19.1.2010 | 15:54
Látum lögin ráða för.
Vil aðeins minna á ákvæði almennra hegningarlaga.
2. Alþjóðasamningur um að koma í veg fyrir fjármögnun hryðjuverkastarfsemi.
Alþjóðasamningur um að koma í veg fyrir fjármögnun hryðjuverkastarfsemi var samþykktur af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 9. desember 1999 og lagður fram til undirritunar 10. janúar 2000. Samningurinn var undirritaður af Íslands hálfu 1. október 2001.
Markmið samningsins er að efla alþjóðlega samvinnu um varnir gegn hryðjuverkum og fjölga úrræðum til þess að unnt verði að koma fram refsiviðurlögum gagnvart þeim sem fjármagna hryðjuverkastarfsemi. Með aðild að samningnum gangast ríki undir skuldbindingar um að fallast á ákveðnar skilgreiningar varðandi tilflutning og öflun fjármuna í þeirri vitneskju að þá skuli nota til hryðjuverkastarfsemi, og að slík háttsemi skuli teljist afbrot sem þungar refsingar verði lagðar við bæði gagnvart einstaklingum og lögaðilum. Að auki leggur samningurinn þær skyldur á aðildarríki að skilgreina rúmt hlutdeild í fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Loks eru í samningnum ákvæði um refsilögsögu, framsal og alþjóðlega réttaraðstoð sem stefna m.a. að því að unnt verði að koma fram refsiábyrgð án tillits til þess hvar brot er framið eða til þess hvar brotamaður dvelst.
Sé ekki annað en þessi grein banni okkur að semja við Gordon Brown. Bæði stóð maðurinn fyrir ólöglegri árás á írösku þjóðina, sem getur ekki fallið undir neitt annað en ríkishryðjuverk gagnvart saklausri þjóð, sem og að hann og Darling fjármálaráðherra stóðu fyrir grófri hryðjuverkaárás á íslenskan almenning þegar þeir í pólitískum loddaraskap settu hryðjuverklög á þjóðina og settu hana á bekk með al Kaida og fleirum félegum samtökum.
Fólk verður að átta sig á því að til eru fleiri hryðjuverkamenn í heiminum en síðskeggjaðir menn með handklæði á höfði.
Sú gjörð að afhenda breskum stjórnvöldum íslenskan skattpening gæti talist til meðsektar í fjármögnun hryðjuverkamanna. Minni á að hollensk þingnefnd komst að því að árás breta á Íraka hefði verið skýrt brot á alþjóðalögum.
En fleiri lög eru brotin af hálfu bretavina með því að afhenda skattpening almennings breskum og hollenskum stjórnvöldum. Nú kemur skýrt fram í leiðara Independet að
Iceland should not be bullied. "Good old fashioned blackmail, one might call it."
Á meðan ekki er úr þessu skorið er ekki annað en hægt að fullyrða að háttsemi bretavina varði við til dæmis þessa grein almennra hegningarlaga.
"[100. gr. a. Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum, þegar verknaðurinn í ljósi eðlis hans eða með hliðsjón af aðstæðum þegar og þar sem hann er framinn getur skaðað ríki eða alþjóðastofnun alvarlega: "
Það gilda jú lög í landinu. Og ef núverandi Alþingi vill ekki vera lögsótt seinna meir, þá verða allir alþjóðasamninga, líka við breta og Hollendinga (þó ótrúlega sé) að vera samkvæmt lögum.
Og allar kröfur breta og Hollendinga eru ólöglegar því þær byggjast ekki á neinum dómum dómstóla sem málið varðar. Hvorki EFTA dómsins eða Evrópudómsins.
Engin fjárkrafa verður lögleg við það eitt að hún sé borin fram með hótunum um meinta hundsun úr alþjóðasamfélaginu. Eða efnahagslegum refsiaðgerðum.
Og það er ólöglegt að samþykkja ólöglegar hótanir. Aðeins innrás eða mikil neyð geta réttlætt slík lögbrot. Huglægt mat á hugsanlegu tjóni ef ekki verði látið undan fjárkúgara er ekki réttlæting eins eða neins.
Slíkt heitir geðþóttaákvörðun.
Og leið undir lok með einvaldskóngum Evrópu.
Stjórnarskrá og lög þarf að virða
Kveðja að austan.
Beðið svara frá Hollendingum og Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 11:09 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 390
- Sl. sólarhring: 748
- Sl. viku: 6121
- Frá upphafi: 1399289
Annað
- Innlit í dag: 330
- Innlit sl. viku: 5185
- Gestir í dag: 304
- IP-tölur í dag: 300
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki orðið stórundarlegt, Ómar, að stjórn landsins skuli enn komast upp með Icesave löngu eftir að lýðum er ljóst að það er gegn lögum? Hví er ekki komin kæra eða vantraust á stjórnina? Það er ekkert hægt að skilja þessa vitleysu.
Elle_, 20.1.2010 kl. 11:28
Blessuð Elle.
Veit ekki, en lögin virtust gera ráð fyrir þessari uppákomu, og hafa ákvæði við henni.
En svona var líka brugðist við yfirgang Hitlers, það var alltaf sagt, "nei þetta getur ekki verið, Þjóðverjar þessi mikla siðmenningarþjóð". En gjörðir þeirra voru orðnar aðrar eftir að einbeittur vilji til lögbrota og yfirgangs réði för.
Ef þú hefur séð myndina um Eirík Víking þá er þessu mjög vel lýst í blup blup atriðinu þegar fólk á eyju nokkurri kaus að horfa framhjá yfirvofandi hættu, og drukknaði með afneitun á vör. Absúrd sena, en nær samt ekki því absúrd sem er í gangi í dag hér á Íslandi.
Ég bloggaði einn lokapistil í gær um goðsögn, sem þarf að heygja, og síðan í morgun annan um hina augljósu lausn ICEsave deilunnar. Það er kannski mest lýsandi fyrir dýpt umræðunnar að það hefur ekki nokkur maður áhuga á skynsamlegri umræðu, en ef maður bloggar hí á þig, þá lesa menn og rífast.
Og á meðan sekkur eyjan, og tími hins fallega og endalega blups er í nánd.
En á meðan er ég að dunda mér við að slá niður í Word, samtali Egils við Alain og Michael. Tímamóta viðtöl bæði tvö, og þurfa að vera til útskrifuð. Rök þessa heiðursmanna og skilgreiningar þeirra á ástandinu, verða ekki hrakin.
Læt hí á þig pistlana vera á meðan.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 20.1.2010 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.