11.1.2010 | 13:41
Meira um lágkúru Björn Vals.
Þeir sem stunda níð og blekkingar, þeir gera það oft í ákveðnum tilgangi.
Einn tilgangurinn er að afvegleiða umræðu sem þú treystir þér ekki í.
Ef Alain Lipietz fór með rangt mál í Silfri Egils, þá væri nú þegar búið að leiðrétta hann. Að vísu reyndi Ólína Þorvarðardóttir að gera það í bloggpistli, en féll í þá gryfju að tala um hlut sem hún hafði enga þekkingu sjálf á. Leiðrétting hennar var einhverskonar búmerang sem afhjúpaði hennar vanþekkingu, en ekki þess manns sem hún sakaði um misskilning.
Björn Valur tók ekki slaginn um innihald gagnrýni Lipietz, heldur kaus hann að gera málflutning hans tortryggilegan vegna þess að hann hafði unnið hjá frönsku vegagerðinni. Rökstuðningur Björn Vals var af því meiði að þar sem maðurinn kom fram á fölskum forsendum, að þá hefði hann ekki vit á málinu, og málflutningur hans sjálfkrafa rangur.
En þetta er rökvilla, sá sem er loddari, getur farið rétt með. Þekkt dæmi er af manninum sem stal hvítum sloppi og hlustunarpípu og fór inn á spítala og sagðist vera læknir. Hann var búinn að fá fullt að gera áður en komst upp um kauða. Og það merkilega var að haft var eftir lögreglunni að sjúklingar hans hefðu sloppið óskaddaðir frá honum og verið í raun merkilega ánægðir. Eins var það lögfræðinginn sem stóð sig með afbrigðum vel í einhverju bandarísku krummastuði og allir töldu hann mikinn lagaspeking. Svo kom uppúr dúrnum að hann var uppgjafaleikari sem vantaði eitthvað að gera. En hann las sér það vel til um lög, að hann komst upp með blekkinguna í nokkur ár.
Kjarni málsins er sá að þegar rætt er um staðreyndir og túlkun þeirra, þá er það rökstuðningurinn sem gildir, ekki sá sem flytur hann.
En plottið er þekkt, og núna síðast var ég að horfa á þá stórgóðu mynd, Karlmenn sem hata konur, og þá lenti einmitt blaðamaðurinn, aðalsöguhetjan í svona plotti í upphafi myndarinnar. Hann var dæmdur í fangelsi vegna rangra ásakana á hendur auðjöfri nokkrum. En þau gögn sem hann hafði undir höndum voru fölsuð, hann hafði verið leiddur í gildru af útsendurum auðjöfursins. Þar með var málið dautt, blaðamaðurinn dæmdur í fangelsi, og enginn leit við þeim ásökunum sem hann bar upp á auðjöfurinn.
En auðjöfurinn var sekur. Gildran var til þess eins að afvegleiða umræðuna. En réttlætið sigraði að lokum og upp komst um kauða.
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las fýlubombu Björn Vals, hvort eitthvað svipað hefði verið sviðsett. Þjóðin trúði Egil og Evu, en ef þetta var loddari, þá fékk landráðafólk kjörið tækifæri til að afvegleiða þá umræðu að tilskipun ESB kveður ekki á um ríkisábyrgð, eins og landráðafólkið heldur fram í tíma og ótíma.
En ég trúði þessu hvorki upp á Egil og Evu og fór og hlustaði á þetta brot úr Silfrinu til að átta mig á málsatvikum. Og um þau má lesa í bloggi mínu hér að framan.
En gildrunnar eru til að þekkja þær, svo umræðan falli ekki ofan í þær.
Segjum að Björn Valur hafi haft rétt fyrir sér um Lipietz, þá hafði hann samt ekki rétt fyrir sér um greiðsluskyldu íslensku þjóðarinnar í ICEsave deilunni þó Lipietz hefði komið fram undir fölsku flaggi. Það eina sem hann hefði þá sannað var forsendubrestur ferils Lipietz, en í þeim forsendubresti fólst engin sönnun um réttmæti eða óréttmæti málflutnings hans.
Það eru rökin og staðreyndirnar sem ákveða það.
Eins þarf Liepistz ekki að hafa rétt fyrir sér þó hann sé sérfræðingur um Evrópureglugerð. Og þá af sömu ástæður. Sérfræðingur hefur ekki sjálfkrafa rétt fyrir sér, enda væri þá ekki neitt rétt til, því sérfræðingar eru sjaldnast sammála.
En vitgrannir blaðamenn átta sig ekki alltaf á muninum.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 11:54 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.