Hvað ber á milli???

 

Hvenær líkur tími leyndarhyggjunnar????

Það muna allir eftir aðdraganda bankahrunsins, þá voru opinberu upplýsingarnar þær að  grunnur bankakerfisins væri traustur, bankarnir hefðu staðist öll álagspróf með sóma.  Þess var hins vegar ekki getið að álagsprófin mældu ekki það sem var að.

Grunnurinn var fúinn og feyskinn, og þetta vissu stjórnvöld.  En það eina sem þau gerðu var að leyfa bönkum og eignarhaldsfélögum að taka gífurlegar stöðutökur gegn krónunni til að fegra bókhald sitt tímabundið.  

Og svo fór sem fór.

 

Í dag vitum við að kröfur breta eru fúnar og feysknar.  

Financial Times kallar þær í besta falli mjög hæpnar, og engin lýðræðisþjóð myndi sætta sig við svona kúgun.

Þá er stóra spurningin, af hverju gerum við það, af hverju sætta íslensk stjórnvöld sig við algjörlega ólöglega kúgun vegna fjárkrafan sem eru i besta falli mjög vafasamar????

Hvað ber á milli????

Var gerð krafa á breta að þeir bættu íslenskri þjóð það tjón sem hryðjuverkaárás þeirra á Ísland olli????

Ætla menn að jafna kröfurnar út í góðsemi sinni, eða á að láta þá borga svona 300 milljarða í milligjöf???

Eða voru menn að biðja um lægri vexti??

Af hverju geta íslensk stjórnvöld og íslenskir stjórnmálamenn ekki sagt einu sinni satt og rétt frá.

Þetta er jú okkar peningar sem þeir ætla að borga í skatt til breta ef satt er að þeir séu ennþá harðir á skattinum.

Afsal á skattpeningum þjóðarinnar er aldrei einkamál þeirra sem um það gambla.

ICEsave viðræðurnar eru ekki póker fyrir litla stráka.

Við viljum upplýsingar strax.

Takk.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Telja of mikið bera á milli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 997
  • Frá upphafi: 1321549

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 836
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband