Hvenær hætta vinstrimenn að trúa lygum stjórnvalda????????

Stuðningur vinstrimanna við ICEsave stefnu stjórnvalda byggjast á lygum og blekkingum. 

Hugmyndafræðingar þessa  lyga og blekkinga, eru gömlu þjónar auðmannanna sem gáfu hugmyndafræðin þeirra trúverðugleika svo þjóðin sá ekki í tíma þann Hrunadans sem hér var stiginn.  Þessir þjónar Björgólfs og Jóns Ásgeirs, Bakkabræðra og Ólafs Ólafs, þeir ljúga því að þjóðinni í gegnum fjölmiðla húsbænda sinna, að þjóðinni beri skylda til að greiða fjárkröfur breta og Hollendinga.  Þeir blekkja hana með fullyrðingum að annars öðlist hún ekki trausts umheimsins og bæta svo við lyginni um að ef hún borgi ekki þessa hundruð milljarða úr hagkerfi sínu, þá fari hér allt í kalda kol. 

Forsendur hagsældar séu sem sagt að borga þjóðarauðinn úr landi og vinna síðan auðmjúk fyrir smánarlaun erlendra og innlendra auðmanna sem hirða fyrirtæki landsmanna upp í skuldir.

 

Samt hafa komið til landsins menn, alvöru hagfræðingar, og varað við afleiðingum þessara stefnu.  En þó þetta séu í hópi virtustu hagfræðinga heims, eins og Stiglitz, Hudson og Rogoff, þá er ekki hlustað á þá.  Þeir eru jú ekki Garðar Hólm okkar Íslendinga.

Og þó einn af reglusmiðum Evrópubandalagsins, þrautreyndur hagfræðingur, skrifi grein í Morgunblaðinu og færir fyrir því sterk rök, rök sem byggjast á beinum tilvitnum í viðkomandi lagatexta, að Ísland skuldi bretum og Hollendingum ekki krónu vegna ICEsave reikninga Landsbankans, enda sé öll ríkisábyrgð og ríkisafskipti af efnahagslífinu óæskileg samkvæmt reglum hins innra markaðar, þá kjósa íslenskir vinstrimenn að hlusta frekar á bókaranna frá Bolungarvík, sem nær ekki einu sinni að vera Garðar Hólm lagaspekinga, enda menntaður bókari.

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við tvö erlenda sérfræðinga, Grant Reuber, doktor í hagfræði frá Harvard og eins og segir í Mogganum

"var stjórnarmaður Canada Deposit Insurance Corporation, félags í eigu stjórnarinnar sem fer með innistæðutryggingar, auk þess sem hann kom sem bankastjóri Bank of Montreal að yfirumsjón með endurskipulagningu skulda hjá ýmsum ríkjum, þar með talið Brasilíu, Argentínu, Kosta Ríka og Mexíkó. "

Og Alex Jurshevski þekktur ráðgjafi í alþjóðlegum skuldamálum,

"He was a member of the Advisory Panel on Government Debt Management and the World Bank's Government Borrowers Forum. He has been involved in over USD 40 billion of financial restructurings and over USD 20 Billion of primary transactions".

 

Þessir menn hafa aldrei kynnst annarri eins svívirðu en bretar og Hollendingar beita íslensku þjóðina í ICEsave deilunni. 

 "Við vitum ekki um neitt sambærilegt tilvik í þróuðum ríkjum. Við þekkjum lög um gjaldþrot sem ná yfir landamæri. Eftir því sem ég best veit hefur það aldrei áður gerst að þjóðríki sé gert að reiða fram slíkar bætur til handa öðru ríki,"

Og þeir benda á að ef íslensk stjórnvöld kjósa að láta undan kúguninni, þá eigi þekking og heilbrigð skynsemi að ráð för, ekki heimóttarskapur og stjórnunarleg vanhæfni.

"Maður sér yfirleitt svona staðið að verki hjá ríkjum með veikburða stjórnkerfi, á borð við Jamaíka og nokkur ríki Rómönsku-Ameríku þegar þau gengu í gegnum endurskipulagningu skulda á níunda áratugnum, og í nokkrum ríkjum Afríku."

Svo maður orði þetta á mannamáli þá er framganga íslenskra stjórnvalda af ætt fáráða sem skynja engan hátt alvöru málsins.  Vita ekki til hvers fagmenn eru, vita ekki hvað þau eru að gera þjóð sinni.

"Ég hefði ætlað að stjórnin myndi að minnsta kosti velja alþjóðlegan sérfræðing í meðferð skulda í samningaliðið. Ég hef ekki nákvæma þekkingu á sérfræðikunnáttunni heima fyrir en málið lítur þannig út fyrir mér, í ljósi þess að deilan er alvarleg ógn við hagsæld á Íslandi í framtíðinni, að stjórnin leitaði bestu fáanlegu ráðgjafarinnar,« segir Reuber og bendir einnig á mikilvægi þess og kosti að fá aðila sem séu ótengdir íslenskum, breskum eða evrópskum stjórnkerfum."

Og þessir menn hafa beina reynslu hvað gerist þegar þjóðir eru troðnar niður í svaðið vegna vanhæfra ráðamanna.

"Ef málið verður ekki leyst með viðunandi hætti verður Ísland að nýju Úganda eða öðru sambærilegu stórskuldugu ríki"

Síðan hvenær var þetta draumur íslenskra vinstrimanna???

En sjálfsagt taka þeir ekki mark á þessum mönnum frekar en öðrum óháðum sérfræðingum sem hafa varað við afglöpum ríkisstjórnarinnar. 

Þetta eru jú sérfræðingar, hæfir menn á sínu sviði. 

Hver hlustar á þá þegar Garðar Hólm kyrjar vit sitt í auðmiðlum?

Og bókarinn frá Bolungarvík veit betur.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Tíminn vinnur með Íslandi í Icesave-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Það er líka nokkuð merkilegt hvernig fjölmiðlarnir Rúv og baugsmiðlarnir tala um þetta. Þeir spyrja Landráðamenn tildæmis aldrei afhverju ætli þið að borga þetta þegar evrópulögin eru skýr hvað þetta varðar. Heldur  tala þeir bara eins og strengjabrúður landráðamanna og spyrja verðum við að borga vexti og þar fram eftir götunum. Hverslags fréttastofur eru þetta maður er farinn alvarlega að halda það að þessar fréttastofur séu með tóma vitleysinga í starfi sem eru gjörsamlega ófærir um að afla sér upplýsinga um þetta mál. Það er svoldið undarlegt að fólk sem er ekki með fjölmiðlamenntun þurfi sjálft að finna sér þessar upplýsingar til að geta tekið upplýsta ákvörðun um málið. Svo um daginn þá rauk prófessor Þórólfur Mattíasson út úr miðju viðtali á útvarpi sögu þar sem var verið að ræða þetta mál, hann var það rökþrota og rauk á dyr í kjölfarið. Þetta er fólkið sem verið er að hlusta á í þessu máli og ekki voru fjölmiðlarnir að fjalla neitt um það. Hvernig stendur á þessu til hvers erum við að borga þessu fjölmiðlafólki á ruv laun. Ég stóð alltaf á þeirri skoðun að fólkið þar væri að vinna fyrir okkur íslendinga en það var greinilega rangt hjá mér að halda það. Fjölmiðlarnir eru á bandi ríkistjórna og fjármagnseigenda þessvegna eru þeir og verða aldrei marktækir í mikilvægum málum sem þessum. Við íslendingar verðum að fara átta okkur á þessu. Eins og þú segir þá er það stórundarlegt að það hafi ekkert verið fjallað um þessa menn í sem tala hafa okkar máli eins og Lipitz, Stiglitz og fleirri heldur er bara lamið hausnum í steininn og vonað að þessi heilaþvottur á þjóðina um að við eigum að borga þessa vitleysu sem er algjör firring virki. Það er heldur ekki skrítið að þeir stóli líka á það þar sem ríkistjórn Hitlers tókst nú að heilaþvo þjóð sína á sínum tíma.

Elís Már Kjartansson, 15.2.2010 kl. 11:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ómar og Elís þið eruð báðir mjög málefnalegir svona menn er gott að hafa á landi voru. Jafn ömurlegt og það er með ríkisstjórnina okkar að þar hefur bara verið einstefna koma skuldum icesave á okkur sem fyrst og ganga inn í ESB með aðkomu AGS um leið alger vörn með spillingunni og þjófunum sem stálu úr kerfinu. Er von að maður kalli þessa stjórn landráðastjórnina með landráðaherrum!

Sigurður Haraldsson, 15.2.2010 kl. 12:11

3 identicon

Já þetta er alveg merkilegt með þessa ríkisstjórn vora, og svo eru þeirra einu rök að þetta sé klúður fyrri stjórna, sem má til sanns vegar færa, en ég hef aldrei skilið að það geti réttlætt enn meira klúður í hinum svokölluðu björgunnar aðgerðum Íslandi til handa. Held að hér sé endanlega búið að sanna máltækið að ..... Lengi getur vont versnað.

Takk fyrir þín góðu  skrif Ómar .

(IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 13:26

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Elías.

Takk fyrir innslagið.  Þú kemur einmitt inn á ástæðu þess hvað ég hef verið hvass við Ruv-ararna.  Þar brást eitthvað sem ég treysti og mat mikils.  

Og ég fann sérstaklega upp á hugtakinu "vitgrannur fjölmiðlamaður" eftir einn Kastljósþáttinn sem pirraði mig alveg einstaklega mikið.  Man að þegar ég notaði það fyrst, þá droppaði IP-ið mitt niður um helming, því fólk las ekki svona vitleysinga sem svona töluðu.  En í dag er ég ekki langt undan almannarómi, fleirum en mér sárnar vinnubrögð stofnunarinnar.

En við sigrum, ICEsave er ekki málið, næsta skref er að henda AGS úr landi.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.2.2010 kl. 23:27

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið, Sigurður og Sigurlaug.

Ég tel að besta leiðin til að gera upp spillinguna, sé að henda kerfinu.  Vil nota leið Mandela til þess.  Þar tókst að henda áratuga kúgunarkerfi án blóðsúthellinga.  Kerfið og kúgunin stóðst ekki sannleikann.

Og sannleikurinn mun hreinsa út öll skúmaskot, líka Tortilla-Lúxara.  

Og takk fyrir jákvæð orð.  Met þau mikils.

Kveðja að austan.

PS.  Kosturinn við að lengi getur vont versnað er sá  að á vissum tímapunkti þá getur ástandið aðeins besnað.  Við nálgumst hratt þau vatnaskil.

Ómar Geirsson, 15.2.2010 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 26
  • Sl. sólarhring: 629
  • Sl. viku: 5610
  • Frá upphafi: 1399549

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 4783
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband