22.1.2010 | 15:43
Fyndnir Eurokratar.
Í tilefni Evrópuárs gegn fátækt, þá styðjum ríkisstjórn Samfylkingar og VinstriGræna á Íslandi við að leggja þjóð sína í fátækt.
Eða eins og Alain Lipietz, félagshyggjumaður orðar þessa gjörð.
"Því hegðuðu Bretar og Hollendingar sér eins og í vestra. Þeir neyttu sem sagt aflsmunar til þess að gera Ísland að því sem kallast á spænsku peon, menn sem eru svo fátækir að þeir gerast þrælar þess sem getur lánað þeim fé. En þeir þurfa alltaf að endurgreiða skuldirnar. Það sem Bretar reyndu að þvinga upp á Ísland var þetta: Ég lánaði þér peningana en þú verður að endurgreiða þá kynslóðum saman""
Já, það er ekki hægt að hafa átak gegn fátækt, nema að hafa viljug fórnarlömb. Fátæka skuldaþræla.
VinstriGrænir bregðast ekki því ákalli.
Seljum Ísland og hjálpum fátæklingum er þeirra kjörorð.
Og ekki gleyma, þetta heitir Norræn velferðarstjórn.
Kveðja að austan.
Evrópuár gegn fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 384
- Sl. sólarhring: 754
- Sl. viku: 6115
- Frá upphafi: 1399283
Annað
- Innlit í dag: 325
- Innlit sl. viku: 5180
- Gestir í dag: 300
- IP-tölur í dag: 296
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Fyrir um 30 árum síðan skrifaði Guðbergur Bergsson, rithöfundur, frábæra grein "Mörg er treyjan", sem mig minnir að hafi birst í Þjóðviljanum. Þar varaði hann mjög gegn evrópu-kratismanum, sem þá var í fæðingu. Margir hlustuðu, en flestir þeirra vildu ekki heyra. Í greininni fjallar Guðbergur um innantóma froðu evrópu-kratismans, glansmyndina, sem væri uppdiktuð af valdagírugum mönnum til þess eins að fela og þar með forðast allar valda-afstæður.
Við sjáum hvað hann hafði rétt fyrir sér, nú 30 árum seinna. Enn er valdagíruga liðið að tala froðukennt og framleiðir glansmyndir í massavís og forðast eins og köttur heitan grautinn að ræða um raunverulegar valda-afstæður: Yfirbygginguna, sem framleiðir froðuna í fjölmiðlum, á þingi, í dómstólum, í fjármálastofnunum, mas. menntastofnunum osfrv. - og svo hins vegar okkur hina venjulegu borgara, sem nú fer að verða fleirum og fleirum augljóst að við erum réttlausir og hæddir og smánaðir.
Er nema von að við spyrjum núna um réttlætið, sanngirnina og til hvers grímuklæddir valdböðlarnir séu. Það er kominn tími til að afhjúpa þá. Hér þarf að stokka upp, fyrst í heilabúunum, svo í framkvæmdinni, því efir höfðunum dansa limirnir.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 17:36
Blessaður Pétur.
Guðbergur er framsýnn. Og sagan vill endurtaka sig.
Ég tel að villa sýndarmennsku og græðgi hafi yfirtekið bæði íhaldið og krata.
Ég er með öðrum fjandmaður kerfisins. Og boða ekki aðra byltingu en þá sem hefur verið framkvæmd í þúsundir ára við þessar aðstæður.
"Back to the basis" las ég einhvers staðar.
En sjálf framtíðin í húfi því græðgin og siðblindan eru á endastöð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.1.2010 kl. 22:10
Ég held að við séum í reynd góðir og sannir anarkistar Ómar minn. Við viljum ekki valda-píramídakerfi með sinni hugmyndafæðilegu yfirbyggingu, hvorki kapitalískri né kommúnískri, sem slævir huga okkar með glansmyndum sínum og froðu. Því erum við samherjar í því sem við hugsanlega getum kallað sósíalískan anarkisma. Ég segi hugsanlega vegna þess að stimplar eru alltaf hættulegir.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 00:22
Og blessaður aftur Pétur.
Ég held að hlutirnir séu ekki svona flóknir. Í raun eru þeir mjög einfaldir.
Maður hitti konu, þau sváfu samani og í fyllingu tímans eignuðust þau börn. Það var hagkvæmara, öruggara að búa í samfélögum. Svo fundu menn upp viðskipti til að auka sína hagsæld, og þau viðskipti voru á frjálsum markaði. Og það þurfti lög og reglu og skilning á að það var allra hagur að menn væru ekki að dunda sér við að drepa hvora aðra.
Og svo þurfti siðmenninguna til að hemja villidýrið sem býr í mannssálinni og getur brotist fram við viss skilyrði. Og síðan gerðist hitt og þetta, ýmsir ismar hér og þar.
