Enn ein lygi Hollendinga afhjúpuð.

Þeir höfðu öll tök á að stöðva starfsemi íslenskra útibúa, og gerðu það í tilviki Kaupþings.

Enda krefst reglugerð ESB að þeir geri slíkt.  Minni á orð Alain Lipietz, þingmanns á Evrópuþinginu, sem hann lét falla í Silfri Egils.

"Ríkisstjórnir gistiríkjanna, þ.e. sú breska og sú hollenska, hefðu átt að gera útibúum ICEsave alveg ljóst að tryggingasjóðurinn á Íslandi væri of veikburður og að útibúin væri of veikburða og að útibúin yrðu að greiða í breska og hollenska sjóði. "

Alla tímann hefur þetta legið ljóst fyrir.  Þess vegna stöðvuðu frönsk stjórnvöld ICEsave, þess vegna stöðvuðu hollensk stjórnvöld Kaupþing Edge.

En þau stöðvuðu ekki ICEsave, og núna reyna þau að ljúga sig út úr vandanum með því að vísa í ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem skorti lagaheimildir til að hemja bankakerfið sitt. 

Í Hollandi trúir enginn yfirmanni hollenska fjármálaeftirlitsins sem sagðist hafa verið blekktur af íslenskum stjórnvöldum.  Hans starf var að vita, að þekkja staðreyndir, ekki að trúa.  Slíkt er gert i kirkjum, ekki hjá opinberum fjármálaeftirlitum.

Á Íslandi reyndu fjölmiðlamenn í vinnu hjá auðmönnum að gera orð Hollendingsins trúverðug, svo hægt væri að blekkja þjóðina til að láta að andstöðunni við ICEsave samning ríkisstjórnarinnar.  Slíkt hentar hagsmunum eiganda þeirra, auðmanna sem vilja halda eigum sínum en láta almenning borga skuldir sínar.

Hvert er innrætið hjá svona fólki sem svíkur landa sína jafn gróflega með stanslausum lygum og blekkingum í ICEsave deilunni.  Geta feit laun frá auðmönnum réttlætt allan ósóma???  Á þetta fólk enga fjölskyldu, enga vini, sem búa á Íslandi???

Veit það ekki hvað það er að gera þjóð sinni????

Og síðan má spyrja, af hverju látum við þessi skrípi komast óáreitt upp með svik sin.  Af hverju látum við auðmennina sem felldu Ísland, ráða ennþá allri fjölmiðlaumfjöllun?????

Hvað segir þetta um okkur sem þjóð???  Að sannleikurinn þurfi ætíð að koma að utan, en lygin frá okkar eigin fólki. 

Hvenær glötuðum við sjálfstæði okkar???

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Kaupþing stoppað af í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 114
  • Sl. sólarhring: 339
  • Sl. viku: 5605
  • Frá upphafi: 1327429

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 5007
  • Gestir í dag: 99
  • IP-tölur í dag: 99

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband