12.2.2010 | 08:31
Hvað óttast Steingrímur???
Að þeir sem beiti ólöglegri fjárkúgun, fari í mál??
Heldur hann að mafían geti farið í mál þegar fórnarlömb fjárkúgunar hennar neita að greiða henni skatt???? Í hvaða réttarríki eru glæpir lögverndaðir???
Eða óttast Steingrímur að öll lygi ríkisstjórnarinnar verði á torg dregin og afhjúpuð sem ósannindi ein??
Hver man ekki eftir hótuninni sem kom fram í bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur til forseta Íslands, að ef hann skrifaði ekki undir ICEsave ríkisábyrgðina, að þá myndi Hollendingar og bretar vera í fullum rétti að krefja íslenska ríkið um alla upphæðina, 1.400 milljarða, sem viðkomandi ríkisstjórnir greiddu þarlendum ICEsave reikningshöfum?
Þessir 1.400 milljarðar voru greiddir út einhliða, án nokkurs stuðnings af regluverki ESB. Samt var reynt að blekkja íslenska þjóð til fylgis við Svavars smánina með þeim orðum að við mættum vera heppin að sleppa við stóra reikninginn.
Alla vega er ljóst að fólk sem trúir slíkum þvættingi, að það fer ekki á fund breskra og hollenskra stjórnvalda og tilkynnir þeim að núna vilji Íslendingar hvorki greiða vexti, eða láta þau stela eignum Landsbankans. Ríkisstjórn, sem trúir sínum eigin blekkingum, hún hefði fyllt næstu flugvél og skriðið á fund hinna miskunnsama manna, og beðið þá um áframhaldandi miskunn.
Skilaboðin hefðu verið, "ekki stefna okkur fyrir dóm og hirða af okkur 1.400 milljarða".
Fólk, sem trúir sínum eigin blekkingum, hefði frekar sagt af sér ráherradómi, en að halda út í þá feigðarför að móðga goðin með vaxtaröfli.
En trúin á sitt eigið bull er ekki meira en það að það eina sem það kvartar yfir er að fá ekki lengur að vinna leyndó, eins og lenska þess hefur verið fram að þessu.
Hver á nýju bankanna???
Af hverju er ekki hægt að hjálpa heimilum landsins????
Af hverju njóta auðmenn alltaf forgangs þegar skuldir eru afskrifaðar????
Af hverju er breskum hryðjuverkamönnum ekki stefnt fyrir þarlenda dómsstóla???
Af hverju má forsetinn ekki tala máli Íslands í útlöndum???
Af hverju er ekki fyrir löngu búið að setja ICEsave deiluna í sinn rétta lögbundna farveg, að fá úr lögmæti krafna breta og Hollendinga skorið???
Af hverju berjast blöð auðmanna fyrir skilyrðislausri uppgjöf gagnvart bretum og Hollendingum?? Er það vegna þess auðmannseigendur þeirra hafa fengið vilyrði hjá erlendum bönkum um mildari tök þegar kemur að niðurfellingu skulda þeirra????
Af hverju er verið að endurreisa hið gamla gjörspillta þjóðfélag auðmanna undir handjaðri íslenskra vinstriflokka?'
Af hverju??? Af hverju?????
En hvernig spyr ég, þetta er allt leyndó.
Og ótti Steingríms er að einn daginn verði ekkert af þessu leyndó.
Kveðja að austan.
Bað RÚV að birta ekki fréttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 264
- Sl. sólarhring: 842
- Sl. viku: 5995
- Frá upphafi: 1399163
Annað
- Innlit í dag: 223
- Innlit sl. viku: 5078
- Gestir í dag: 215
- IP-tölur í dag: 212
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Miklir óttalegir aular eru íslendingar. Ef maður er að fara út í erfiðar samningaviðræður við andskota sína, þá spilar maður ekki út öllum sínum spilum fyrirfram í þágu einhvers gagnsæis. Slíkt er ekki að þjóna þjóð sinni, þvert á móti. Þeir ríkisstarfsmenn, sem þiggja aura frá slúðurfréttamönnum gegn því að leka því sem þau eru látin vélrita, eru svikarar og glæpahyski.
Kveinstafur (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 08:46
Óttalegt kvein er þetta í þér maður.
Síðan hvenær þarf að hylja réttlátan málstað leyndarhjúp???
Það gera aðeins þeir sem hafa eitthvað mjög óhreint í mjölpokanum, jafnvel maðkað mjöl.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.2.2010 kl. 08:57
Í fyrsta lagi var fréttin röng. í öðru lagi er fáránlegt að hvert einasta prump sem fer fram milli manna eða samninganefnda í mjög viðkæmum og þjóðhagslega mikilvægum samningum leki í fjölmiðla. Það bara segir sig sjálft að slíkt getur aldrei verið heppilegt. Þeir sem ekki skilja það hafa greinilega aldrei átt í samningaviðræðum.
Óskar, 12.2.2010 kl. 11:08
En sjáiði líka hvers kyns aular eru við stjórn, það lekur allt út sem þeir gera :D
Aular.
Tómas (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 11:12
Blessaðir félagar.
Ég vona ykkar vegna að skilningsleysi á eðli ICEsave deilunnar útskýri viðhorf ykkar. Flestir sem láta svona vitleysu út úr sér eru á launum við að bulla.
ICEsave deilan er ekki venjuleg milliríkjadeila sem þarf að semja um. Landið sætir ólöglegri kúgun og þvingunum og aðeins sá sem hefur eitthvað að fela, krefst leyndar. Til dæmis sá sem ætlar að semja af sér, eða sá sem hefur rangan málstað að verja.
Við hin getum rætt málin hreint út, þetta eru okkar peningar sem á að stela, og það eru okkar fulltrúar, á launum hjá okkur, sem eiga að verja málstað okkar. Þori þeir ekki að gera það fyrir opnum tjöldum, þá eiga þeir að víkja.
Og hver segir að fréttin sé röng. Steingrímu leiðrétti hana ekki. Og þar sem hann er meistari þess að dylgja, þá tekur ekki nokkur maður með lágmarks viti mark á honum lengur. Hann hefur gert of mikið í buxur sínar í þessu máli til þess að honum sé trúað lengur.
Hann er maðurinn sem vildi fá upphaflega samninginn við breta og Hollendinga samþykktan, án þess að hvorki stjórnarþingmenn eða ráðherrar fengju að lesa hann. Og þetta gerði hann með þeim orðum að ekki væri hægt að fá betri samning. Og að krafa breta væri lögleg.
Tvöföld lygi átti að leiða til þeirra landráða að íslensk stjórnvöld afsöluðu sér skattpening sínum, settu eigur almennings að handveði, afhentu dómsvald til útlanda, og afsöluðu þjóðinni rétt til að sækja mál sitt í framtíðinni.
Ekkert sem auðmenn okkar hafa gert, stenst samanburð við þann glæp gegn þjóðinni sem Steingrímur beitti sér fyrir á vordögum 2009.
Ekkert.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.2.2010 kl. 12:05
Sammála þér Ómar þetta er bara umboðslaust helvítis hyski sem hefur engan rétt til að biðla til kvalara okkar í okkar nafni.
Elís Már Kjartansson, 12.2.2010 kl. 12:59
Elías 6. Svona ámóta og fyrri ríkisstjórnin sem búin var að smíða skuldina og síðan ítreka drögin að samningi sem Svavari og Indriða tókst með harðfengi og snilld að lagfæra alveg heimikið. Annars eigið þið að fara vandlaga yfir síðustu ræður Bjarna Ben um þessa hluti áður en sjallafíflin voru barin út út stjórnarráðinu fyrir öll svikin og lygina og það af gömlum og lasburða kerlingum með potta og pönnur að vopni.
Hæfði þar skel kjafti eins og Páll postuli sagði í þriðja bréfi sínu til sjálfstæðismanna með litlum upphafsstaf. (sem var afar óvenjulegt hjá honum)
Hvenær verður næsta vakningarsamkoma í Valhöll og hverjir ætla að vitna?
Árni Gunnarsson, 12.2.2010 kl. 21:41
Blessaður Árni og blessaður Elías.
Hvað skyldi að vera frétta úr Valhöll??
Ekki veit ég það.
En fjárkúgun og þjófnaður eru alltaf lögbrot, hver sem fremur glæpinn, eða hver sem klappar hann upp. Hét þetta ekki að vera þjófsnautur í gamla daga. En lögin taka alltaf tillit til iðrandi syndara, þá sem vitna gegn fyrrum glæpafélögum. Hvort sem sú iðrun er einlæg, eða stafar af ótta við harðari refsingu.
Og fórnarlömb glæpsins er venjulegt fólk, ekki íhald, framsókn, kratar eða kommar. Þess vegna verjast fórnarlömbin óháð því sem höfðingjarnir kvaka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.2.2010 kl. 23:17
. . . ítreka drögin að samningi sem Svavari og Indriða tókst með harðfengi og snilld að lagfæra alveg heimikið . . .
Árni minn, hvaða drög? Meinarðu minnismiðann (Memorandum of Understanding)? Það var gert með vísan í lög, Árni. Og Icesave-kúgunin hafði ekkert með nein lög að gera. Nú veit ég vel að þér misklíkar við gerðir Sjáfstæðisflokksins og skil það vel - mér mislíkar líka. En það bara voru engin drög. Og líka þarf fólk að muna öngvitið sem fyrri ríkisstjórn var í. Það var alger kúgun í gangi þarna.
Elle_, 13.2.2010 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.