Og svo hin sífellda ógn af eyðileggingu villimanna, hvort sem þeir voru innan samfélagsins eða utan. Aftur kom siðmenningin til bjargar, smán saman var sumt bannað, eða talin óæskileg hegðun. Til dæmis að útrýma fólki, brenna borgir og svoleiðis. Vissulega ennþá gert en ekki talið eðlileg hegðun.
En kjarninn er alltaf sá sami, maður, kona, börn, og samfélag þeirra. Og óþvinguð viðskipti á milli þeitta til hagsældar fyrir alla.
Núna þarf siðmenningin að stíga skrefið til fulls og banna óæskilega hegðun eins og arðrán, rányrkju, stríð, Nýfrjálshyggjuna og annað miður geðslegt. Og hverfa aftur til upprunans, að skapa öruggt umhverfi fyrir samfélagið og viðhald þess.
Hinn möguleikinn er ekki lengur til staðar. Eyðileggingarmáttur mannsins er kominn á það stig, að það er ekki víst að hann fái annað tækifæri ef hann misstígur sig.
"Aftur til upprunans" er því dauðans alvara.
Ég kalla það heilbrigða skynsemi og sjálfsbjargarhvöt. Og jú líka viljann til að sjá barnabörn mín. Það er líklegast eigingirni, en hún er líka ágæt í hófi. Á meðan hún gengur ekki á rétt annarra.
Og hvað þessi sýn kallast hef ég ekki hugmynd um.
En mannkynið á ekki val lengur um að hrinda henni í framkvæmd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.1.2010 kl. 10:37
Heill og sæll Ómar
Við erum að tala um það sama. Við erum sammála. Það er rétt hjá þér, að við getum sleppt merkjunum, því við -mannverurnar á jörðinni- vitum öll innst inni hvað er réttlátt, hvað er sanngjarnt og í því felst hin sanna sam-mannlega fegurð, sem falin er í hjörtum okkar og hefur fylgt okkur lengi og hún gildir jafnt hvort heldur er í Súdan eða Grímsnesinu. Þetta er það sem þú kallar heilbrigða skynsemi og er reyndar grundvöllur heilbrigðs samfélags, en Plató kallar Frummyndir. Mikið dýpri get ég ekki orðið.
Við verðum að treysta á fallbyssuskot orðanna til að leiðrétta þetta. Og þá þarf mikla þolinmæði og útsjónarsemi, þó við vildum helst vera snöggir að redda þessu Ómar. En, þetta er endalaus barátta. Paradís er ekki byggð á einum degi.
Með bestu kveðju til þín og þinna.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 15:04
"...leiðrétta þetta..." Ég er vitaskuld hér að framan að tala um "þetta" sem það, að leiðrétta óréttlætið og ósanngirnina.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 15:09
Takk Pétur, en tíminn er að renna út.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 23.1.2010 kl. 16:00
Við erum sammála Ómar.
Ég er bara að hnykkja á því, að þó okkur finnist núna -réttilega- að tíminn sé að renna út í orustunni, þá verðum við samt -ALLTAF- að halda vakt okkar...einnig eftir að orustunni er lokið, því henni lýkur í reynd aldrei. Þegar menn átta sig á því, þá reynir fyrst verulega á okkur mennina...að sofna ekki á verðinum. Þetta er bara það sem ég var að segja Ómar og ég veit að þú ert mér innst inni sammála. Hvers vegna segi ég það? Vegna þess að ég sé af skrifum þínum, að þú hefur afskaplega næman sögulegan skilning og ert líkast til menntaður sagnfræðingur.
Ég er að horfa til framtíðarinnar með söguna í baksýnis-speglinum og hún segir okkur að baráttan er eilíf, en mikið getur hún oft orðið lýjandi. Þess vegna finnst kalli eins og mér svo vænt um að skynja af skrifum þínum, að með þér er kominn gríðarlega öflugur málsvari fyrir heilbrigðri skynsemi um réttlætið og sanngirnina, almenningi öllum til hagsbóta og um það snýst baráttan...alltaf.
Nú lifum við okkar tíma og verðum því að berjast, okkur og framtíðinni til heilla. Fallbyssuskot þín lifi...og sigri!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 16:48
Blessaður Pétur.
Takk fyrir hlýleg orð, vissulega þykir mér vænt að orð min séu lesin, og talin þess virði að vera lesin. Ég trúi því að orð geti öðlast líf, kveiki hugsanir sem líka verða að orðum og hafi þau áhrif að fleiri hugsi og skrifi sínar hugsanir á blað. Að jafnvel núna sé maður í Kirgistan eða Japan eða í Færeyjum að skrifa slíkar hugsanir á blað.
