22.1.2010 | 13:38
Ólína og Alain, saga af misskilning eða ?????
"Og þegar fólk með sérþekkingu kemur þjóð okkar til varnar, þá geysast fram stjórnarþingmenn og rangsnúa orð þeirra, ljúga upp á þá þekkingarskort og reyna á annan hátt að gera orð þeirra tortryggileg."
Á Mbl.is daginn eftir að Alain Lipietz kom þjóð okkar til varnar, er frétt sem vísar í skrif Ólínu Þorvarðardóttur á heimasíðu hennar. Og hún var ekki að hrósa Alain, eða þakka honum fyrir þá þekkingu og velvilja sem fram kom í máli hans.
"Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að mikill misskilningur hafi komið fram í máli Evrópuþingmannsins Alain Lipietz sem Egill Helgason ræddi við í Silfrinu í gær. Hann virðist standa í þeirri trú að Landsbankinn hafi rekið dótturfyrirtæki í Hollandi og Bretlandi.
Þess vegna beri Bretum og Hollendingum að ábyrgjast innistæðutryggingarnar þar sem tilskipanir ESB kveði á um að ábyrgðin falli á það land þar sem aðalstarfsemi dótturfyrirtækja fari fram, skrifar Ólína á vef sinn.
Málið er, að öfugt við Kaupþing t.d., fór Landsbankinn aldrei að fyrirmælum um að stofna dótturfyrirtæki í Bretlandi og Hollandi. Þvert á móti var innlánastarfsemin rekin á ábyrgð bankans hér heima og þar með íslenska innistæðutryggingasjóðsins. Þetta er ástæða þess að við sitjum uppi með þetta Icesave vandamál. Enginn sambærilegur vandi er uppi vegna innlánastarfsemi annarra banka erlendis," skrifar Ólína
Með öðrum orðum: Lipietz talaði um þetta mál á kolröngum forsendum. "
Bókmenntafræðingurinn Ólína Þorvarðardóttir taldi sig sem sagt geta sett ofaní hámenntaðan hagfræðing sem hafði verið treyst fyrir þeirri ábyrgð að semja eina af tilskipunum ESB um fjármálamarkaði. Hann talaði um málið á kolröngum forsendum.
Það eina sem vantar inn í málflutning Ólínu er fullyrðing um að maðurinn hafi verið fullur.
Og hvað var það sem fékk hana til að slá fram þessum rógi um saklausan mann sem hafði það eitt til saka unnið að gera Evu Joly greiða og mæta í viðtal hjá Agli Helgasyni, og segja það sem hann best vissi um þann málatilbúnað breta að kúga 507 milljarða af þjóð hennar. Ekki voru það röksemdir hans eða sú þekking sem fram kom á málinu.
Nei, hann talaði um dótturfyrirtæki.
Tilskipun ESB nr 94/19 fjallar ekki um dótturfyrirtæki, heldur útibú, eins og kom skýrt fram í máli Alains, og öllum var ljóst sem á hlýddu. Hvarflaði ekki að þingmanni Samfylkingarinnar að hann gæti hafa mismælt sig??? Var kannski ástæða að hafa samband við hann og biðja hann um að útskýra málið betur??????
Við megum ekki gleyma því að Egill Helgason gerði það sem íslensk stjórnvöld áttu að gera strax haustið 2008, að fá það fólk sem semur tilskipanir ESB til að útskýra hvað í þeim stendur. Það hafði aldrei verið gert fyrr en nú og því var um stórfrétt að ræða. Og ef satt væri þá væru allar forsendur málsins breyttar. Bretum yrði stefnt fyrir dóm.
En hvað gerir þingmaður sem vill láta þjóð sína vinna sem þræla erlendra ríkja???
Hún kýs að finna höggstað á málflutningi bjargvættsins, og fann að hann notaði orðið dótturfyrirtæki í einni setningu sinni.
En mistök hennar voru algjör.
Alain Lipietz notaði ekki orðið dótturfyrirtæki, það var röng þýðing.
Jafnvel ég, sem hvorki tala eða les útlensku að neinu viti, veit að branch þýðir útibú, ekki dótturfyrirtæki. Setningin sem um ræðir má lesa um hér.
"Já þær brugðust. Það er því ljóst að bresku og hollensku ríkisstjórnirnar verða að greiða breskum og hollenskum innstæðueigendum í breskum og hollenskum útibúum (branches, ranglega þýtt dótturfyrirtækjum hjá Ruv) ICEsave. Þetta liggur ljóst fyrir í tilskipun 94. Ef ríkisstjórnirnar fallast ekki á þetta er hægt að skjóta málunum til Evrópudómstólsins sem gerir út um slík mál. "
Þetta, af öllu því sem Alain Lipietz var tilefni rógs Ólínu að maðurinn vissi ekki hvað hann var að tala um.
Í fréttatilkynningu frá Alain Liepitz í tilefni af þessum rógi, og öðrum sem ég mun fjalla um í næstu pistlum, kemur þetta fram:
"Alain Lipietz hefði talað um að starfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi hefði verið í dótturfélögum en ekki sem útibú. Spurður út í þessa gagnrýni segist Lipietz aldrei hafa talað um annað en útibú, enda sé í tilskipuninni frá 1994 aðeins talað um útibú.
Björn Valur heldur því einnig fram að Lipietz hafi mögulega verið að rugla saman tveimur ólíkum tilskipunum. Þingmaðurinn franski vísar því alfarið á bug, hann hafi ekki ruglast á neinum tilskipunum og sé vel meðvitaður um efni þeirra beggja."
Í orðum hans felast sárindi manns sem hélt að hann væri að gera ofsóttri þjóð greiða með því að stíga fram og afhjúpa rangfærslur breska heimsveldisins. Að hann hefði átt von á kárínum frá bretum og Hollendingum. En ekki frá íslenskum þingmönnum og íslenskum stjórnvöldum.
Þetta segir allt sem segja þarf um hvaða hagsmuna þetta fólk er að gæta. Ef þú stígur fram og verð málstað íslensku þjóðarinnar, þá áttu á hættu að lenda í rógsvél Samfylkingarinnar, og hver vill þann skít þegar hann telur sig verða að aðstoða þjóð í neyð.
Sorgleg lítil saga um gæfu íslensku þjóðarinnar með forystufólk sitt.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1412714
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll austurútnesjamaður.
Það á að gera þetta fólk sem starfar við hagsmunagæslu Breta og Hollendinga ábyrgt fyrir lygaóþverranum sem það hefur látið frá sér fara. Núna segir sagan að Evu Joly hafi verið settir einhverjir úrslitakostir varðandi starf hennar í rannsókn bankahrunsins. Pólitík eða rannsóknarráðgjöf? Kæmi ekki á óvart að Jóhann hafi gengið sjálf í málið þar sem páfagaukurinn talandi Hrannar er búin að opinbera að fésabókarskrifin eru aðeins æluð 2700 vinum sínum við eldhúsborðið. Eva tók skýrt fram þegar hún gaf sprengjuviðtölin á sínum tíma að það það væri ekki einhugur innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarliða um ágæti ráðningu hennar. Hann ku hafa verið ágætur innan VG.
Ólína er talandi sönnun þess hversu illa þjóðin stendur hvað varðar mannauð á þingi. Hef nokkrum sinnum sett inn á síðuna hjá bókmenntafræðingnum leiðréttingar þegar hún fer með staðlausa stafi hvað lög og atburðarrás varðar. Ma. bent henni á að hún hefur ítrekað uppá fyrrum ráðherra og embættismen stjórnarskrábrot sem varða landráð, sem hún verður vegna borgaralegrar skildu og hvað þá sem þingmaður að kæra viðkomandi þar sem hún telur sig fullvissa um atburði. Hún hefur ekki svarað efnislega nema með skætingi um að ég líði ekki aðrar skoðanir os.frv. Það sama og allir Samfylkingarbloggararnir gera. Síðan er skellt í lás og innlegg fjarlægð. Mörður einn tekur innleggjum annarra skoðana sem maður. En hefur frú Ólína ekki verið að rugla saman "Branch" sem "Brunch" = "Breakfast/Lunch".
Steingrímur var í vikunni í viðtali á ÍNN, þar sem hann er gjörsamlega fastur á bólakafi í skítahug stjórnarliða. Allir erlendu sem innlendu lögspekingarnir sem og hagfræðingarnir skilja ekki út á hvað Icesave gengur. Þeir hafa allir rangt fyrir sér. En óútskrifaður jarðfræðineminn og alfræðingurinn er með dæmið á hreinu. Mikið lán fyrir þjóðina að hafa alla þessa alfræðinga eins og hann, bókmenntafræðinginn Ólínu, sjómanninn Björn Val, kennarann Guðbjart, flugfreyjuna Jóhönnu og leikfimikennarann Kristján os.frv os.frv. til að leiðrétta þessa virtu fræðimenn sem eru þeim ósammála. Hvað er orðið að Mats Josefsson ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins, sem gagnrýndi harðlega starfshætti þas. framkvæmdarleysi stjórnvalda, og ekki væri farið eftir ráðgjöf hans, frekar en Evu Joly. Hann hótaði að hætta eins og hún, en hélt áfram og kom síðan farinn af límingunum í vetur, en auðvitað vissu Steingrímur J. og Jóhanna betur. Gerðu grín af manninum og Steingrímur leyfði sér að koma því að að ekki væri vitað um hvort þjónustu hans væri óskað mikið lengur. Minnist ekki að hann hafi svarað að viti efnislega gagnrýni sérfræðingsins. Er búið að skera sérfræðinginn vegna þess að jarðfræðineminn veit mun betur?
Steingrímur J. á ÍNN:
http://www.inntv.is/index.php?option=com_n-thattur&do=watch&vid=1629&id=5&Itemid=27
Eva Joly og Mats Josefsson:
http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/894159/
http://www.ekg.is/blogg/nr/1095
http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/steingrimur-segir-ovist-hvort-mats-josefsson-haldi-afram-storfum-eftir-aramot
Kv. úr austfirsku veðurdrasli á suð/vestur horninu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 15:34
Takk fyrir þetta kröftuga innlegg Guðmundur.
Já, þau þola ekki margt landsöluliðið, enda er samviskan slæm.
En ef maður vill virkilega stríða þeim, þá finnur maður þessa hárfína línu þar sem það tekur smá tíma fyrir þau að fatta spottið. En ég hætti þessu eftir að ég opnaði mína eigin síðu, á nóg með hana.
En Joly, hún er víst orðin ljót mjög og leiðinleg, og hann Egill orðinn sjálfstæðismaður, allt eftir þáttinn sem ég er að vitna í.
En hvar er stjórnarandstaðan???
Það er mesta áhyggjuefnið í dag. Ég finn lyktina af svikum íhaldsins berast með vindum framtíðar. Styrmir gaf hina röklegu blessun, og nú er það spurning um tækifærið.
Getuleysið þeirra þegar allt málið liggur ljóst fyrir, og virtir erlendir fræðimenn flytja mál okkar, það blasir við öllu hugsandi fólki.
Það er enginn svona aumur í raun, nema með vilja sé gert.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.1.2010 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.