Ábyrgð heimaríkisins ljós.

 

Segir réttilega í tilkynningu forsætisráðuneytisins.  Og sú ábyrgð felst í því að stofna innstæðutryggingarkerfi  sem uppfyllir skilyrði reglugerðar ESB um innstæðutryggingar.  Og það gerðu íslensk stjórnvöld árið 1999 og sá aðili sem á að fylgjast með framkvæmd EFTA ríkja á EES samningnum, ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur aldrei gert neinar athugasemdir við þá framkvæmd.  Og engin hefur heldur kært þá framkvæmd til ESA, ekki heldur eftir að bankarnir hrundu. 

Og þegar aðildarríki EES hafa athugasemdarlaust komið á fót tryggingasjóð innstæðna, eftir þeim lögum og reglum sem um þann sjóð gilda, þá segir þetta í lögunum: "aðildarríki eru ekki í ábyrgð fyrir tryggingasjóði sína.

Og andstæðingar ICEsave samkomulagsins hafa ekki haldið öðru fram, enda kemur það skýrt fram í lagatextanum að aðildarríki séu ekki í ábyrgð.  Og til hvers þá að flækja málin???

En forsætisráðuneytið kýs að gefa sér strax ranga fullyrðingu sem forsendu yfirlýsingar sinnar og gerir málflutning talsmanna íslensku þjóðarinnar tortryggilegan með því að afsanna hana. 

Gott og vel, afsönnunin gerir ekkert annað en að staðfesta það sem allir vita um að einstök aðildarríki séu ekki í ábyrgð fyrir tryggingarsjóði sína, en í lúmsk heitum þeirra sem vilja láta þjóðina borga bretum, þá er sú skýra málsgrein "ekki í ábyrgð", breytt í eitthvað sem heitir "lagaleg óvissa".

Og þar sem fjárkúgarinnar neita að hlusta á lagarök, þá er þessu slegið fram sem réttlætir gjörðir þeirra:

"Jafnframt var strax í upphafi lögð áhersla á að fá úr málinu skorið fyrir viðeigandi úrskurðaraðila eða dómstól, en öllum tilraunum til þessa hefur verið hafnað af öðrum samningsaðilum en það er meginregla í þjóðarétti að ríki geta ekki leyst úr ágreiningi sín á milli fyrir dómstólum nema allir aðilar samþykki." 

Og í þessari lúmsku blekkingu liggur skýringin á uppgjöf Íslands. 

Fjárkúgun breta og Hollendinga er ekki milliríkjadeila.  Hún byggist á tilvísun í regluverk EES samningsins.  Og EES samningurinn er með skýra réttarfarsleið til að takast á við slíkan ágreining.  Svo ég sé ekki alltaf að skrifa sama hlutinn upp úr mér þá ætla ég að vitna í athugasemd sem ég skrifaði um þetta á bloggfærslu í dag.

"Og engin lausn á milliríkjadeilu, sem gengur gegn viðteknum lögum og reglum sem um málið gilda, er lausn.  Annað hvort er um kúgun að ræða, eða þá svik þeirra sem með umboð fara fyrir þjóðina sem sættist á ólögin.

Og hvað breta og Hollendinga varðar, þá eru þessar þjóðir ekki hafnar yfir lög og reglur.  Og þar sem þær vitna í regluverk EES til að réttlæta sína kúgun, þá verða þær að fara eftir því regluverki.  Ég hef oft bloggað um þetta, en ætli síðasta blogg mitt sé ekki frá 17.12 og linkurinn er hér. http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/993678/

Það er ekkert, nema þá meintur landráðavilji núverandi stjórnvalda, sem hindrar þjóðin að virkja þessi réttarúrræði EES samningsins.  Það eru engin aukaákvæði í EES samningnum sem kveða á um að ef bretar vilji eitthvað, þá gilda ekki lög og reglur lengur.   Og þegar niðurstaða er fengin, þá þarf að fara eftir henni. "

 Ef Íslendingar réðu stjórnarráði Íslands, þá bærist ekki svona tilkynning úr forsætisráðuneytinu. 

Það bærist fréttatilkynning um að íslensk stjórnvöld hefðu leitað til ESA um úrskurð. 

Og eftir þann úrskurð hefðu öll lagarök breta horfið út í veður og vind réttlætisins.

Það þarf ekki meira til en að fara eftir gildandi samningum.

Kveðja að austan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband