23.2.2010 | 15:10
Falsrökin um hina meintu ríkisábyrgð á ICEsave.
Kjarni þess að Ísland beri ekki ábyrgð rökstyður Eyjólfur mæta vel. Eða eins og hann segir í grein sinni
"Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu undirgengust íslensk stjórnvöld að taka ESB-gerðir inn í landsrétt sinn til að laga hann að reglum EES-samningsins. Með samningnum varð Ísland aðildarríki að innri markaði ESB, þ. á m. sameiginlegum fjármálamarkaði ESB. Á fundi Sameiginlegu EES-nefndarinnar 28. október 1994 var ákveðið að tilskipun ESB nr. 94/19 um innlánstryggingakerfi skyldi vera hluti af EES-samningnum. ESB-gerðir eru m.a. tilskipanir sem hafa óbein réttaráhrif. Mikilvægt atriði er að tilskipunum er beint að aðildarríki og eru þær bindandi fyrir þau hvað varðar markmið tilskipana. Með tilskipun er ríkjum gefin ákveðin tími til lagasetningar í samræmi við markmið hennar, auk svigrúms um aðferð og form innleiðingar."
Tilskipun ESB um innlánstryggingar kveður skýrt á um að stofna kerfi sem "if they (Member States) have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;""
Eða svo ég noti orð Bjargar Thoroddsen "ef þau hafa komið á kerfi til að ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfrar og þessi kerfi tryggja að innstæðueigendur fái bætur í samræmi við skilmála tilskipunarinnar.".
Þetta eru skyldur aðildarríkja sem tilskipun ESB kveður á um og er hluti EES samningsins eins og Eyjólfur bendir réttilega á. Í þessari sömu tilskipun er það skýrt tekið fram að ef aðildarríki hafi komið á fót svona kerfi sem tryggir innlán upp að 20.000 evrur rúmar, þá "Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors ". Aðildarríki eru sem sagt ekki ábyrg, enda er markmið tilskipunarinnar að koma í veg fyrir þá samkeppnismismunun sem ríkisábyrgð veitir fjármálastofnunum velstæðra ríkja. Í aðfaraorðum tilskipunarinnar er ítarlega fjallað um þetta og þar má meðal annars lesa þessi orð "the system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities"
Í EES samningnum eru skýr ákvæði um að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA eigi að fylgjast með framkvæmd EFTA ríkja á tilskipunum Evrópusambandsins. Í viðtali við ABC fréttaveituna segir Per Sanderup, forstjóri ESA, að stofnun hans hafi engar athugasemdir gert við framkvæmd Íslands á tilskipun 94/19, og það segir allavega að íslensk stjórnvöld eru í góðri trú með sín lög og reglur.
En Eyjólfur Ármannsson fær annað út. Og hver eru rök hans???? Hvernig er hægt að rökstyðja að ekki ríkisábyrgð, þýði einmitt ríkisábyrgð???? Svarið er mjög einfalt, með því að sleppa staðreyndum og með því að mistúlka einfalda skilyrta setningu, en kíkjum nánar á.
Eyjólfur segir "Engar reglur eru um það í tilskipuninni hvernig fjármagna eigi tryggingakerfið. Aðildarríkjum er látið það eftir." Þetta er í besta falli hálfsannleikur. Vissulega er aðildarríkjum það í sjálfsvald sett hvernig þau útfæra reglurnar en það kemur skýrt fram í tilskipuninni hvernig fjármögnun tryggingakerfisins er háttað.
"Whereas it is not indispensable, in this Directive, to harmonize the methods of financing schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves, given, on the one hand, that the cost of financing such schemes must be borne, in principle, by credit institutions themselvesand, on the other hand, that the financing capacity of such schemes must be in proportion to their liabilities; whereas this must not, however, jeopardize the stability of the banking system of the Member State concerned"
Fjármögnunin er fjármálafyrirtækjanna og hún má ekki vera íþyngjandi. Að fullyrða að ekki sé kveðið á um fjármögnun er ekkert annað en vísvitandi tilraun til að fá út falska niðurstöðu sem hentar markmiðum greinarhöfundar, hver sem þau annars eru.
Eftir þessa rangfærslu hefst atlagan að skýrum lagatexta og snúið út úr honum í trausti þess að sá sem lesi, íhugi ekki bullið nánar.
"Málsgreinin felur í sér að aðildarríki verður ekki gert ábyrgt gagnvart innstæðueigendum ef aðildarríki sjá til þess í fyrsta lagi að koma á einu eða fleiri viðurkenndum kerfum sem ábyrgjast innlán og í öðru lagi tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun. Ef annað skilyrðið er ekki uppfyllt væri hægt að gera aðildaríki ábyrgt gagnvart innstæðueigendum."
Það er ekkert tvö "ef" í lagatextanum hér að ofan, ef kerfið (schemes ) uppfyllir þessi skilyrði, þá eru aðildarríki ekki ábyrg. Það er hvergi tekið fram að þau þurfi líka að ábyrgjast innlán ef innstæður tryggingasjóðsins duga ekki til.
Ef það myndast sjóðsþurrð, þá mega aðildarríki vissulega grípa inn í með lánveitingu eða aðstoð á öðru formi, ef þau telja það þjóna hagsmunum sínum, eða þau hafi getu til, en þau eru ekki skyldug til þess. Það eru eðli allra tryggingarkerfa að þau geta fallið við of mikið álag, og til dæmis eru náttúruhamfarir eða styrjaldir viðurkennd sem forsendubrestur í öllum venjulegum tryggingum.
Reglumeistarar Evrópusambandsins settu ekki inn ákvæði hvað gerðist ef það yrði kerfisfall, en þeir settu inn ákvæði að aðildarríki væru ekki í ábyrgð. Ábyrgð þeirra nær aðeins yfir að uppfylla þær skyldur að koma á starfhæfu kerfi eftir þeim fyrirmælum sem reglugerðin setur, og skaðbótaábyrgð myndast aðeins ef þau uppfylla ekki þessa ábyrgð. Dæmi um slíkt gæti til dæmis verið að skylda ekki öll fjármálafyrirtæki að vera aðili að tryggingasjóðnum eða þau hafi ekki haft fullnægjandi eftirlit með að þau greiddu í sjóðinn. Hvorugt á við í tilviki íslenska tryggingasjóðsins.
Eyjólfur undirstrikar rökvillu sína síðan rækilega með þessari fullyrðingu "Skyldur aðildarríkis samkvæmt tilskipuninni takmarkast því ekki við að setja upp innlánstryggingakerfi. Innlánstryggingakerfi innan Evrópu án lágmarkstryggingar fyrir hvern innistæðueiganda væri án innihalds." Þetta er vissulega rétt, enda höfðu mörg lönd ríkisábyrgð á innlánum sínum upp að vissu marki áður en hin samræmda reglugerð var innleidd. Tilskipun ESB um innlánstryggingar var sett til höfuðs þeirrar samkeppnismismunar sem í því fólst, að innan sama markaðar væru kerfi með missterkri ríkisábyrgð. Þess vegna var komið á fót samræmdu kerfi þar sem grunnhugsunin var sú að fjármálafyrirtækin fjármögnuðu sjálf innlánstrygginguna, og það var skýrt tekið fram að aðildarríki væru ekki í ábyrgð fyrir því tryggingarkerfi. Þegar það kerfi fellur, þá vill Eyjólfur meina að ríkisábyrgð taki sjálfkrafa við. Annars sé innlánstryggingin marklaus.
En stóra rökvillan í þessari túlkun, fyrir utan að hún mistúlkar skýran lagatexta, að þá væri það sagt berum orðum að um bakábyrgð aðildarríkja væri að ræða. Eða eins og prófessor Sigurður Líndal segir, ríkisábyrgð "yrði að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild." Skýrt orðalag reglumeistara, "this Directive may notresult in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors " getur aldrei talist skýr fyrirmæli um ríkisábyrgð. Og reglusmiðir, þó að þeir séu i vinnu hjá Evrópubandalaginu, þeir geta Ekki sett á ríkisábyrgð bakdyramegin, þeir eru ekki "ráðamenn sem hefðu til þess heimild".
Eyjólfur bendir réttilega á að skilningur fjármálaráðuneytisins hafi alltaf verið að "við innleiðingu tilskipunarinnar að á tryggingasjóði, sem er sjálfseignarstofnun, hvíldi ekki ríkisábyrgð.". En sá skilningur er rangur að mati Eyjólfs og það þýðir að "Eftirlitsaðili EES-samningsins, ESA, hlýtur að hafa gert athugasemd við ofangreindan skilning fjármálaráðuneytisins um ríkisábyrgð við innleiðingu tilskipunarinnar og fjallað um ríkisábyrgð á Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta. Þar sem ríkisábyrgð er grundarvallaratriði fyrir ríki varðandi innlánstryggingar hlýtur að hafa verið fjallað um hana með skýrum hætti á vettvangi ESB/EES, bæði við samningu tilskipunarinnar og í eftirfylgni með framkvæmd hennar. Annað er kerfisbrestur."
Já, ESA hlýtur að hafa gert athugasemd segir Eyjólfur þar sem "ríkisábyrgð er grundarvallaratriði fyrir ríki varðandi innlánstryggingar ". Og það að ESA hafi ekki gert það "er kerfisbrestur". Og í ljósi þess að allflest lönd hins Evrópska efnahagssvæðis höfðu sama skilning á tilskipun ESB og stofnuðu tryggingarkerfi án ríkisábyrgðar þá er ljóst að þessi kerfisbrestur var víða.
Hvað geta menn verið veruleikafirrtir á eigin rök að sjá ekki samhengi hlutanna, að skilja að það að ekki voru gerðar athugasemdir, hvorki á Íslandi eða í öðrum löndum sem tilheyrðu hinum innra markaði, að það var vegna þess að skilningur kerfisins á reglugerðina var sá að hún kvæði á um tryggingakerfi, fjármagnað af fjármálafyrirtækjum, án bakábyrgðar ríkisins.
Þetta er eins og lögfræðingur myndi skoða umferðarlögin, lesa ákvæði þeirra um bann á akstri gegn rauðu ljósi, fullyrða með rangtúlkun að bannið þýddi að það ætti keyra yfir á rauðu ljósi, og það væri kerfisbrestur þegar bílar keyrðu yfir á grænu, og þegar lögreglan stöðvaði þá sem keyrðu yfir á rauðu. Þetta eru rökin að minn skilningur sé réttur en það að kerfið skuli gera hið gagnstæða, þá er það þess misskilningur, framkvæmd þess sé kerfisbrestur.
Og það sorglega við þessa veruleikafirringu, er sú auma staðreynd að vitgrannir íslenskir fjölmiðlamenn hampa þessum rugludöllum, en þagga niður málflutning þeirra fræðimanna sem benda á hið augljósa í málinu. Sjálf framkvæmd kerfisins á sínum eigin lögum og reglum er ekki kerfisbrestur, það er hin rétta framkvæmd. Og þegar innanbúðarmaður hjá hinu evrópska regluverki eins og Alian Lipietz útskýrir gangverk kerfisins og hverngi reglugerðir þess eru hugsaðar (að koma í veg fyrir að ríkisafskipti skekki samkeppni), þá veit hann meira um það mál en óþekktur lögmaður á Íslandi eða Bókari frá Bolungarvík.
Og allra sorglegast er að þjóð, sem átti að neyða til þess að borga að lágmarki 507 milljarða króna vegna rangrar tilvitnunar í regluverk Evrópubandalagsins, að hún skuli leyfa þessum vitgrönnum fjölmiðlamönnum, sem leita að rökum i skúmaskotum fáfræði og áróðurs, að styðja þessa ólöglega kúgun. Að þjóðin skuli einu sinni í viku fá að heyra í mönnum eins og Jóni Kristjánssyni eða Guðmundi Ólafssyni, endurtaka aftur og aftur sömu heimskuna eða lygina ef menn telja að þeir viti að þeir hafi rangt fyrir sér, er hneisa sem engin önnur þjóð myndi líða. Og engin þjóð myndi líða að fjölmiðlamenn, sem styðja hina fjandsamlegu fjárkúgun, gætu sífellt fengið amatöra eða laganema til að rökstyðja réttmæti hennar, en hundsa algjörlega helstu fræðimenn þjóðarinnar sem strax í upphafi ICEsave deilunnar hnekktu falsrökum breta og Hollendinga.
Mannkynssagan kann engin dæmi önnur um slíkan undirlægjuhátt eða þann aumingjahátt að föðurlandssvikarar geti óhindrað unnið fyrir erlend ógnaröfl. Því að styðja opinskátt, og vinna opinskátt að framgang fjárkúgunar sem nemur um 2/3 þjóðarframleiðslu, er föðurlandssvik af verstu gerð, og varðar allstaðar við lög, líka á Íslandi.
En Íslendingar framfylgja ekki þeim lögum. Þess vegna eru bretar ennþá að gæla við þá hugmynd að láta íslenska skattgreiðendur greiða þeirra útgjöld vegna ICEsave reikninga Landsbankans, þeir geta ennþá treyst á stuðnings íslenskra fjölmiðla. Og hluta af íslenskum stjórnmálamönnum.
En bresk stjórnvöld njóta ekki stuðnings breskra fjölmiðla, þar benda menn réttilega á að breska þjóðin myndi aldrei sætta sig við slíka fjárkúgun.
Vonandi verður fljótlega hægt að segja það sama um íslensku þjóðina.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 18
- Sl. sólarhring: 626
- Sl. viku: 5602
- Frá upphafi: 1399541
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 4775
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð færsla.
Alveg rétt hjá þér.
Maður veltir virkilega fyrir sér, hverra hagsmuna sumir eru að gæta?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.2.2010 kl. 18:28
Takk Einar.
Þar sem ég veit að þú hefur sett þig mjög vel inn í skuldastöðu þjóðarbúsins, og hvaða alvarlegu afleiðingar það hefur að láta eins og ekkert sé með rökunum að þetta reddast allt einhvern veginn, þá langar mig að forvitnast um hvort þú hafir verið beðinn að taka þátt í umræðu hjá Ruv-urum, annað hvort í Speglinum, morgunútvarpinu eða í Silfrinu????
Ef þú lítur við aftur, þá væri gaman að þú gætir skotið á mig smá svari þar um.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2010 kl. 19:44
Skemmtileg lesning Ómar.
Haltu áfram að segja sannleikann þetta er magnað að okkar helstu laga fræðimenn sem og erlendir séu bara hundsaðir svona.
Með ólíkindum hvað þessi Eyjölfur nær að rugla öllu saman í eina súpu er það nema vona að hann sé í krumma fót
Elís Már Kjartansson, 23.2.2010 kl. 19:57
Það hefur ekki gerst fram að þessu - en ég er að velta fyrir mér, að troða upp sem ræðumaður, á einhverjum af næstu af mótmælafundunum, niðri á Austurvelli.
Umræðuefni, greiðsluþrot og hvernig við getum, unnið okkur úr því.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.2.2010 kl. 22:04
Blessaður Einar.
Mér líst vel á það því slík umræða er mjög tímabær.
En ég fór einmitt að hugsa eftir að ég sá þig hér að ofan, að þó þú hafir víða tekið þátt í skynsamlegri umræðu í Netheimum, þá man ég ekki til þess að hafa heyrt í þér á Ruv, og datt því í huga að spyrja.
Þetta segir svo mikið ef maður setur það í það samhengi sem ég vakti máls á, að rugludallarnir yfirskyggja skynsamlega umræðu, og það er ein stóra skýring þess að vont ástand í upphafi Hruns, hefur aðeins versnað. Því þá var trú fólks til staðar að stjórnvöld hefðu eitthvað lært, og eitthvað skynsamlegt yrði gert. En reyndin var að sama fólkið, með sama tungutakið og sömu hugmyndirnar stýrði endurreisninni, og er langt komið með að drepa niður þessa trú.
Og þá er svo mikil hætta á að innviðir samfélagsins bresti.
Vissulega hefur margt tekist betur en verr, þetta er ekki alslæmt, en samt er það eins og tækifærið til breytingar, og skynsamlegrar endurreisnar, sem er framkvæmd í sátt við þjóðina, að það tækifæri sé að renna okkur úr greipum. Auðvita á aldrei að segja aldrei, en á meðan vitleysingarnir eiga sviðsljós þjóðmálaumræðunnar, þá mallar gamla kerfisvélin í rólegheitum án þess að nokkur slökkvi á henni.
Ástandið í hnotskurn má finna i þessum orðum Hrannars B Arnarssonar í Morgunblaðsgrein hans frá því á föstudaginn
Stjórnvöld hafa skoðanir, en að stjórna eða marka stefnu sem bankarnir verða fara eftir, það er þeim ofviða.
Ég get ekki að því gert, en mér finnst ekki hæft fólk með sterka sýn á framtíðina stjórna landinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2010 kl. 22:33
Blessaður Elís, svo ég hafi nafn þitt einu sinni rétt eftir.
Ég veit ekki hvort Eyjólfur sé aðeins leiksoppur í hráskinsleik spunakokkanna en mjög svipuð rökfærsla var sett saman af Vilhjálmi Þorsteinssyni, bissnessmógúll og eðalkrata, þegar rök Lipietz afhjúpuðu endanlega lygahjúpinn um "skuldina". Og Ólína Þorvarðardóttir tók rök hans svo upp á bloggi sínu.
En þau eru bæði amatörar eins og ég og því engin hætta á að rökin færu í opinbera umræðu, en þegar lögfræðingar setur nafn sitt við bullið, þá er hættan meiri. Og því samdi ég þennan þríleik minn til að undirstrika fáráð þess að það skuli finnast fjölmiðlamaður sem birtir þessa vitleysu, marghrakta af fræðimönnum.
Og í þessi rök geta netverjar gengið þegar þeir rekast á landráðahyskið á flakki sinu um netheima, kyrjandi þessa möndru um skuldina sem þarf að greiða bretunum.
En ef lög um landráð væru virk, þá sætu flestir fjölmiðlamenn landsins inni, og svona bull væri í svipuðum skúmaskotum eins og röfl um yfirburði einstakra kynstofna eða afneitun á helför nasismans. Og þangað þurfum við að koma bullinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2010 kl. 22:42
Ég hef persónulega verið í e-mail samskiptum við 2 erlenda sérfræðinga, í skuldaskilum ríkja. Annar þeirra, er áhugasamur, um okkar mál.
Þ.s. hans skoðanir ríma mjög vel við mínar, og margar af þeim var ég þegar búinn að komast að sjálfur hjálparlaust, án þess að vita af þeim manni.
Það var því, ákveðin styrkur fyrir mig er ég komst að því, að báðir þeirra eru sömu skoðunar.
---------------
En, báðir hafa reynslu af því starfi, að endurskipuleggja skuldir ríkja er hafa komist í vandræði vegna skulda.
Annar sá um skuldir Mexíkó en hinn, aðstoðaði ríkisstjórn Nýja Sjálands.
Ekki er hægt að saka þá um pólitíks tengsl.
Annar þeirra, var með lesendagrein í Morgunblaðinu í dag.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.2.2010 kl. 23:01
Blessaður Einar.
Þetta er fróðlegt að heyra.
Þegar ICEsave er frá, þá þarf að beina umræðunni inná að skuldamál þjóðarinnar séu tekin föstum tökum. Endurfjármagnað, endursamið.
Ekki að leysa vandann með því að bæta á lánin.
Og læra svo af reynslunni,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2010 kl. 15:38
Við verðum að hóta því að skilja skuldirnar eftir og sú hótun þarf að vera trúverðug.
Ég held reyndar, að hún sé frekar augljóslega trúverður, því þ.e. krystal klárt að auðlyndirnar duga fyrir lágmark innflutningi. Þannig, að við getum alveg sýnt fram á, að við erum vel fær um að lifa af, í ástandi greiðslufalls.
