnar til að hindra að Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra tæki upp tillögur Hagsmunasamtaka Heimilanna til lausnar þessum vanda.

Þetta eru svo mennirnir sem töpuðu hundruðum milljörðum á Hrunadönsurunum.

Kunna þeir ekki að skammast síns og hafa þeir ekki manndóm í sér að hætta flækjast fyrir endurreisn landsins.

Þegar skuldsettar barnafjölskyldur flýja land út af skuldum og vonlausri framtíð, þá flytja þau um leið með sér framtíð þjóðarinnar  úr landi.

Framtíð þjóðar okkar felst í börnum okkar og þeim lífsskilyrðum sem við bjóðum foreldrum þeirra upp á .

Núverandi stefna stjórnvalda sem lífeyrissjóðirnir bakka upp, felst í að endurreisa kerfi auðmanna og ítaka þeirra í efnahagslífi landsins.

Þannig var þetta, en þannig þarf þetta ekki að vera.

Forystumenn lífeyrissjóðanna eiga allir sem einn að segja af sér, ef þeir hafa ekki þann manndóm að bæta fyrir afglöp sín og styðja réttmætar kröfur íslenskrar alþýðu um úrlausn skuldamála sinna.

Annars á að ákæra þá alla sem einn fyrir afglöp í starfi.

Kveðja að austan.


mbl.is Lífeyrissjóðir töpuðu tugum milljarða á Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er 100% rétt hjá þér , en hvað á að gera þegar menn komast í störf í gegn um pólutík ,en ekki vegna hæfni og síðan eru þeir að sleikja afturendann á sínum yfirsátum.  Því miður er engin lausn, því það er sama spillingin í öllum flokkum.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 09:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður V.

Ætli svarið sé ekki að gera kröfur um það sem rétt er.

Þeir sem verða ekki við þeim hljóta að víkja.

Vandinn stendur því upp á þjóðina að gera ekki kröfur um réttlátt þjóðfélag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2010 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 445
  • Sl. sólarhring: 727
  • Sl. viku: 6176
  • Frá upphafi: 1399344

Annað

  • Innlit í dag: 374
  • Innlit sl. viku: 5229
  • Gestir í dag: 344
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband