23.2.2010 | 20:57
Vill stjórnmálaelítan blóðuga byltingu??
Íslenska stjórnmálstéttin brást þjóð sinni í aðdraganda bankahrunsins. Þrátt fyrir að vöxtur bankakerfisins væri kominn langt fram úr getu þjóðarbúsins til að hjálpa því í neyð, þá var fullyrt út um víðan völl að íslensk stjórnvöld myndu grípa inn í og hindra fall þess ef illa færi.
Þegar ljóst var að bankarnir fengu ekki endurfjármögnun á alþjóðabankamarkaði, þá var þeim hleypt á beit á úthögum erlendra sparifjáreiganda, allt undir formerkjum þess að íslenskir skattgreiðendur hefðu bak til að bera tjón þeirra ef illa færi.
Við þessa markaða stefnu gerði enginn stjórnmálmaður athugasemd, allir létu eins og stjórnvöld hefðu vald til að leggja þessar byrðar á þegna sína.
Bankarnir féllu og þjóðfélagið varð fyrir ógnartjóni, einstaklingar, félög, fyrirtæki, lífeyrissjóðir, sveitarfélög, ríkissjóður. Og gjaldmiðillinn hrundi.
Og almenningi var sendur reikningurinn.
Einhver hefði þá haldið að stjórnmálastéttin hefði lært eitthvað, jafnvel vikið til hliðar fyrir hæfari mönnum. Og hugsanlega beðið einhverja afsökunar, til dæmis þjóð sína.
Ekkert af þessu gerðist, en hún bauð illmennum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í heimsókn, svo hægt væri að leysa vanda yfirskuldsettrar þjóðar með ennþá meiri skuldsetningu, og sölu auðlinda hennar og almannaeigna.
Og til að láta draum margra um ESB aðild rætast, og draum annarra um ráðherradóm eftir áratuga eyðimerkurgöngu stjórnarandstöðunnar, þá var ekki gripið til vopna þegar bretar og Hollendingar gerðu grímulausa árás á efnahagslíf landsins og reyndu að ræna framtíðarskattpening þjóðarinnar. Skattpening sem lífsnauðsyn var að nota til að endurreisa efnahagslífið.
Skilaboðin voru að það væri ekki til króna að hjálpa ungu fjölskyldufólki í skuldaánauð, en það væru að minnsta kosti til 507 milljarðar handa fjárvana breskum og hollenskum ríkissjóðum.
Og til að réttlæta undirlægjuháttinn þá var gripið til þeirrar lygi að um "alþjóðlega" skuldbindingu þjóðarinnar væri að ræða samkvæmt EES samningnum, og ekki væri hægt að fá úrskurð dómstóla á hinni meintu fjárkröfu því þeir þekktust ekki í Evrópu, allavega ekki innan þess samstarfs sem kennt hefur verið við Evrópska efnahagssvæðið.
Þá reis hluti þjóðarinnar upp og mótmælti. Og rök mótmælenda voru fengin frá Vörðum Íslands, þeim Stefáni Már Stefánssyni, Lárusi L. Blöndal og Sigurði Líndal. Einnig kom Herdís Þorgeirsdóttir með snjallan vinkil á mannréttindi sem tryggð væru í hinni nýju Evrópu sem reis úr rústum Seinna stríðs.
Þjóðin var upplýst um að rök stjórnmálaelítunnar væru falsrök, engin evrópsk reglugerð mælti fyrir um ótakmarkaða ríkisábyrgð á innlánum annarra þjóða. Slík ábyrgð hefði ekki verið innheimt frá því að Rómverjar hinu fornu höfðu hneppt íbúa heilla landsvæða í þrældóm ef svæðisyfirvöld gátu ekki staðið skil á skattgreiðslum til Rómar, og þetta var fyrir rúmum 1500 árum síðan.
Þegar forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, synjaði stjórnmálaelítunni samþykktar á svikafrumvarpi hennar um hinar ólöglegu skattgreiðslur til Bretlands og Hollands, þá vaknaði þjóðin loks endanlega til vitundar um svik stjórnmálamannanna.
Og þjóðin uppgötvaði að rök hennar um að þetta myndi allt reddast þó 507 milljarðar hið minnsta yrðu teknir út úr hagkerfinu, að þau voru jafn mikið rugl eins og sú fullyrðing að örþjóð gæti bakkað upp bankakerfi sem hæfði milljóna þjóðum. Enda voru sömu reiknimeistararnir kallaðir til vitnis, og sömu blekkingarmeistararnir látnir kvaka í fjölmiðlum auðmanna.