En tíminn er orðinn naumur, og sennilega einfaldlega ekki nægut til stefnu, nema að einhver t.d. Noregur, myndi samþykkja að styrkja okkur um nægilega upphæð til að fleyta okkur í gegnum næsta ár.
Mín persónulega skoðun er, að meiri líkindi séu til þess, en minni - að slíkar viðræður verði ekki hafnar, fyrr en hagkerfið hefur dottið fram af því hengiflugi. Þá, hafandi í huga stöðu innan lands stjórnmála.
------------------------------
http://www.recoverypartners.biz/
Bloggið hans:
http://www.recoverypartners.biz/blog/
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.2.2010 kl. 22:36
Blessaður Einar, veit ekki hvort þú sért ennþá að hlusta. Ég hef lent í því stundum að póstforritið sendir sum innslögin beint í delete, og það gerði það alltaf á þessum þræði.
Hef oft lesið það sem þú segir og íhugað.
Það er ekkert að því að sjá það svart, vita jafnvel ekki hvernig menn ráða fram úr málum, ef menn trúa að það sé vegna þess að eitthvað betra komi út úr baráttunni. Í mínum huga þá má bara sumt ekki, til dæmis að skuldsetja frá sér sjálfstæðið, og að leysa málin á þann hátt að hluti þjóðarinnar sitji eftir í óendanlegu skuldabasli.
Ef staða efnahagsmála er það alvarleg, að lífið sé basl, þá eigum við öll að kljást saman við það basl, annars rofna þau bönd sundur sem halda þjóðinni saman. Við eigum að þiggja alla aðstoð sem berst, ef hún er á okkar forsendum, en ef í henni felst (eins og hjá AGS) að við skuldsetjum framtíðina eða við krossfestum heimili landsins í þágu fjármálaaflanna, þá eigum við kurteislega að segja þeim að éta það sem úti frýs.
Blóðfórnir eru aldrei valkostur í siðuðu samfélagi.
Og það er betra að taka slaginn núna en seinna.
Vonandi mun umræðan eftir ICEsave fara inn á þær brautir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 11:39
Hef verið með vöktun í gangi.
Mín skoðun hefur reyndar verið, að versti einstaki þáttur Icesave samningsins, - en af mörgu er að taka - , sé ábyrgðar-ákvæðið, þ.s. allar eignir ríkisins eru undir.
Þ.e. allar eignir, sem löglegt er að setja undir hamarinn, skv. breskum lögum. En, munum að bresk lög, gilda um samninginn, skv. ávkæðum hans.
----------------
Þannig, værum við skuldbundin skv. því ákvæði, að láta þá fá eignir upp í skuld, þangað til að skuldin teldis greidd, ef yrði greiðslufall eftir að ábyrgðin væri komin í gildi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.3.2010 kl. 15:30
Blessaður Einar.
Já, eitt er að reyna að bæta tjónið (það er ef það hefði verið skylda ríkisins), en annað að veðsetja landið vegna skulda einkaaðila. Slíkt er með öllu ótækt, og furðulegt að einhver skyldi hafa skrifað undir slíkt.
Og annað atriðið, burt séð frá skyldunni, er að skrifa upp á alla upphæðina, ekki það sem út á stendur eftir að eignir Landsbankans hafa verið innkallaðar. Bæði vextirnir og svo áhættan ef eitthvað fer illa, til dæmis gengisþróun, málaferli sem taka tugi ára (þekkt aðferð til að knýja menn til samninga) eða önnur heimskreppa, þá var áhættan öll Íslands megin.
Orð Steingríms eru lýsandi; "já við minntumst á þetta, en viðsemjendur okkar tóku ekki undir okkar sjónarmið", og þar með var málið dautt.
Það er svo margt sem er absúrd í öllu þessu máli, og þetta væri drepfyndið, ef afleiðingarnar væru ekki svona alvarlegar fyrir þjóðina.
En takk fyrir spjallið, vonandi tekst að koma viti í umræðuna, áður en við föllum endanlega í skuldahítina. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef lán AGS verður notað og það kemur á gjalddaga eftir 5 ár.
Guð hjálpi okkur þá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.3.2010 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.