23.2.2010 | 09:19
Farinn á öskuhaug sögunnar.
Þar mun sagan finna handa honum hillu innan um minniháttar ræfla sem héldu að þeir væru stórir kallar, eins og fimmtán ára skólafanturinn sem hnyklar vöðva sína framan í forskólabörn.
Bresk stórblöð kalla þennan auma mann Bully, ég kalla hann ræfil.
Hann brást þeim hugsjónum sem blóð tugmilljóna manna æpti á eftir lok seinna stríðs.
"Kúgun aldrei meir".
Þá var það aðeins Vestur Evrópa sem gekk inn á braut lýðræðis og mannréttinda, í austri var járntjald kúgunar og ofbeldis. En járntjaldið féll og lýðræði og mannréttindi voru grunnstoðir hinnar nýju Evrópu.
Allt þar til fjármálakerfi álfunnar hrundi.
Þá komu smámenni eins og Bos fram á sjónarsviðið og tókust á við vandann með þrautreyndum aðferðum kúgara og yfirgangsmanna. Finna nógu lítinn og varnarlausan og lemja hann. Standa síðan keikur og segja, sáið þið vöðvanna.
Engu var skeytt um lýðræði og mannréttindi, engu var skeytt um lög og reglur.
Nákvæmlega sömu vinnubrögð og Hitler notaði til að kúga undir sig smærri nágrannaríki.
Kúgun, hótanir, yfirgangur, allt gert í skjóli þess að fólk þekki ekki sinn vitjunartíma og verji ekki rétt sinn til lífs og frelsis. Tókst vegna stuðnings kvislinga og landráðafólks.
Í dag stendur Evrópa á tímamótum, er tími bullanna runnin upp, eða er þeirra tími liðinn.
Financial Times segir að hann sé liðinn.
Íslenska ríkisútvarpið segir að hann sé kominn, sá sem lýgur mest eigi sviðsljósið.
Finacial Times gagnrýnir harðlega framferði breskra stjórnvalda, íslenska ríkisútvarpið styður þau.
Bretarnir muna eftir hörmungum stríðsins og vita að það voru óhamdar bullur sem ollu þeim. Vitgranna fólkið á Ruv finnst kúgun og yfirgangur töff, sérstaklega ef kúgarinn mælir á útlensku, þroskastig þess er á svipuðu róli eins og hjá Badda í Djöflaeyjunni.
En sem betur fer mun Financial Times hafa meiri áhrif á framgang ICEsave deilunnar en Ruv, og hugsandi fólk um alla Evrópu vill braut lýðræðis og mannréttinda. Það harmar ekki öskuhaugadvöl Bos.
Það gerir hugsandi fólk á Íslandi ekki heldur, það fyrirlítur svona smámenni.
Og það hefur megnustu skömm á fréttaflutningi Ruv.
Stuðningsmenn kúgunar og yfirgangs munu í gras lúta.
Kveðja að austan.
Afþökkuðu lokatilboð Bos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er á leið til Akureyrar að kjósa. Verð kominn að alþingi á morgunn til að verja lýðræðið.
Sigurður Haraldsson, 23.2.2010 kl. 09:54
Blessaður Sigurður.
Verð með þér í anda á morgun, og veit að það verður góðmennt hjá ykkur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2010 kl. 18:25
Ómar, já, RUV er skammarlegt hafandi upp alla vitleysu Icesave-stjórnarinnar orðrétt, kallandi ólögmæta handrukkun bresku, hollensku og íslensku Icesave-stjórnanna LÁN FRÁ BRETUM og ICESAVE-SKULDBINDINGAR OKKAR beint eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, Icesave-aðalherra. Og skaðlegir eru þættirnir Silfrið og Spegillinn íslensku þjóðinni. Og sannarlega hefur The Financial Times verið okkur hliðhollur miðill. Skömm sé RUV. Financial Times ætti að vera okkar ríkismiðill og leggja ætti niður stórskemmandi RUV.
Elle_, 24.2.2010 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.