Og að utan kom óvæntur stuðningur, bæði lagasérfræðingar og hagfræðingar sögðu að hér væri um ólöglega kúgun sem smáþjóð í efnahagserfiðleikum stæði aldrei undir. Og virtustu viðskiptablöð breta kölluðu stjórnvöld sín kúgara sem hefðu aðeins dug til að níðast á þeim sem ekki gætu varið sig. Sem var rétt að hluta því þó þjóðin hefði lögin með sér, þá hafði hún ekki stjórnvöld í sínu liði, þar sat fólk sem gekk erindi hinna erlendu yfirgangsseggja.
Og heimskt fólk starfar á fjölmiðlum. Fólk sem sama fólkið getur endalaust spilað með og látið útbreiða lygi og áróður, fyrst fyrir auðmennina, núna fyrir þjófanna.
En við höfum fengið nóg.
Héðan af verður bretum og Hollendingum ekki greidd króna nema að undangengnum dómsúrskurði þar til bæra dómsstóla. Og þær krónur verða greiddar á forsendum íslensku þjóðarinnar, eftir að bretar hafa greitt skaðabætur sem ólöglegar kúgunaraðgerðir þeirra sköpuðu íslensku þjóðinni.
Því íslenska þjóðin vill að lög og réttur gildi á Íslandi, og í samskiptum þjóða á hinu Evrópska efnahagssvæði.
Hún sættir sig ekki við frekari afglöp stjórnmálastéttarinnar.
Þjóðin ætlar ekki að víkja, vilji íslenskir stjórnmálamenn ekki starfa með henni, þá víkja þeir.
Valið er þeirra.
Kveðja að austan.
Þjóðaratkvæði um nýjan samning? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stjórnarþingmenn sem tjá sig við fjölmiðla eru eins og vindhanar, segja eitt í dag og annað á morgun. Það ætti að setja fjölmiðlabann á stjórnmálamenn fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.2.2010 kl. 21:15
Heill og sæll Ómar; æfinlega !
Gott væri til að vita; að landsmenn allir, læsu þessa þörfu ádrepu, innlendum - sem og útlendum níðingum, til handa.
Þrákelkni; sumra samlanda okkar, jaðrar við vitfirringu eina, þegar þeim; hinum sömu er bent, á fólskuverk ELSKULEGS FLOKKS/FLOKKA viðkom andi, en vilja ekki; með neinu móti, rökum taka.
Því; mun ærið drjúgt tíma líða - unz; fólk taki að ígrunda viturlegar ábendingar, sem þínar, Ómar minn.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 21:16
Þessi elíta er ekki í nokkru sambandi við fólkið í landinu og er að kalla byltingu yfir sig.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 23.2.2010 kl. 21:46
Er hægt að kaupa dýnamít einhversstaðar? Þarf ekki að fara að stoppa þetta fólk?
Óskar Arnórsson, 23.2.2010 kl. 21:59
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Breskir álitsgjafar tala um grímulausa fjárkúgun, vígi breta á Íslandi talar um nauðsyn að semja við breta svo þeir séu ekki vondir við okkur.
Við ættum kannski að byrja byltinguna á því að hrekja bretavini Ruv til annarra starfa, til dæmis vantar breska sendiráðinu örugglega dygga starfsmenn.
En íslenska þjóðin hefur ekkert við að hafa andstæðinga sína í vinnu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2010 kl. 08:29
Það mætti nú alveg byrja að standa fyrir utan breska sendiráðið og krefjast þess að þeir yfirgefi landið. Slá bara í potta og pönnur...
Óskar Arnórsson, 24.2.2010 kl. 09:06
Góð hugmynd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2010 kl. 09:28
Var við alþingi við vorum bara tvö i dag sem létum sjá okkur. Samt var ég búinn að blogga um að við ættum að láta sjá okkur þar? Þessi doði í fólkinu er alveg ótrúlegur með þessu móti er ekkert framundan annað en það sem undan er gengið takk fyrir mig.
Sigurður Haraldsson, 24.2.2010 kl. 22:58
Blessaður Sigurður.
Er þögn sama og samþykki???
En á meðan einn segir nei, og gerir eitthvað þá er von.
En við þurfum öll að pústa, og á meðan fjöldann vantar, þá er þetta svo áberandi.
En hvernig breytist þetta????
Arinbjörn er að hugleiða þetta, það er einhver atburður sem á eftir að sprengja doðann, en hver???
Get ekki svarað, en ég skil þreytuna, þjáist af henni sjálfur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2010 kl. 23:09
Takk.
Sigurður Haraldsson, 25.2.2010 kl. 14:45
Sigurður fólkið er bara að fara að kjósa um þetta mál. Það er yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sem er andvígur þessu og mun aldrei leyfa þessu að komast í gegn.
Elís Már Kjartansson, 25.2.2010 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.