Við vitum alltaf betur segir Samfylkingin.

Það skiptir ekki máli hvað sérfræðingar hafa komið til landsins og varað við hættunni sem fylgir ICEsave samningnum og þeirri stefnu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn framfylgir á Íslandi, þeir miskilja allir eitthvað eða skilja ekki um hvað málið snýst. 

Skiptir engu þó um Nóbelsverðlaunahafa sé að ræða, alltaf vita jarðfræðingurinn og flugfreyjan betur.  Og alltaf reiða þau sig á álit fólks, sem hefur beina hagsmuni á að koma þjóðinni á heljarþröm.

Núna setti Ólína Þorvarðardóttir, fallít skólastóri, niður við Alain Lipietz, virtan fjármálasérfræðing og einn af reglusmiðum Evrópulöggjafarinnar um innlánstryggingar, og segir að hann hafi mætt í viðtal til að rugla. 

En Ólína veit betur.

Og hvílík fífl það eru sem fólk gat kosið á þing vegna þess eins að þetta fólk hrópaði spilling.  

Ólína virðist ekki gera sér grein fyrir því að Lipietz væri ekki verið að ræða um íslenska tryggingasjóðinn ef hann teldi að Landsbankinn hefði rekið dótturfyrirtæki í Bretalandi.  Hann væri þá yfir höfuð ekki að ræða þetta mál því hann veit að dótturfyrirtæki eru eins og hver önnur heimafyrirtæki og falla því undir löggjöf síns heimalands.

Lipietz talar um "Host member state" eða gistiríki og það hugtak á aðeins við um þegar banki rekur útibú í öðru landi.  Liepitz vissi fullkomlega hvað hann var að segja, og hann rökstuddi sitt mál, enda hlýtur maðurinn að vita hvað reglur hann samdi, og af hverju. 

Það sama gildir um þá sérfræðinga sem Eva Joly ræddi við áður en hún kvað upp úr að tilskipun ESB nr 94/19 gerði ekki ráð fyrir markaðshruni, og ríkisábyrgð hefði verð andstæð markmiðum hennar eða eins og segir í tilskipuninni "whereas such a requirement might prejudice the operation of the internal market ".  Þeir fullyrða þetta út frá sjálfri frumheimildinni, þeim sjálfum.

En bloggfærsla Ólinu Þorvarðardóttur ber þess merki, sem mig hefur alltaf grunað, að þingmenn Samfylkingarinnar viti ekkert um hvað þeir eru að tala.  Þeir hafi aldrei lesið tilskipanir Evrópusambandsins, þeir hafi aldrei lesið EES samninginn, og þeir hafi ekki hugmynd um þau alþjóðalög sem eru forsendur íslensku neyðarlaganna á sínum tíma. 

Og út frá sinni algjöri fáfræði, þá bulla þau út og suður, sjálfsagt í góðri trú.  En um leið valda þau þjóð sinni gífurlegum skaða.

Því það skiptir ekki máli hvaða rök, bæði hagfræðileg og lagaleg, dúkka upp í umræðunni, þeim er alltaf umyrðislaust hafnað.  Fá aldrei tækifæri til að fljóta og vinna málstað þjóðarinnar fylgi.

Og þegar ég hugsa málið betur, að þegar ég kalla þessi vinnubrögð stjórnarliða landráð og fer þá eftir orðanna hljóðan viðkomandi laga, að þá hefur mér líklegast yfirsést ein grundvallar staðreynd. 

Það þarf lágmarks vit og ásetning til að fremja landráð.

En kannski er það ekki til staðar hjá stjórninni.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir misskilnings gæta hjá Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það hefur verið talað um "landráð af gáleysi". Það orðalag á varla lengur við þar sem upplýsingarnar eru afar skýrir og þörf er á mjög sérstakri gerð þvermóðsku eða þröngsýni til a hlusta ekki á þau yfirgnæfandi rök sem segja okkur skýrt og beint út að samþykkt á ICESAVE samningnum sé skaðlegur  íslenskri þjóð, og hugsanlega fleiri þjóðum, þar sem slíkur samningur gæti gefið fordæmi fyrir sams konar óréttlætanlegri framkomu gagnvart öðrum þjóðum sem lent hafa eða eru að lenda í samskonar vanda.

Góð greining hjá þér, sem endurspeglar nokkuð nákvæmlega mínar eigin pælingar, fyrir utan það að ég vil ekki dæma fólk of hart, en geri það samt víst samkvæmt athugasemdum við minni síðustu grein.

Hrannar Baldursson, 11.1.2010 kl. 10:57

2 identicon

Þetta er ógeðfellt hjá henni Ólínu. Hún á að skammast sín og mætti segja af sér því þetta er gjörsamlega ólíðandi.  Hvers vegna allar þessar lygar? 

Baldur (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 11:04

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst skína í gegnum skrif Ólínu mikið viljaleysi við að fara yfir rök sem skipta hag þjóðarinnar miklu - Ég vonast svo sannarlega til þess að Ólína átti sig.

Sigurjón Þórðarson, 11.1.2010 kl. 11:09

4 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

En bloggfærsla Ólinu Þorvarðardóttur ber þess merki, sem mig hefur alltaf grunað, að þingmenn Samfylkingarinnar viti ekkert um hvað þeir eru að tala.  Þeir hafi aldrei lesið tilskipanir Evrópusambandsins, þeir hafi aldrei lesið EES samninginn, og þeir hafi ekki hugmynd um þau alþjóðalög sem eru forsendur íslensku neyðarlaganna á sínum tíma. 

Var það nú ekki þetta fólk sem einmitt vildi í sumarbyrjun, drífa sig í því að samþykkja Icesave samninginn ólesinn?

Helgi Kr. Sigmundsson, 11.1.2010 kl. 13:11

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrannar.

Í guðanna bænum haltu áfram að vera orðvar, þeirri deild þarf að sinna líka.  En þú skilgreindir réttilega af hverju hógvær maður eins og ég læt öllum illum látum gagnvart þessu fólki sem með gjörðum sínum og heimsku er að kolsigla þessu þjóðfélagi.  Og í þokkabót notar þau einu rök sér til afsökunar að þetta sá allt fortíðinni að kenna, eins og hún stjórni landinu í dag.

En harka mín á sér líka dýpri rætur.  

Íhugum hverjar afleiðingarnar verða ef allt plan AGS gengur eftir.  Lilja Mósesdóttir hefur lýst því ágætlega, að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verði úr sögunni og þjóðin missi forræðið yfir auðlindum sínum.  Og velferðarkerfið verður stórskaddað.  Það er öruggt, óhjákvæmilegt ef greiðslubyrði ríkissjóðs fer yfir 60%.  Í raun er það vitfirring að einhver skuli komast upp með að gefa út skýrslu þar sem  slík greiðslubyrði sé sjálfsagður hlutur eins og Seðlabankinn komst upp með.

En hugsum þetta dýpra.  Lífslíkur kosta, bæði þarf að sinna eldra fólkinu ef það veikist, og eins er hin lága dánartíðni barna hér ekki sjálfgefin.  Það tók langan tíma að byggja upp þá þekkingu og það vinnulag sem var forsenda hennar.  Og núna á að rústa öllu því starfi á næstu 3 árum.  

Því forgangurinn er að greiða bretum  og greiða út krónubréfaeigendur.  

En mannslát er afleiðing þessarar stefnu.  Það er öruggt þó ekki sé vitað í dag hverjir munu falla.  

Og því spyr ég, eigum við ekki í hálfgerðu stríði fyrir sjálfstæði og tilveru þessarar þjóðar????

Það er langt síðan að ég svaraði þessari spurningu játandi, ef þetta er ekki sjálfstæðisbarátta þjóðar, þá veit ég ekki hvað.   Þá er öll mín söguþekking, sem er ágæt, frá öðrum heimi en þessum sem við lifum í.

Og stríð eru alvarleg, þau eru blóðug og illvíg, og ennþá verri ef bræður berjast.  

Og þá þarf að gera það sem nauðsynlegt er, jafnvel þó það sé manni þvert um geð.

Mér er alltaf minnisstæð mynd úr bókaröð AB um Seinna stríð, þar sem var verið að fjalla í máli og myndum um frönsku andspyrnuna.  Þar var myndir af ungu fólki sem vissi að það voru meiri líkur en minni að það myndi falla fyrir þjóð sína, en hún var þess virði.  Og til að halda sjó í baráttunni þurfti margt að gera, sumt mjög miður.  Og sú mynd sem ég get ekki gleymt, þó ég hafi fyrst séð hana fyrir tæpum 30 árum síðan, það er svarthvít mynd sem tekin var í smáþorpi uppi til fjalla.  Og þar var ungur liðsforingi í andspyrnunni að kveða upp dauðadóm yfir einum liðsmanna sinna.  Kornungum manni.

Glæpurinn, hann fór á krána í næsta bæ, og fékk sér neðan í því.  En það hefði getað kostað allan andspyrnuhópinn lífið.  Og því var refsingin svona hörð.  Og engum fannst þetta athugavert, liðsforinginn varð háttsettur maður eftir stríð, og enginn mynntist á hið meinta morð.  Sem það náttúrlega var, nema kannski við þessar hörðu aðstæður.

Hrannar.  Ég er ekki að bera saman ástandið hér og í Frakklandi fyrir rúmum tæpum 70 árum.  En ég rifja það upp til að minna mig á að stundum þarf að gera fleira en gott þykir.  Og sérstaklega þegar framtíð þjóðar og barna er annarsvegar.  

Og það er verið að fremja landráð á Íslandi í dag.   Fólkið sem ennþá lýgur upp á okkur skuld með tilvísun í tilskipun ESB um innlánstryggingar, þó þau rök hafi verið marghrakin, það er landráðafólk.  Það má benda á vafann, en ekki fullyrða greiðsluskyldu, og nota síðan þá fullyrðingu sem megin röksemd til að senda hundruð milljarða af skattfé til erlendra þjóða. 

Slíkt er alltaf landráð.  Og fólk við þessar aðstæður sem heldur að lífið sé sunnudagsbíltúr, eða einhver ljósrauð Hollywood kvikmynd, það fólk ver ekki sjálfstæði sitt þegar að því er sótt.

Á Ögurstundu þarf fólk að mannast og gera það sem rétt er.  Líka leggja eitthvað á sig fyrir þjóð sína.  Til dæmis að mæta á mótmælafundi, eða bara að hugsa út frá staðreyndum, en ekki blekkingarvaðli andstæðinga þjóðar þeirra.  Líklegast er ömurlegasta röksemdin sem maður heyrir í þess máli öllu, sú þegar fólk fullyrðir að það  viti ekki hverju það eigi að trúa, og það er vegna þess að það nennir ekki að kynna sér málin.

Það er eins og það haldi að skattpeningar helmings þjóðarinnar skipti engu máli, að það sé engin þörf fyrir þá og því óhætt að greiða þá úr landi.  

Daginn sem þjóðin vaknar og fer að gera eitthvað sjálf, þá er sigurinn í höfn.

Og ég bíð eftir þeim degi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2010 kl. 14:46

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Og Baldur, Sigurjón, Helgi.

Takk fyrir innlit ykkar. 

Við verðum að vona að vitneskjan um vanhæfni stjórnarliða fari sem víðast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2010 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband