15.2.2010 | 15:10
Til hvers að gera einfalt mál flókið???
Meirihluti Íslendinga á börn og barnabörn.
Vilji fólk að afkomendur þess geti lifað upprétt í þessu landi í framtíðinni, þá les það pistla þrumubloggarans Elle.. Og á síðu hans er allar upplýsingar um ólögmæti krafna breta og Hollendinga og tilvísun á greinar og umfjallanir í erlendum blöðum þar sem málstað íslensku þjóðarinnar er haldið til haga.
Við fáum jú aðeins upplýsingar frá bretum úr íslenskum auðmiðlum.
Og linkurinn á bloggið er hér: http://eeelle.blog.is/
Og síðan segja allar mæður og ömmur þessa lands Nei við IcEsave. Er ekki eins viss um kallana. Margir af þeim finnst það flott að forframast í útlöndum þó það sé aðeins til að kyssa skósóla erlendra kúgara. En viss forfrömun engu að síður.
En þeir eru samt lítill minnihluti, síðan eru Leppar auðmanna Já menn því þeir vita eins og er að húsbændur þeirra þurfa skuldbreytingu svo þeir haldi eignum sínum og áhrifum. Og það er jú forsenda þess að þeir geti týnt upp molana af nægtaborði alsnægtanna eins og hundarnir gerðu á betri heimilum í gamla daga.
Það sorglega er að þessir Leppar eiga sér fylgismenn sem eru blindir á báðum og hvorki sjá eða heyra staðreyndir málsins.
Samtals eru þetta um 20% þjóðarinnar, og það er út i hött að útbúa eitthvað kynningarefni fyrir þá sem eru hvort sem er bæði blindir og heyrnalausir í heilabúinu. Nær væri að hlusta á aumingja, aumingja, aumingja, aumingja unga VG liða sem báðu geðsjúkum miska og nota það fé sem sparast við gerð kynningarefnis handa andlega blindu fólki, til að gera fólki í neyð kleyft að kaupa lyf sín á viðráðanlegu verði. Það er jú hálfgert siðleysi að níðast á sjúkum en eyða síðan stórfé í óþarfa kynningu.
Látum þrumubloggið duga.
Kveðja að austan.
Lagastofun falið að semja kynningarefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 12:19 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 18
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 2658
- Frá upphafi: 1412716
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 2320
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar eru röksemdirnar? Er þér alvara eða ertu að prufukeyra efni fyir Spaugstofuna?
Agla (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 15:49
Blessuð Agla, þakka hrósið en ég hef ekki ennþá fengið inni hjá Spaugstofunni, þó ég gæti alveg átt eina og eina góða hugmynd handa þeim, til dæmis þá sem ég frumflyt á morgun, ef guð og gæfan lofar.
En hvað, þú hefur ekki lesið þrumubloggarann sem ég vísaði þér á. Hvaða röksemdir þarftu aðra en þessa:
Gerist ekki flottara, slær jafnvel mér við. Svo má finna nokkra góða linka hjá honum til hægri, til dæmis í alvöru hagfræðinga, sem kunna hagfræði og eru læsir á einfalda lagatexta. En í þeim lagatextum stendur að Ísland skuldi ekki bretum krónu.
Svo má líka tína til mörg rök gegn ICEsave vitleysunni úr pistlum Elle, til dæmis tekur hún nokkrar mergjaðar röksemdir frá Steingrími Jóhanni Sigfússyni, stjórnarandstæðingi og félagshyggjumanns. Svona áður en hann varð Leppur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Og meira og meira, því fáir eða engir hafa fylgst eins vel með umræðunni bæði hér heima og erlendis en hún Elle þrumubloggari.
Agla mín, gefðu börnum þínum tækifæri í lífinu, og eyddu kvöldstund að renna yfir pistla Elle. Aðeins hálaunaðir starfsmenn auðmanna komast í gegnum þá án þess að kjósa Nei við ICEsave.
Og framtíð barna okkar snýst um það Nei.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2010 kl. 17:47
Auðvitað las ég þrumblogg þrumubloggarans. Mér finnst röksemdafærslan þar ekki standast neinn samanburð þína færslu.Þín er þar að auki mun styttri!
Þetta Icesave er annars ekkert grín. Ég er farin að skilja hversvegna Geir blessaður Haarde taldi ástæðu til að biðja okkur Guðs blessunar áður en hann rétti heilögu Jóhönnu svipuna.
Mín börn eru sem betur fer í góðum stöðum í útlandinu og eiga margra kosta völ. Ég vona að þínum börnum gangi allt í haginn líka.
