Hvenær hefur Þórólfur ekki verið sáttur??

Og hvenær hefur fréttastofa Ruv ekki tekið viðtal við til að athuga hvort hann sé sáttur.

En sáttastur var Þórólfur þegar hann lagði mat sitt á tilboðið sem enginn fékk að sjá.  Honum fannst það léleg hagfræði að hrófla við því.  Eiginlega hefur hann grátið síðan, nema þegar nýtt tilboð berst, þá vill hann drífa í að samþykkja.

Hver ætli borgi manninum laun???? 

En það er athyglisvert að Steingrímur skuli hafa treyst sér til að senda Hollendingum bréf þar sem hann segist ekki vilja sjá tilboð þeirra.  Maðurinn var jú nýbúinn að segja þeim að ef þeir sendu inn tilboð með umtalsverðri vaxtalækkun, þá myndi nást samstaða um að aflýsa þjóðaratkvæðagreiðslunni og tilboð þeirra yrði samþykkt.  

Þess vegna slógu Hollendingar svona mikið af sínum vaxtakröfum, heil 2 ár.  Og það þýðir ekkert að hlæja yfir þessu, þeir höfðu lýst því yfir að þeir þegar hefðu gefið allt of mikið eftir síðastliðið haust þegar Steingrímur kom síðast til þeirra á hnjánum og bað um betri greiðslukjör.

Og Steingrímur segir við fréttastofu Ruv, að tilboð Hollendinga feli í sér "að fjármagnskostnaður vegna Icesave lækki umtalsvert."  Samt er hann núna fúll á móti og hálfpartinn skammar Hollendinga fyrir nískuna.  Og Þórólfur er ennþá sáttur.

Það er ekki von þó menn klóri sér í hausnum  út i Hollandi.

Þeir hljóta bráðum að fara senda þessa einu freigátu sem þeir eiga til að láta Steingrím standa við stóru orðin.

Eru ekki takmörk fyrir hvað hægt er að spila með fólk????

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Þórólfur ekki ósáttur við Icesave-tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það þarf að þagga niður í þeim báðum - Þórólfi landsölumanni og sjs.

Þórólfur talar vitandi vits gegn hagsmunum þjóðarinnar til þess að þóknast heilagri Jóhönnu - en sjs segir það sem hann heldur að hann eigi að segja til þess að segja ekki neitt - það gerði hann í stjórnarandstöðunni í tæp 20 ár og fór svo í hringi þegar hann settist í "stólinn" og fór að ljúga sig út úr 20 ára bullsögu sinni og keyra þjóðina í helklafa kommúnismans.

báðir eru á villigötum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.2.2010 kl. 06:09

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Mikið er ég sammála þér að það ætti að þagga niður í fólki sem styður grímulaust kúgun erlendra stórþjóða.  

En hvernig sérðu fyrir þér samstarfið við AGS ef núverandi stjórnarandstaða kemst til valda???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2010 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband