23.2.2010 | 11:47
Nánar um lagarök Eyjólfs Ármannssonar.
Var hægt að banna ICEsave árið 2006???
Í fyrstu málsgrein sinni færir Eyjólfur rök fyrir því að ICEsave reikningarnir hefðu verið svar Landsbankans við fjármögnunarvanda Landsbankans og á grundvelli 36. greinar laga um fjármálafyrirtæki hefðu stjórnvöld getað bannað stofnun ICEsave. Eyjólfur er þá að vitna í þennan texta "Fjármálaeftirlitið getur bannað stofnun útibús skv. 1. mgr. ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun og fjárhagsstaða hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis sé ekki nægilega traust." Að banna á grundvelli þessa ákvæðis er yfirlýsing um að fjármálafyrirtæki sé ekki rekstrahæft, hvorki innanlands eða utanlands, og þýðir í raun fall viðkomandi fjármálafyrirtækis. Slík ákvörðun fjármáleftirlitsins þarf að vera mjög vel rökstudd, ekki bara vegna þess að allt bankakerfið gæti fallið í kjölfarið því ekki voru hinir bankarnir minna háðir erlendri fjármögnun en Landsbankinn, heldur líka vegna þess að hluthafar bankanna eiga skaðbótarétt ef bannið er ekki vel ígrundað og vel rökstutt.
Í þessu samhengi verður fólk að átta sig á að það eru ekki í rök í málinu að vitna í nútímann, enginn dómur hefði tekið mark á spámiðli sem fjármálaeftirlitið hefði fengið til að vitna um bankahrunið mikla haustið 2008, miklu nær er að hann hefði tekið mark á mati alþjóðlegra matsfyrirtækja, sem settu íslensku bankanna í efsta flokk á svipuðum tíma.
Og hvaða dómari sem er, jafnt á Íslandi, sem í þeim löndum sem hluthafar bankanna áttu heimilisfesti, hefði dæmt íslenska ríkið í skaðabótaábyrgð upp á hundruð milljarða, og það hefði sannanlega verið skuld þess.
Ég er aðeins að hnykkja á því að "eftir á" röksemdir eru aldrei rök í máli á þeim tíma sem það kemur upp. En það er ofsalega auðvelt að nota þær ef þú þarft að gera eitthvað í núinu tortryggilegt. Og þessa rökvillu notar Eyjólfur til að undirbyggja skoðun sína um gjaldskyldu íslensku þjóðarinnar í ICEsave deilunni.
Eða eins og Eyjólfur segir "Forsendur þess að Icesave-útibúin voru ekki bönnuð hljóta að verða birtar almenningi nú þegar hann á að borga."
Málið er bara aðeins flóknara en þetta.
Og næsta grein fjallar um hina meintu ríkisábyrgð og rök Eyjólfs fyrir henni.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 627
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.