Kveðja
Agla (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 20:22
Agla, sæl. Já, hann Ómar lyfti mér dálítið upp á stall. Maður getur bara þurft að fara niður á sama vitleysis-planið og þeir sem berjast af öllum lífs og sálarkröftum fyrir að gera börn, foreldra og gamalmenni þessa lands að skuldaþrælum að ósekju. Nú höfum við barist gegn þessu í yfir heilt ár og alltaf finnur Icesave-liðið nýja leið til að svíkja okkur, -fela skýrslur og skjöl og kasta burtu öllum rökum. Icesave-sinnarnir og Icesave-stjórnin hefur ekki hlustað á nein alvöru-rök, -alveg sama hvað stór hópur innlendra og erlendra lagaprófessora segja að ísl. ríkið og ísl. skattgreiðendur séu ekki ábyrgir fyrir Icesave Bjögganna. Icesave er fjárkúgun og nei, ekkert grín. Kannski geturðu sagt okkur Ómari og okkur öllum hvað þarf að gera til að fá Icesave-sinna til að hlusta???
Elle_, 15.2.2010 kl. 21:27
Ómar, eftir öll alvöru-skrifin okkar, bæði innanlands- og utan, áttum við nú kannski ekki beint skilið að vera jörðuð fyrir að fara niður á vitleysis-plan Icesave-sinna sjálfra. Við erum þau sem berjumst gegn kúgun og fólk kann oft ekki vel að meta það. En baráttumaður mikli, haltu þínu beina striki.
Elle_, 15.2.2010 kl. 23:08
Blessuð Agla.
Strákarnir mínir hafa það gott, enda munu þeir verða stoltir af kalli föður sínum þegar þeir skynja hvað ég gerði eftir Hrunið 2008, þvert gegn eðli sínu sem kýs frekar að horfa á og meta, en að skipta sér að hlutum þannig að athygli veki.
Samgleðst þér með börn þín, tel að væntumþykja þeirra á þjóð sína og landi sé engu minni þó þau starfi erlendis. Og svo átt þú örugglega ættingja og vini sem eiga afkomendur innanlands. Á einn eða annan hátt erum við öll á sama báti.
Hjá Elle þrumubloggara finnur þú marga linka, bæði til hægri, eins í pistli hennar frá 9. janúar þar sem hún tekur saman ýmis skrif lagaspekinga og fleiri. Rök Steingríms stjórnarandstæðings finnur þú til dæmis í pistli frá 15. janúar og síðan 9. febrúar. Allt klassa rök sem hafa staðist tímans tönn, líka umpólun Steingríms og núverandi rök hans.
Og svo má ekki gleyma minn uppáhalds pistli, frá 19 janúar, Ríkisstjórnin er skaðleg börnunum okkar. Ætti að vera skyldulesning fyrir allar núverandi og verðandi mæður. Málið er ekkert flóknara en þetta.
Og hvað varðar þá tilvitnun sem ég lét fylgja með hér að ofan, þá lét ég hana flakka því hún tjáir hreinar tilfinningar reiðrar manneskju. Ég er miklu oftar að fíflast í einhverjum.
Já ICEsave er ekkert grín, en það er ekki heldur alltaf grín að vera manneskja, sérstaklega þegar hörmungar dynja á þjóðinni, hvort sem það er af völdum manna eða náttúru. Þá er frumskyldan að gera það sem rétt er.
Og það er ekkert réttar í þessum heimi en að standa gegn kúgun og yfirgangi.
ICEsave deilan er ekki flóknari en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2010 kl. 23:12
Blessuð Elle mín.
Það er engin að jarða þig, og ég hef ekki heldur orðið var við mína jarðarför. Kann alveg að forðast hana.
Ekki gera lítið úr hreinum tilfinningum, það eru þær sem munu skilja á milli feigs og ófeigs í þessari deilu. Fólk mun að lokum gera það sem það telur vera rétt.
En kannski var ég skemill að gefa mér ekki tíma til að rökstyðja vel í upphafi hvar upplýsingaefnið var að finna. En eitthvað verður fólk að hafa fyrir lífinu. Nógu mikið ert þú búin að leggja á þig til að vita allt um alla umræðu um ICEsave, bæði innanlands og utan.
Og ég mun örugglega vísa á þig aftur, núna í lokahrinunni.
En frændi minn hringdi í mig í dag frá Ítalíu, og við tölum helst aldrei minna saman en í 2-3 tíma svo ég náði ekki að koma frá mér pistli mínum um Hag dóminn. En ég formaði hann í huganum því það er alltaf flókið að koma miklu efni frá sér í tiltölulega stuttu máli, án þess að sleppa nauðsynlegum rökstuðningi. Vona að ég verði ekki búinn að gleyma því í fyrramálið.
Þú verður að skjóta á mig innslagi þegar hann er tilbúinn.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 15.2.2010 kl. 23:21
Sæll Ómar
Ég hélt þú lægir enn mar-flatur vegna bakverkja. Ónei, ekkert fær stoppað frumkraftinn sem í þér býr. Gott að vita af þrumu-storminum mættum aftur, ekki veitir af að blása hressilega út á milli eyrnanna á stjórnvöldum. Settu eina eldingu með og þá sést reyndar vel í gegn...og sjá...þar er ekkert nema sérhygli þeirra og valdagræðgi inngróin í höfuðskeljar þeirra...en galopið á milli eyrnanna, en stundum sett forritaður diskur frá AGS í staðinn.
Þannig fólk heitir þykkskallar. Dæmigerð eintök eru Steingrímur J. og Jóhanna, með forritaða diska í stað heila.
En að Icesave málinu. Fyrir mér er það orðið eins einfalt mál og hugsast getur: Við -almenningur þessa lands- borgum ekki einka-skuldir einka-vina-væddra fjár-glæpamanna og stór-þjófa.
1) Ef stjórnvöld standa ekki með almenningi þessa lands... 2) Ef stjórnvöld þessa lands leyfa þessum gangsterum að grassera um allt valdakerfið... 3) Ef stjórnvöld setja beinlínis blinda augað á arðrán og áframhaldandi arðrán banka- og fjár-glæpamanna og stór-þjófa...
...ÞÁ eru þau ekki verð þess að sitja lengur; þeim ber að víkja og ef þau víkja ekki, þá ber að henda þeim út. Öllu siðuðu fólki hlýtur að vera það augljóst.
Við eigum að segja hlutina eins og við viljum að þeir verði: Íslenskum almenningi allt!Við viljum bara sanngirni og réttlæti með heiðarleikann í farteskinu.
Icesave málið er öllu siðuðu fólki eins einfalt mál og hugsast getur:
Við -almenningur þessa lands- borgum ekki einka-skuldir einka-vina-væddra fjár-glæpamanna og stór-þjófa, sem enn fá að valsa um og grassera í öllu valdakerfi stjórnvalda. Þetta er svo einfalt og þetta hljóta því allir að skilja. Við segjum NEI og aftur NEI og upp í 100% NEI!Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 01:45
Við segjum NEI og aftur NEI og upp í 100% NEI!
Og hlustið á Pétur Örn!
Elle_, 16.2.2010 kl. 12:48
Blessaður Pétur.
Og takk fyrir þitt kröftuga innslag.
Hvenær er maður hættur og ekki hættur. Alltaf þegar maður sér friðarstólinn blasa við, þá kemur ný atlaga að þjóðinni. Og núna ætlar Alþingi að svíkja þjóðina. Þess vegna varð ég að hafa hér virkni til að geta tekið þátt í slagnum þegar samningurinn liggur fyrir. Og það er því miður á kostnað margs annars, og sá kostnaður er sár. En þetta lagast vonandi allt saman, eða hnífurinn verður reyndur aftur. Allt hefur sinn gang.
En ég tæmdi hugann í síðasta pistli mínum. Læt hann standa sem endapunkt fram að eða fram yfir helgi. Þú mátt lesa hann og bæta inn endurbótum þar sem upp á vantar. Eða koma með ný sjónarmið, eða fylla upp í þau sem þegar eru komin.
Daginn sem þjóðin kallar hlutina réttu nöfnum, það er dagurinn sem endurreisn þjóðar okkar hefst. Endurreisn á okkar forsendum, ekki forsendum fjármálafursta. Aðeins þannig losnum við spillingu fortíðar, að byggja eitthvað nýtt og betra handa framtíðinni.
Og almenningur um allan heim öskrar á slíkar breytingar. Þó við fáum einhverjar kárínur frá auðvaldinu til að byrja með, þá mun viðurkenning fjöldans vega það upp og gott betur. Við erum alltof fá til þess að fólk þurfi að líða illa í þessu gjöfula landi. Það eins sem skortir upp á er skilningur á hvað þarf að gera.
Og hann mun koma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2010 kl. 15:25
Sæll Ómar
80% þjóðarinnar er sammála okkur. Barátta þín og ElleE og fleiri og fleiri skilar sér, því rangindi vald-herranna eru svo augljós. Kannski við látum okkur duga 99% NEI! Restin, 1% eru siðblindingjar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.