Biðja fólk að staldra við, benda því á að siðmenningin sé þess virði að berjast fyrir. Okkur beri skylda til þess vegna sakleysisins, vegna allra þeirra barna sem eiga skilið sitt tækifæri til að vaxa og þroskast.
Ég trúi því að það búi kraftur í mannkyninu sem sé við það að springa út, og orð nafnlausra manna, milljóna manna nái til að leysa hann úr læðingi svo ég grípi til klisjunar.
Annars væri ég ekki að þessu. Öll von þarfnast trúar til að nærast.
En sagnfræðingur er ég ekki, og fram að Hruninu okt 2008 þá hafði ég ekki skrifað stafkrók í nákvæmlega 22 ár. Það vildi enginn annar orða þessar hugsanir, svo ég neyddist til að gera eitthvað. Vildi fókusa á framtíðina út frá lærdómi fortíðar. Svo sá ég líka að það þýddi ekki lengur að stinga hausnum í sandinn varðandi helfarar Nýfrjálshyggjunnar (kannski skömm að kalla þetta mannhatur Nýfrjálshyggju í ljósi þess að margur frjálshyggjumaðurinn hefur komið þjóð sinni til varnar í ICEsave deilunni, vantar eiginlega betra orð ef ég held þessu mikið lengur áfram), núverandi fjármálakreppa er aðeins upphafið af fjörbrotum hennar, sem eiga eftir að fara illa með mannkynið. Og svo eru það þessar endalausu deilur sem menn ætla að leysa með hnefaréttinum, á kostnað lífs og lima hins venjulega manns.
Það þarf nýja nálgun, nýja aðferðarfræði, og heilbrigð trú, á hvað sem hún annars er, skaðar ekki.
Það er þannig séð ekki mikið mál að takast á við helstu vandamál okkar hér á jörðu, menn þurfa aðeins að finna hjá sér hvöt að núna er það þeirra að krefjast þess, og berjast fyrir því með hugsunum sínum, orðum, athöfnum.
Herhvöt kallaði ég þetta í einum pistla minna, svona upp á gamla móðinn.
Og hvernig förum við að??
Fólk þarf aðeins að átta sig á neikvæðum ferlum tregðulögmálsins, sem leitar að óreiðu. Og það þarf að starta jákvæðum ferlum á móti. Hef eitthvað pikkað niður um það, gæti gert það í miklu lengra máli, ef menn vilja fanga hugsun, skilja forsendur, skilja þau orð sem þurfa að segjast.
Og svo má fá Einar Má til að orða það betur eða þannig.
En svona í alvöru talað þá þarf fólk virkilega að fara hugsa sinn gang. Það væri ótækt ef virkilega hæfur leiðtogi kæmi fram, með sterka sýn og einbeittan vilja til góðra verka, þá mistækist honum vegna þess að fólk skynjar ekki sinn vitjunartíma.
Það er ekkert mál að bjarga heiminum, krefst aðeins góðs vilja ef nógu margir segja við sjálfan sig að framtíð barna þeirra er einnar hungurvöku virði. En að sigra tregðuna, það er varla á guða færi, hvað þá manna.
Aðeins trúin á eitthvað gott, eitthvað betra gæti hugsanlega dugað til ásamt smá væntumþykju gagnvart náunganum. En það er eins og það er og lítið við því að gera að fólk telji það hollt að ganga á veggi endalaust.
En IcEsave stríðið tók yfir hjá mér, þar getur einbeittur vilji gert gagn. Svona spjall er aðeins smá útidúr, læt það eftir mér til að ég sjái einhverja vitglóru í þessari vitleysu allri saman. Og ekki skaðar það að vera talinn vitleysingur fyrir vikið að velta fyrir sér hinum dýpri rökum. Eins og það hafi gagnast mikið í skotgröfunum í gamla daga.
En fólk á meira sameiginlegt en það heldur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.1.2010 kl. 23:26
Sæll enn og aftur Ómar
Skrítið með skriftar-dvalann. En ég toppa þig í því Ómar: 30 ár, en þá kláraði ég BA-ritgerðina mína um Flateyjar-Frey eftir Guðberg, ljóðabók sem ég tel vera róttækustu og vitrænustu ljóðabók sem hefur verið skrifuð á íslensku.
Eftir það söðlaði ég um og fór í arkitektúr, kláraði og hef starfað við það síðan. Kreppan er því jákvæð fyrir mig að því leyti, að nú er maður vaknaður úr skriftar-dvalanum. Og um það snýst þetta allt saman, að virkja sig til nýrra verka, endalaust til nýrra verka. Ljótt væri það fyrst, ef kallar eins og við lægjum bara í þunglyndi. Ég girti mig í brók um verslunarmannahelgina 2009, eftir að Eva Joly skrifaði frábæra grein okkur til varnar. Mig grunar að fleiri hafi girt sig í brók um þá helgi. Og mikla von eigum við enn í þeirri sómakonu.
Varðandi Einar Má, þá erum við gamlir skólabræður og þekkjumst vel. Ég tel mig vita að hann er ánægður með að við skrifum sem flest, réttlátri baráttu okkar til heilla. En Einar hefur staðið sig alveg frábærlega, enda professional, í jákvæðustu merkingu þess orðs.
Jæja Ómar, þetta fer nú mest að líkjast sveitasíma-samtali okkar...við erum víst í beinni, eða svo gott sem, svo það er best að hætta skrafinu í bili.
Með kveðju úr vesturbænum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 01:55
Blessaður Pétur.
Sveitasíminn var fínn til síns brúks, sparaði til dæmis mörg samtöl. þó ég reyndar hafi ekki haft af því persónalega reynslu, enda þorpari.
Skil núna betur tilvísun þína í Erza, og ég er svo gamall að muna eftir síðhærðum krökkum með skegg sem ræddu bókmenntir og drukku gambra. En svo dó það út i hinum hagræna manni því miður, og allir sjá hvernig komið er fyrir sálarlífi þjóðarinnar, hún upplifir sig seka vegna gjörða höfðingja sinna.
Til dæmis þinn gamli félagi, Einar Már, eins og hann orðar margar hugsanir vel í greinum sínum, hann heykist á Steinbeck. Er ekki ennþá búinn að skilja af hverju alþýðan er ekki lengur vinnudýr. Samt sér hann ógnina, að tími hinna fornu hátta bíði okkar.
Þó er mér til efs að Khrushchev hafi lesið Steinbeck, en hann skildi samt kjarna baráttunnar og undirstrikaði hana með blankskóm sínum eins og frægt varð.
En ég ætla að enda þetta spjall okkar á að segja þér frá manni sem Jónas Árnason sagði frá í einni af bókum sínum. Hann skrapp aðeins frá og kom seint heim aftur. Í millitíðinni þá gerðist hann farmaður á dönskum fraktara því hann langaði til að sjá heiminn. Þetta var einhvern tímann á árunum upp úr aldamótunum 1900 og því var stéttaskipting rótgróin í öll samskipti á svona skipum. Þar á meðal tóku óbreyttir ofan fyrir yfirmönnum. En þetta var líka á árunum þar sem sjálfstæðisvitund Íslendinga kviknaði, bæði gagnvart að ráða sínum eigin málum, sem og í þorpunum að fólk hætti að lúta, enda var ekki hollt að sleppa mikið árum út á rúmsjó í bræluskít þó formaðurinn liti á menn.
En þessi maður (Karl minnir mig að hann hafi heitið, en skiptir samt ekki öllu, nenni ekki að fletta því upp) hann var eins og hann var og hann hafði blessunarlega sloppið við kynni við æðstu stjórnendur þannig að hann náði að fá túr til suðurhafa. En á leiðinni þá lenti hann í fyrsta stýrimanni sem krafðist þess að hann tæki ofan hattinn. Það vildi okkar maður ekki geta, sagðist ekki sjá ástæðu til þess. "En þá tilkynni ég agabrot og þú verður hýrdreginn" sagði þá stýrimaður og var í fullum rétti að fá þennan virðingarvott.
"Ég tek ekki ofan fyrir neinum nema konungnum" sagði þá okkar maður, og fleygði hatti sínum fyrir borð. Og losnaði þar með að taka ofan. Og hann setti aldrei aftur upp hatt það sem eftir var af ferðinni. Ekki heldur þegar siglt var yfir miðbaug og brennandi heit sólin skein beint niður á höfuð þeirra sem þurftu að sinna sinni vinnu upp á dekki. Og sólstingur getur verið bráðdrepandi.
En það að halda sjálfsvirðingu sinni, virðingu sem íslenskir kotkallar öðluðust með því að flytja í litlu sjávarþorpin og verða þar metnir eftir dugnaði sínum og verkum, það var eitthvað sem skipti máli.
Þrjóska??? Kannski, en þessi þrjóska var upphaf af endi ægivalds höfðingjanna. Þetta er alltaf spurning um hvernig við upplifum okkur sjálf.
En takk fyrir skemmtilegt spjall Pétur, megi mörg hús rísa fyrir þinn tilverknað, þó þau þurfi ekki öll að vera efnisleg.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 24.1.2010 kl. 20:07
Sæll enn á ný Ómar. Bara örstutt kvittun núna. Já, bækur Steinbecks las maður ungur og hreifst af. Þær eru svo sam-mannlegar og snerta því strengina í hjörtum okkar. En það sem þú segir um gamla sæfarann skil ég vel, því hin mannlega reisn skiptir mestu.
Mbkv. Pétur
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.