Góðar fréttir ef sannar séu.

En þessir menn viðurkenndu ekki heimskreppuna fyrr en löngu eftir að hún var skollin á. 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var alltaf mun bjartsýnni í spá sínum en aðstæður buðu upp á.

Skýringin var mjög einföld, það að viðurkenna vandann, var talið auka á kreppuna. 

Eins er það í bataferlinu.  Það þarf að tala það upp segja fræðin.

En á þessu er einn stór galli. 

Ef heimskreppan varð vegna kerfisgalla, og á þeim galla er ekki tekið, þá verður aldrei raunverulegur bati. 

Aðeins sá blekkingarbati sem er tilkominn vegna opinbera útgjalda.

Fjármálakerfið er ennþá í rúst, en hagar sér eins og ekkert hafi gerst.  Það lánar í spákaupmennsku og gróðabrall en sinnir illa þörfum grunnatvinnuvega.  Þar er oftast, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu aðeins um endurfjármögnun lána að ræða.

Eins er það með yfirskuldsetningu flestra ríkiskassa hins vestræna heims.  Þær skuldir eru ekki borgaðar nema til kom skattahækkanir.   Það dregur úr veltufé hagkerfisins.  Og yfirskuldsetning ungs fólks sem hefur keypt sér húsnæði í húsnæðisbólunni, hún dregur líka úr veltufé.  Og bankar sinna atvinnulífinu með eindæmum illa. 

Samt er bati segja menn.  Þeir tókust ekki á við kerfisgallana, og þeir hundsa allar þekktar forsendur hagvaxtar.  Á hverju á hagvöxturinn að byggjast???  Ofurbónusum bankamanna???

Við skulum ekki gleyma því að þeir sem vöruðu við fjármálakreppunni, að þeir eru mjög efins á þennan sýndarbata opinbera útgjalda.  

Þeir höfðu rétt fyrir sér þá, hafa þeir líka rétt fyrir sér núna?????

Hinir sem vitnað er i, þeir hafa alltaf haft rangt fyrir sér.

Á að treysta þeim núna???

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Efnahagslíf heims að ná sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 456
  • Sl. sólarhring: 514
  • Sl. viku: 5947
  • Frá upphafi: 1327771

Annað

  • Innlit í dag: 391
  • Innlit sl. viku: 5296
  • Gestir í dag: 362
  • IP-tölur í dag: 353

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband