Neikvæð fjölmiðlaumræða mistókst ekki á Íslandi.

Eftir að bretum varð ljóst að íslenska samninganefndin laut ekki höfði eins og Svavarsnefndin þá ákváðu þeir að tukta hana til í fjölmiðlum.

En eins og sagði í frétt Mbl.is þá mistókst þeim að spila með þarlenda fjölmiðla, sá tími er liðinn að breskir fjölmiðlar styðji kúgun breskra stjórnvalda á íslenskri þjóð.

En á Íslandi var þeim leikurinn auðveldur sökum viljugs fjölmiðlafólks sem leggur metnað sinn í að styðja málstað breskra stjórnvalda hvar og hvenær sem er.

Og Leppar og Skreppa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sáu um gaulið.

 

Hagfræðingur ASÍ mætti Spegilinn og útskýrði hagspá sína sem í stuttu máli gerði ráð fyrir að á Íslandi yrði enginn hagvöxtur um ókomna tíð ef landsmenn tækju ekki á sig ICEsave klafann.  Að sjálfsögðu útskýrði hann ekki að þó öll virkjanleg orka yrði tafarlaust haminn og send í álfabríkur, þá dygði það ekki til að mæta þeim blóðtökum sem ICEsave klafi Svavars er.  Það hentaði ekki markmiðum hans að segja sannleikann, en það hentaði markmiðum hans að styðja ESB draum Samfylkingarinnar eins og trúir flokksmenn gera hvaða trúnaðarstörfum þeir gegna annars fyrir almenning.

Annar ESB trúboði mætti í Spegilinn og sagði að bretar hefðu það ógnartak á almennum fjármálamarkaði að hér yrðu engar erlendar fjárfestingar fyrr en ICEsave klafi ESB sinna yrði settur á þjóðina.  Trúboði breta í Speglinum lét þess alveg ógetið að nú þegar hafa álfyrirtækin sagst myndu fjárfesta hér fengju þau til þess leyfi og orku.  Fjárfestingar lúta nefnilega lögmálum arðsemi, ekki lögmálum Gordons Brown.

 

Fréttastofa Ruv notaði lungann úr fréttatíma til að segja álit mest fyrirlitnu manna hins alþjóðlega fjármálamarkaða, þeirra FritzPoor matsmanna, á hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu.  Fyrir utan sjúkleika þess viðhorfs sem kom fram hjá Ruv að bera það á borð landsmanna að alþjóðleg matsfyrirtæki væru matsmenn lýðræðis og gætu bannað þjóðaratkvæðagreiðslur, þá er algjörlega skautað fram hjá þeirri staðreynd að ofurskuldugar þjóðir eiga í gríðarlegum vandræðum og markaðurinn er farinn að búa sig undir greiðslufall þeirra.  

Það þarf meira en bjánaskap til, já meira en fávitaskap til, að bjóða landmönnum upp á þá lygi að vandræði Íslands stafi af höfnun ICEsave klafanum, það að samþykkja ábyrgð upp á 2/3 af þjóðarframleiðslu, myndi endanlega sökkva landinu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

En öll lygin, allar blekkingar runnu ljúflega upp úr Ruv-urum, en þeir eiga þó prik skilið að tengja ekki jarðskjálftana í Chile við ICEsave, en maður veit þó aldrei ef Hekla fer að gjósa.

 

Að lokum vil ég minn á þá staðreynd að engin sjálfstæð þjóð lætur óvininn stjórna fjölmiðlum sínum.  Þetta vissu Rússar þegar þeir neyddust til að láta þjóðstjórn taka við í nokkrum löndum Austur Evrópu í lok seinna stríðs.  Þeir gerðu aðeins kröfu um innanríkisráðuneytið til handa kommúnistum, þar með fengu þeir völd  yfir her og lögreglu, og ríkisfjölmiðlum.  Síðan lauk sjálfstæði þessara landa snögglega.

Engin sjálfstæð þjóð lætur árásarríki stjórna vörnum sínum.

Ef íslensk þjóð heldur sjálfstæði sínum eftir hryðjuverkaárás breta á landið, þá hefur hún brotið blað í mannkynssögunni.  En þetta blað brýtur enginn þjóð með minnstu rænu, fyrsta verk allra ríkja sem hafa orðið fyrir beinni hernaðarárás (skriðfrekar eru úreltir í dag) annarra ríkja er að gera stuðningsmenn óvinarins óskaðlega.  Fimmta herdeildin er alltaf upprætt á upphafsdögum stríðsins.

Á Íslandi voru þeir kosnir til að stjórna vörnum landsins, þess vegna hafa bretar ekki ennþá verið sigraðir.  Þess vegna hafa þeir ekki verið dregnir fyrir dóm og dæmdir eins og hverjir aðrir ótýndir fjárkúgarar.

Þetta kallast að gera einfalt mál flókið.

Kveðja að austan. 

 


mbl.is Leynifundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður minn kæri.

Stal þessum skrifum þínum yfir á féssíðu mína. Vona að þér sé sama

(IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 13:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nýttu það sem þú getur Sigurlaug.

Við eigum í stríði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2010 kl. 19:18

3 identicon

Sæll Ómar

Dúndrandi góður að venju.  Og ég er sammála...að venju.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 149
  • Sl. viku: 198
  • Frá upphafi: 1320041

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 173
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband