Það þarf að stöðva þessa manneskju.

Jóhanna Sigurðardóttir vinnur fyrir ríkisstjórn breta.

Aðeins hugmyndafræðileg tengsl eða fjárhagsleg tengsl við ríkisstjórn breta getur útskýrt þetta lesendabréf hennar.

Í öllum siðuðum löndum kæmist enginn forsætisráðherra þjóðar, sem hefur orðið fyrir harðsvíruðum árásum erlendra ríkja, upp með að fullyrða, hvorki innanlands að utan, að land hennar og þjóð muni "leggja sig fram við að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum", þjóðunum sem hafa reynt að fara ránshendi um eigur og skattfé íslensku þjóðarinnar.

Um hvaða skuldbindingar er forsætisráðherra landsins að tala???

Hvaða löglegur samningur hefur verið undirritaður sem skuldbindur íslensku þjóðina gagnvart bretum og Hollendingum???

Ekki er það EES samningurinn, þegar hann var samþykktur var þar ekki sérákvæði um að íslensk stjórnvöld væru skuldbundin bretum og Hollendingum, hvað þá að þau ættu að greiða þessum þjóðum einhverja peninga ef þær bæðu um það með hótunum og kúgunum.

Ef það er ekki alþjóðasamningur sem skapar þessar skuldbindingar, þá er aðeins ein önnur leið sem kemur til greina.  Og það er að samkvæmt einhverjum alþjóðasamningi, í þessu tilviki EES samningnum, væri réttbær dómstóll búinn að kveða upp úrskurð að Íslendingar væru skuldbundnir bretum og Hollendingum, og samkvæmt dómi ættu þeir að standa við þær skuldbindingar.

Eru Hollendingar og bretar með slíkan dóm í höndunum??????

Svarið er stutt og laggott Nei, og það geta allir kynnt sér með því að fara inn á heimsíðu EFTA dómsins.  

Af hverju lýgur manneskja, sem á að kallast heilbrigð og sjálfráð gerða sinna, skuldbindingum upp á þjóð sína í lesendabréfi í hollensku dagblaði.

Jafnvel þó ekki væri um að ræða forsætisráðherra þjóðarinnar, þá er málið samt mjög alvarlegt, því íslenskir ríkisborgarar eru bundnir lögum, þar á meðal lögum um landráð.  Í 87 grein almennra hegningarlaga segir meðal annars þetta:

"Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum."

Fullyrði íslenskur ríkisborgari að þjóð hans sé skuldbundin erlendu ríki, án þess að geta sýnt fram á það með lögum eða dómi, þá er hann ekki að vinna að hagsmunum íslensku þjóðarinnar heldur þeirra ríkja sem fara með ófriði á hendur henni.

Og um hvað er að ræða??

Prófessor Jón Daníelsson við London School of  Economist hefur sýnt fram á með útreikningum að um sé að ræða 507milljarða af íslensku skattfé sem bretar og Hollendingar krefjast af íslensku þjóðinni án þess að geta vísað í nokkurn alþjóðlegan samning eða dóm máli sínu til stuðnings. 

Þú ert ekki skuldbundin þjóð þó hún segi að þú sért það.  Það eru undirritaðir samningar, án þvingunar, eða dómur sem byggist á lögum, sem skuldbindur ríki eða þjóðir.

Fari þessir peningar út úr íslenska hagkerfinu, þá er það búið.  Þá hrynur það mennta og heilbrigðiskerfi sem við þekkjum í dag.  Bæði fjárhagslega auk þess að fólkið sem mannar það á aðra valkosti með menntun sína en að eyða það sem það á ólifað sem skuldaþrælar breta.

Það má spyrja hvað er að þjóð sem lætur forsætisráðherra landsins komast upp með að vinna fyrir óvinveitt ríki??  

Af hverju eru nú þegar ekki þúsundir, já tugþúsundir manna fyrir utan stjórnarráðið, hrópandi "vanhæf ríkisstjórn", "við líðum ekki landráð". 

Ég vil minna á orð Bronwen Maddox, einn þekktasta blaðamann Bretlands, um kröfu breta og Hollendinga á hendur íslensku þjóðinni.

"að 3,6 milljarða punda krafa Breta og Hollendinga í Icesave-málinu jafngildi því að breska ríkinu yrði gert að greiða erlendum sparifjáreigendum 720 milljarða punda, krafa sem sé óhugsandiBresk stjórnvöld myndu berjast af öllu afli gegn slíkri kröfu svo ekki sé minnst á fyrirsjáanlega hörð viðbrögð bresks almennings"

Hún segir eins og er að slík krafa væri óhugsandi, stjórnvöld í heimalandi hennar myndu beita sér að öllu afli gegn henni, og almenningur myndu aldrei lýða þeim að samþykkja hana. 

En á Íslandi höfum við stjórnvöld sem hafa beitt öllum brögðum til að rangtúlka staðreyndir í þágu andstæðinga okkar, og bíta svo höfuð að skömminni að reyna að berja niður alþjóðlegan meðbyr fræðimanna með orðum eins og þessum: "að Íslendingar muni leggja sig fram við að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum og tryggja að Icesave-málið skaði ekki alþjóðleg tengsl".

Voru það þessi orð Jan Kregels, prófessor í hagfræði, sem hræddu Jóhönnu??

"Það er svo sannarlega engin skýr lagaleg skylda þar um. Ég byggi þetta á yfirferð yfir hagfræðileg gögn og lagatexta sem varða skuldbindingar evrópsku tilskipunarinnar. Það fyrsta sem ber að gera er að lýsa því yfir að þetta sé deila á milli Evrópuríkja sem beri að leysa fyrir evrópskum dómstóli.

Dómarar geta þá skorið úr um hvort Ísland hafi greiðsluskyldu umfram ákvæði laga um innistæðutryggingar, í úrskurði sem íslensk stjórnvöld yrðu að hlíta.

Hann segir ekki gert ráð fyrir allsherjarhruni bankakerfis í lögunum.  Það sem einkum veldur vandkvæðum er að evrópska tilskipunin um innistæðutryggingar gerði aldrei ráð fyrir upplausn heils bankakerfis. Þetta eru ekki mistök íslenskra stjórnvalda heldur mistök sem voru gerð þegar tilskipunin var skrifuð."

 

Eða þurfti að bregðast við þessum orðum Michael Waibel, doktor í alþjóðalögum við Cambridge-háskóla sem sagði þetta í grein í Financial Times.

 "Íslendingum beri ekki að borga Icesave-skuldina samkvæmt alþjóðlegum lögum. Hann segir að fáir Íslendingar, eða þeir sem séu hlutlausir í deilunni, séu sammála þeirri yfirlýsingu breskra stjórnvalda að Icesave-samningurinn sé „rausnarlegur“.  Dr. Waibel segir: „Í þessari deilu er oft litið framhjá þeirri staðreynd að Íslandi ber ekki nein skýr skylda samkvæmt alþjóðalögum að borga -"

Eitthvað er það sem hræddi Grím Ormstungu, aðstoðarmann Jóhönnu, fyrst hún sendi þetta makalausa lesendabréf.

Kannski er það hræðslan við það að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar átti sig loks á því fyrir hverja stjórnvöld vinna.

Og ekki er það íslenska þjóðin, það eitt er víst.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, það þarf að stoppa svona smákónga eins og þig, sem halda að Ísland sé nafli alheimsins, og allir dansi eftir okkar þörfum. Icesave er að ganga fram af efnahagslífinu, en ég geri varla ráð fyrir að þú hafir tekið eftir því. Hvernig væri að fólk kynnti sér málið frá öllum hliðum, ekki aðeins þeirri hlið sem Egill Helga og stjórnarandstaðan dregur fram?

Björn Ólafsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 09:56

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn.

Takk fyrir að krýna mig, það er alltaf byrjun á mikilli upphefð að vera smákóngur,  til dæmis var Haraldur hárfagri aðeins smákóngur þegar hann hætti að klippa sig.  Ég ætti kannski að banna konunni að klippa mig í kvöld????

Ég sé að þú ert virkjunarsinni, teljir að hér þurfi 2-3 álver af stærð Fjarðaráls til að bjarga efnahagslífinu.   Það er svo sem allt í lagi að til sé fólk sem vill taka á næstu 3-5 árum alla þá orku sem þjóðin á til ráðstöfunar og virkja, látum siðferði þess liggja milli hluta. 

En Kárahnjúkavirkjun er áætluð kosta 133,3 milljarða sagði Landsvirkjun í mars 2008.  Af þeim kostnaði er hluti í innlendum gjaldeyri, eigum við að segja að kostnaður hennar í erlendum gjaldeyri sé 100 milljarðar sirka.  Þennan pening ætlar Landsvirkjun að greiða upp á 25 árum.  

ICEsave tekur út úr hagkerfinu á 14 árum um það bil 507 milljarða, ef allt fer á besta veg.  Það eru 5 Kárahnjúkavirkjanir sé miðað við erlendan gjaldeyri.  Þú ætlar sem sagt að taka 5 Kárahnjúkavirkjanir út úr hagkerfinu til að geta fengið lánað fyrir 3 virkjunum.  

Þú ert mjög gáfaður maður Björn.  Ég held jafnvel að þú heitir ekki Björn, heldur sjálfið hans Sveins, mannsins hennar Katrínar rannsóknarlöggu, í bók Ævar Jósepssonar.  Hann leysti allan vanda þeirra hjóna með hagfræði lántökunnar.  Og er ekki ennþá búinn að fatta af hverju Katrín henti honum út.

Ég held að því sé eins varið með gáfumenn Samfylkingarinnar, þeir skilja ekki ennþá af hverju þjóðin hendir ICEsave samningi þeirra út í hafsauga.

En Katrínar landsins eru bara svo margar, og guð gaf þeim heilbrigða skynsemi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2010 kl. 10:12

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hver er þessi hlið Björn Ólafsson? Geturðu sett hana fram í stuttu og rökstuddu máli án þess að nota ógrundaða frasa eins og "Skuldbindingar", "Skyldur" og "alþjóðasamfélag?"

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2010 kl. 10:42

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Þessi Björn Ólafsson er holdgerfingur brostinna vona um skjóta innlimun Íslands í ESB, við eigum að dansa eftir OKKAR hagsmunum eins og ALLAR þjóðir gera, að sjálfsögðu, nema ríkisstjórn Jóhönnu.

Hef kynnt mér þetta mál frá upphafi og það hefur ekki komið EIN vitræn rök um að okkur beri skylda, lagalega og siðferðilega, til að borga þetta Icesave.

Okkur ber að taka þátt í tjóni sem gallaðar ESB reglugerðir og lög valda á EES svæðinu en að sjálfsögðu á jafnréttisgrunni, c.a 1.3Miljarðar.

Var ekki ósundurliðaður lögfræðireikningur Breta vegna Icesave, sem Ísland átti að borga, c.a2.0Miljarðar?, ef við borgum 1.3Miljarða inn á hann þá er málið dautt.

Eggert Sigurbergsson, 21.1.2010 kl. 11:09

5 identicon

Það er nokkuð ljóst að það eru fyrst og fremst einhverskonar looserar sem eru löngu búnir að tapa leik að eigin mati áður en hann er settur á, sem fylkja sig á bak við "föðurlandsvinunum" Jóhönnu og Steingrím til að leika með Bretum og Hollendingum.  Þá er víst betra að leika með röngu liði í von um að hljóta einhvern bitlinginn ef minnihlutinn næði að traðka á rétt þjóðarinnar með ESB "alþjóðasamfélaginu".  Þeir eru jú búnir að gera svo illilega í brók að borin von er að að verði skrúbbað í burt, og engu að tapa þegar æran er löngu horfin.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:28

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Finnst ykkur það ekki skrítið, ég reyndi að hamra á því í loka pistli kvöldsins, að Jóhanna kemst upp með að fullyrða að um skuldbindingu sé að ræða, en á sama tíma er það dregið í efa í þessum lögum, og þeim fyrri.

Hvað má hún ganga langt áður en fjölmiðlar rumska???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 1405224

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband